Merki um tröllvaxið svarthol nærri miðju Vetrarbrautarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2017 22:05 Risasvartholið Sagittarius A* er í miðju Vetrarbrautarinnar. Nærri miðjunni virðist annað en minna risasvarthol vera að finna. Getty/ NASA/CXC/MIT/F. Baganoff et al Japanskir vísindamenn telja sig hafa fundið vísbendingar um tilvist svarthols sem er hundrað þúsund sinnum massameira en sólin okkar í gasskýi nærri miðju Vetrarbrautarinnar. Gasskýið þar sem risasvartholið er talið fela sig er um tvö hundruð ljósárum frá miðju Vetrarbrautarinnar og er um 150 milljón milljónir kílómetrar að breidd. Hreyfingar gassins í skýinu hafa valdið vísindamönnum heilabrotum en athuganir hafa bent til þess að það ferðist mishratt, að því er segir í frétt The Guardian. Rannsóknir japönsku vísindamannanna með Alma-sjónaukanum í Síle gefa til kynna að líklegasta skýringin á hreyfingu gassins sé ógnarsterkur þyngdarkraftur tröllvaxins svarthols. Verði fundur vísindamannanna staðfestur er um annað stærsta svarthol sem fundist hefur í Vetrarbrautinni að ræða. Aðeins risasvartholið Sagittarius A* í miðju hennar er stærra. Massi þess er á við fjórar milljónir sóla.Vísindamenn nota röntgenbylgjur sem svarthol gefa frá sér til að koma auga á þau. Myndin var tekin með Chandra-röntgensjónaukanum af Sagittarius A*.NASA/UMass/D.Wang et al.Gæti verið kjarni fornrar dvergvetrarbrautarMinni svarthol eru tiltölulega algeng í Vetrarbrautinni. Þau myndast við dauða gríðarlega massamikilla stjarna. Uppruni risasvarthola eins og þess sem er í miðju Vetrarbrautarinnar og flestra vetrarbrauta í alheiminum hefur aftur á móti verið stjörnufræðingum ráðgáta. Kenningar hafa verið um að minni svarthol renni saman og myndi á endanum ferlíki eins og Sagittarius A*. Fram að þessu hafa þó engin dæmi um nokkurs konar „millistærð“ svarthola sem gæti stutt þá kenningu fundist. Tomoharu Oka, stjörnufræðingur við Keio-háskólann í Tókýó og einn vísindamannanna sem telja sig hafa fundið svartholið, segir að svartholið gæti verið kjarni gamallar dvergvetrarbrautar sem Vetrarbrautin gleypti í sig þegar hún var að myndast fyrir milljörðum ára „Stjarneðlisfræðingar hafa verið að safna athugunum um massa svarthola og risasvarthola í áratugi en jafnvel þó að við teljum að þau stærri vaxi út frá þeim minnstu þá höfum við aldrei haft skýrar vísbendingar um svarthol með massa á milli þessara öfga,“ segir Brooke Simmons, stjörnufræðingur við Kaliforníuháskóla sem átti ekki þátt í rannsókninni, við The Guardian. Vísindi Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Japanskir vísindamenn telja sig hafa fundið vísbendingar um tilvist svarthols sem er hundrað þúsund sinnum massameira en sólin okkar í gasskýi nærri miðju Vetrarbrautarinnar. Gasskýið þar sem risasvartholið er talið fela sig er um tvö hundruð ljósárum frá miðju Vetrarbrautarinnar og er um 150 milljón milljónir kílómetrar að breidd. Hreyfingar gassins í skýinu hafa valdið vísindamönnum heilabrotum en athuganir hafa bent til þess að það ferðist mishratt, að því er segir í frétt The Guardian. Rannsóknir japönsku vísindamannanna með Alma-sjónaukanum í Síle gefa til kynna að líklegasta skýringin á hreyfingu gassins sé ógnarsterkur þyngdarkraftur tröllvaxins svarthols. Verði fundur vísindamannanna staðfestur er um annað stærsta svarthol sem fundist hefur í Vetrarbrautinni að ræða. Aðeins risasvartholið Sagittarius A* í miðju hennar er stærra. Massi þess er á við fjórar milljónir sóla.Vísindamenn nota röntgenbylgjur sem svarthol gefa frá sér til að koma auga á þau. Myndin var tekin með Chandra-röntgensjónaukanum af Sagittarius A*.NASA/UMass/D.Wang et al.Gæti verið kjarni fornrar dvergvetrarbrautarMinni svarthol eru tiltölulega algeng í Vetrarbrautinni. Þau myndast við dauða gríðarlega massamikilla stjarna. Uppruni risasvarthola eins og þess sem er í miðju Vetrarbrautarinnar og flestra vetrarbrauta í alheiminum hefur aftur á móti verið stjörnufræðingum ráðgáta. Kenningar hafa verið um að minni svarthol renni saman og myndi á endanum ferlíki eins og Sagittarius A*. Fram að þessu hafa þó engin dæmi um nokkurs konar „millistærð“ svarthola sem gæti stutt þá kenningu fundist. Tomoharu Oka, stjörnufræðingur við Keio-háskólann í Tókýó og einn vísindamannanna sem telja sig hafa fundið svartholið, segir að svartholið gæti verið kjarni gamallar dvergvetrarbrautar sem Vetrarbrautin gleypti í sig þegar hún var að myndast fyrir milljörðum ára „Stjarneðlisfræðingar hafa verið að safna athugunum um massa svarthola og risasvarthola í áratugi en jafnvel þó að við teljum að þau stærri vaxi út frá þeim minnstu þá höfum við aldrei haft skýrar vísbendingar um svarthol með massa á milli þessara öfga,“ segir Brooke Simmons, stjörnufræðingur við Kaliforníuháskóla sem átti ekki þátt í rannsókninni, við The Guardian.
Vísindi Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira