Funduðu með kínverskum skiparisa um Finnafjarðarverkefnið Haraldur Guðmundsson skrifar 5. september 2017 06:00 Finnafjörður er við Langanesströnd á Norðausturlandi. vísir/pjetur Starfsmenn Cosco Shipping, þriðja stærsta skipafélags heims, funduðu í lok ágúst með sveitarstjóra Langanesbyggðar, starfsmönnum verkfræðistofunnar EFLU og fulltrúum innanríkisráðuneytisins, og fengu kynningu á áformum um stórskipa- og olíuþjónustuhöfn í Finnafirði. Alls var um þrjá fundi eða kynningar að ræða og voru það starfsmenn frá skrifstofu kínverska skipafélagsins í Finnlandi sem óskuðu eftir kynningu á Finnafjarðarverkefninu.Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar„Þeir höfðu séð úti í Kína kynningu á verkefninu og áttu leið hingað til lands og óskuðu eftir fundi. Það eru engir aðrir fundir fyrirhugaðir og maður veit svo sem ekkert hvort það verður eitthvað. Hugmyndin í Finnafirði er góð en er enn einungis hugmynd,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Fundirnir voru haldnir dagana 24. til 26. ágúst og þá bæði í innanríkisráðuneytinu og hjá Íslandsstofu. Þeir voru skipulagðir af EFLU verkfræðistofu og segir í fundargerð sveitarstjórnar Langanesbyggðar að þeir hafi verið áhugaverðir og gengið vel. Viljayfirlýsing um áframhaldandi samstarf um uppbyggingu hafnarinnar var undirrituð í maí 2016 af fulltrúum íslenskra stjórnvalda, Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, EFLU og þýska fyrirtækisins Bremenport. Samstarfssamningur um verkefnið hafði þá verið undirritaður tveimur árum áður. Hugmyndin er sú að Bremenport leiði fjármögnun framkvæmda og öflun verkefna fyrir væntanlega höfn og að framkvæmdir hefjist eftir þrjú til fimm ár. „Það er búið að ráðast í jarðvegsrannsóknir í firðinum og á gróðri og dýralífi. Síðan var skrifað undir viljayfirlýsinguna árið 2016 og verkefnið er í raun statt þar ennþá. Svo er verið að kynna þetta á ráðstefnum um allan heim en sveitarfélagið á enga aðkomu að því,“ segir Elías. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fyrsti áfangi í Finnafirði myndi kosta 18 milljarða Verði umskipunarhöfn byggð upp í Finnafirði nemur heildarfjárfestingin tugum milljarða. Þýska fyrirtækið Bremenport ætlar að verja um 450 milljónum í rannsóknir á næstu þremur árum. Viðlegukantar hafnarinnar yrðu 3 til 5 kílómetrar. 11. nóvember 2013 07:00 Stilla ríkinu upp við vegg Áframhald uppbyggingar stórskipahafnar þýska fyrirtækisins Bremenports er nú sagt háð peningaframlagi úr ríkissjóði. 20. maí 2017 07:00 Höfn í Finnafirði enn á borðinu Bremenports heldur áfram athugunum vegna stórskipahafnar við Langanes. 20. maí 2015 07:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Starfsmenn Cosco Shipping, þriðja stærsta skipafélags heims, funduðu í lok ágúst með sveitarstjóra Langanesbyggðar, starfsmönnum verkfræðistofunnar EFLU og fulltrúum innanríkisráðuneytisins, og fengu kynningu á áformum um stórskipa- og olíuþjónustuhöfn í Finnafirði. Alls var um þrjá fundi eða kynningar að ræða og voru það starfsmenn frá skrifstofu kínverska skipafélagsins í Finnlandi sem óskuðu eftir kynningu á Finnafjarðarverkefninu.Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar„Þeir höfðu séð úti í Kína kynningu á verkefninu og áttu leið hingað til lands og óskuðu eftir fundi. Það eru engir aðrir fundir fyrirhugaðir og maður veit svo sem ekkert hvort það verður eitthvað. Hugmyndin í Finnafirði er góð en er enn einungis hugmynd,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Fundirnir voru haldnir dagana 24. til 26. ágúst og þá bæði í innanríkisráðuneytinu og hjá Íslandsstofu. Þeir voru skipulagðir af EFLU verkfræðistofu og segir í fundargerð sveitarstjórnar Langanesbyggðar að þeir hafi verið áhugaverðir og gengið vel. Viljayfirlýsing um áframhaldandi samstarf um uppbyggingu hafnarinnar var undirrituð í maí 2016 af fulltrúum íslenskra stjórnvalda, Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, EFLU og þýska fyrirtækisins Bremenport. Samstarfssamningur um verkefnið hafði þá verið undirritaður tveimur árum áður. Hugmyndin er sú að Bremenport leiði fjármögnun framkvæmda og öflun verkefna fyrir væntanlega höfn og að framkvæmdir hefjist eftir þrjú til fimm ár. „Það er búið að ráðast í jarðvegsrannsóknir í firðinum og á gróðri og dýralífi. Síðan var skrifað undir viljayfirlýsinguna árið 2016 og verkefnið er í raun statt þar ennþá. Svo er verið að kynna þetta á ráðstefnum um allan heim en sveitarfélagið á enga aðkomu að því,“ segir Elías.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fyrsti áfangi í Finnafirði myndi kosta 18 milljarða Verði umskipunarhöfn byggð upp í Finnafirði nemur heildarfjárfestingin tugum milljarða. Þýska fyrirtækið Bremenport ætlar að verja um 450 milljónum í rannsóknir á næstu þremur árum. Viðlegukantar hafnarinnar yrðu 3 til 5 kílómetrar. 11. nóvember 2013 07:00 Stilla ríkinu upp við vegg Áframhald uppbyggingar stórskipahafnar þýska fyrirtækisins Bremenports er nú sagt háð peningaframlagi úr ríkissjóði. 20. maí 2017 07:00 Höfn í Finnafirði enn á borðinu Bremenports heldur áfram athugunum vegna stórskipahafnar við Langanes. 20. maí 2015 07:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Fyrsti áfangi í Finnafirði myndi kosta 18 milljarða Verði umskipunarhöfn byggð upp í Finnafirði nemur heildarfjárfestingin tugum milljarða. Þýska fyrirtækið Bremenport ætlar að verja um 450 milljónum í rannsóknir á næstu þremur árum. Viðlegukantar hafnarinnar yrðu 3 til 5 kílómetrar. 11. nóvember 2013 07:00
Stilla ríkinu upp við vegg Áframhald uppbyggingar stórskipahafnar þýska fyrirtækisins Bremenports er nú sagt háð peningaframlagi úr ríkissjóði. 20. maí 2017 07:00
Höfn í Finnafirði enn á borðinu Bremenports heldur áfram athugunum vegna stórskipahafnar við Langanes. 20. maí 2015 07:00