Útiloka ekki notkun kjarnavopna gegn Norður-Kóreu Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2017 06:43 Shinzo Abe og Donald Trump ræddu saman í síma í gærkvöldi. Vísir/AFP Bandaríkin útiloka ekki neitt þegar kemur að viðbrögðum við vetnissprengjutilraun Norður-Kóreu um helgina. Notkun kjarnavopna er því fyllilega ennþá inni í myndinni. Þetta er meðal þess sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ræddu í símtali í gærkvöldi. Hvíta húsið birti útprent af símtalinu en þar kemur fram að Trump hafi lýst því að Bandaríkin væru staðráðin í að vernda bandamenn sína í heimshlutanum frá hvers kyns ógn. Myndu þau gera það með öllum þeim úrræðum sem þau byggju yfir; jafnt viðskiptaþvingunum, hefðbundnari leiðum sem og með notkun kjarnavopna. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, tók þó ekki jafn djúpt í árinni í nótt. Hann sagði að frekari ögrunum Norður-Kóreu yrði svarað með „umfangsmiklum hernaðaraðgerðum“ - en þó væri gjöreyðing ríkisins ekki uppi á borðum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman í dag til að ræða nýjustu flugskeytatilraunir Norður-Kóreu. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt tilraunirnar, þar á meðal yfirvöld í Suður-Kóreu, Kína og Bandaríkjunum. Þá var því haldið fram í suður-kóreskum miðlum nú í morgun að her landsins væri fullviss um að nágrannar þeirra í norðri undirbyggju nú annað flugskeyti. Það er talið vera langdræg flaug með fluggetu upp á þúsundir kílómetra. Suður-kóreski herinn hóf eldflaugaæfingu snemma á mánudagsmorgun að staðartíma þar sem meðal annars var sett á svið árás á stærsta kjarnaofn Norður-Kóreu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00 Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Bandaríkjaforseti segir hegðun einræðisríkisins fjandsamlega og Kína til skammar. 3. september 2017 12:14 Ógninni verði svarað með umfangsmiklum hernaðaraðgerðum James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag og sagði Bandaríkin hafa alla burði til að verja sig og bandamenn sína. 3. september 2017 20:17 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Bandaríkin útiloka ekki neitt þegar kemur að viðbrögðum við vetnissprengjutilraun Norður-Kóreu um helgina. Notkun kjarnavopna er því fyllilega ennþá inni í myndinni. Þetta er meðal þess sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ræddu í símtali í gærkvöldi. Hvíta húsið birti útprent af símtalinu en þar kemur fram að Trump hafi lýst því að Bandaríkin væru staðráðin í að vernda bandamenn sína í heimshlutanum frá hvers kyns ógn. Myndu þau gera það með öllum þeim úrræðum sem þau byggju yfir; jafnt viðskiptaþvingunum, hefðbundnari leiðum sem og með notkun kjarnavopna. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, tók þó ekki jafn djúpt í árinni í nótt. Hann sagði að frekari ögrunum Norður-Kóreu yrði svarað með „umfangsmiklum hernaðaraðgerðum“ - en þó væri gjöreyðing ríkisins ekki uppi á borðum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman í dag til að ræða nýjustu flugskeytatilraunir Norður-Kóreu. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt tilraunirnar, þar á meðal yfirvöld í Suður-Kóreu, Kína og Bandaríkjunum. Þá var því haldið fram í suður-kóreskum miðlum nú í morgun að her landsins væri fullviss um að nágrannar þeirra í norðri undirbyggju nú annað flugskeyti. Það er talið vera langdræg flaug með fluggetu upp á þúsundir kílómetra. Suður-kóreski herinn hóf eldflaugaæfingu snemma á mánudagsmorgun að staðartíma þar sem meðal annars var sett á svið árás á stærsta kjarnaofn Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00 Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Bandaríkjaforseti segir hegðun einræðisríkisins fjandsamlega og Kína til skammar. 3. september 2017 12:14 Ógninni verði svarað með umfangsmiklum hernaðaraðgerðum James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag og sagði Bandaríkin hafa alla burði til að verja sig og bandamenn sína. 3. september 2017 20:17 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00
Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Bandaríkjaforseti segir hegðun einræðisríkisins fjandsamlega og Kína til skammar. 3. september 2017 12:14
Ógninni verði svarað með umfangsmiklum hernaðaraðgerðum James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag og sagði Bandaríkin hafa alla burði til að verja sig og bandamenn sína. 3. september 2017 20:17