Fundu óvænt 75 gráða heitt vatn í Áshildarmýri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. september 2017 21:16 Sumarbústaðaeigendur í Áshildarmýri á Skeiðum duttu heldur betur í lukkupottinn þegar þeir létu bora eftir heitu vatn því þar fannst 75 gráðu heitt vatn mjög óvænt. Ástæðan er sú að svæðið hefur verið skilgreint sem kalt svæði. Bormenn frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða fundu heita vatnið með því að bora á réttum stað og finna réttu heitavatnssprunguna í landi Áshildarmýrar í Skeiða og Gnúpverjahreppi. „Vatnið er að koma inn eftir 500 metra og þetta er bara yndislegt. Að vera að vinna fyrir þetta fólk hérna er bara frábært, þannig að þetta hefur lukkast vel,“ segir Steinar Már Þórisson, borstjóri við Áshildarmýri.En hefur fundist heitt vatn áður á svæðinu?„Nei, hér hefur ekki verið heitt vatn áður. Það er önnu rhola hérna aðeins ofar í sveitinni og hún gaf ekkert en er borið niður í 1000, 1100 metra,“ segir Steinar Már og lætur afar vel af verkefninu.Komin með nóg vatn til að hita sýsluna Hynur Árnason og Sigríður Jóna Friðriksdóttir eiga 100 hektara land í Áshildarmýri þar sem þau eru með sumarbústað og selja sumarbústaðalóðir. Þau létu bora eftir vatninu. „Við fórum niður í 705 metra og fengum þá á milli 75 og 80 gráðu heitt vatn, sem er sjálfrennandi upp á 1,6 sekúndulítra,“ segir Hlynur Árnason, eigandi Áshildarmýrar. Rúnar Lárusson, sumarbústaðaeigandi í Áshildarmýri, segir heitavatnsfundinn gleðilegan fyrir sumarbústaðaeigendur á svæðinu. „Undanfarin ár höfum við kynt húsin okkar með rafmagni. Þetta er ástæðan fyrir því að við fórum að bora, að losna við þessa dýru kyndingu. Nú erum við komin með nóg vatn til að hita sýsluna liggur við, þetta er náttúrulega bara happdrætti.“ Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Sumarbústaðaeigendur í Áshildarmýri á Skeiðum duttu heldur betur í lukkupottinn þegar þeir létu bora eftir heitu vatn því þar fannst 75 gráðu heitt vatn mjög óvænt. Ástæðan er sú að svæðið hefur verið skilgreint sem kalt svæði. Bormenn frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða fundu heita vatnið með því að bora á réttum stað og finna réttu heitavatnssprunguna í landi Áshildarmýrar í Skeiða og Gnúpverjahreppi. „Vatnið er að koma inn eftir 500 metra og þetta er bara yndislegt. Að vera að vinna fyrir þetta fólk hérna er bara frábært, þannig að þetta hefur lukkast vel,“ segir Steinar Már Þórisson, borstjóri við Áshildarmýri.En hefur fundist heitt vatn áður á svæðinu?„Nei, hér hefur ekki verið heitt vatn áður. Það er önnu rhola hérna aðeins ofar í sveitinni og hún gaf ekkert en er borið niður í 1000, 1100 metra,“ segir Steinar Már og lætur afar vel af verkefninu.Komin með nóg vatn til að hita sýsluna Hynur Árnason og Sigríður Jóna Friðriksdóttir eiga 100 hektara land í Áshildarmýri þar sem þau eru með sumarbústað og selja sumarbústaðalóðir. Þau létu bora eftir vatninu. „Við fórum niður í 705 metra og fengum þá á milli 75 og 80 gráðu heitt vatn, sem er sjálfrennandi upp á 1,6 sekúndulítra,“ segir Hlynur Árnason, eigandi Áshildarmýrar. Rúnar Lárusson, sumarbústaðaeigandi í Áshildarmýri, segir heitavatnsfundinn gleðilegan fyrir sumarbústaðaeigendur á svæðinu. „Undanfarin ár höfum við kynt húsin okkar með rafmagni. Þetta er ástæðan fyrir því að við fórum að bora, að losna við þessa dýru kyndingu. Nú erum við komin með nóg vatn til að hita sýsluna liggur við, þetta er náttúrulega bara happdrætti.“
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira