Fjórum bjargað úr Krossá: „Á endanum verður mjög stórt slys“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2017 20:30 Fjórir voru í bílnum sem festist í ánni en öllum var komið á land heilu og höldnu. Skjáskot Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar illa búinn bíll með fjóra farþega innanborðs festist í Krossá í dag. Leiðsögumaður, sem staddur var við ána í dag og tók þátt í björgunaraðgerðum, segir atvikið hluta af stóru vandamáli á fjallvegum landsins sem bílaleigur þurfi að taka harðar á. Þá segir hann aðeins tímaspursmál að alvarlegt slys verði við sambærilegar aðstæður.Gísli Magnús Garðarsson leiðsögumaður.Gísli Magnús GarðarssonGerðu allt vitlaust sem hægt var að gera vitlaust Gísli Magnús Garðarsson starfar sem leiðsögumaður á svæðinu. Hann birti myndband á Facebook-síðu sinni í dag af því þegar fjórum farþegum bíls, sem keyrt hafði verið út í Krossá, var bjargað. Um var að ræða vaðið yfir ána sem leiðir að Húsadal. „Þetta var hópur af fjórum ferðamönnum sem voru á leiðinni inn í Húsadal. Þau fóru ofan í ána á kolvitlausum stað á bíl sem átti ekki að fara ofan í ána,“ segir Gísli Magnús í samtali við Vísi. „Svo gerðu þau allt vitlaust sem þau gátu gert þarna ofan í ánni, þau beygðu upp á móti straumnum og straumurinn fer inn í vél og drepur á bílnum. Svo tekur straumurinn þau niður og bíllinn sekkur.“Flaut niður ána áður en honum var bjargað Gísli Magnús notar fjallajeppa við vinnu sína og stýrir jeppaferðum um svæðið. Hann var sjálfur að fara með hóp af fólki í eina slíka ferð þegar hann kom að fólkinu sem lent hafði í ógöngum í ánni. Hann segir fólkið hafa verið fjölskyldu, að öllum líkindum frá Póllandi. „Þá er trukkur á leiðinni en við bíðum þarna með þeim. Einn úr bílnum kemst í land, hann flaut reyndar alveg vel niður áður en ég náði að bjarga honum upp úr.“ Fólkinu var að lokum öllu bjargað á land og varð ekki meint af þó því hafi vissulega verið kalt. „Þau hlógu nú eiginlega bara að þessu, en voru auðvitað aðeins skelkuð þarna fyrst,“ segir Gísli Magnús.Bílaleigur verði að axla ábyrgð Gísli Magnús segir atvikið í dag hluta af stærra vandamáli. Töluvert sé um það að ferðamenn ferðist um fjallvegi og fari yfir ár á illa búnum bílum. „Leiðin inn í Þórsmörk er full af bílaleigubílum sem æða út í allt. Það skipir ekki máli hvort það sé Yaris eða stór, breyttur bíll. Svo fara þau bara í gegn og svo sér maður þegar maður kemur til baka að það eru bílar hér og þar, annað hvort með sprungin dekk eða hreinlega ónýtir.“Bíllinn var að lokum togaður upp úr ánni og á land.SkjáskotGísli Magnús segir enn fremur að ábyrgðin liggi að stórum hluta hjá bílaleigunum. „Persónulega finnst mér að bílaleigurnar eigi að taka harðar á þessu,“ segir Gísli Magnús sem veit þó ekki hvort bíll fólksins í dag hafi verið bílaleigubíll. „Þegar fólkið æðir svona út í ána, sérstaklega á bíl eins og þessum sem er algjör drusla, þá endar þetta illa. Á endanum verður mjög stórt slys.“Hér að neðan má sjá myndband Gísla Magnúsar af björgunaraðgerðum við Krossá í dag. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira
Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar illa búinn bíll með fjóra farþega innanborðs festist í Krossá í dag. Leiðsögumaður, sem staddur var við ána í dag og tók þátt í björgunaraðgerðum, segir atvikið hluta af stóru vandamáli á fjallvegum landsins sem bílaleigur þurfi að taka harðar á. Þá segir hann aðeins tímaspursmál að alvarlegt slys verði við sambærilegar aðstæður.Gísli Magnús Garðarsson leiðsögumaður.Gísli Magnús GarðarssonGerðu allt vitlaust sem hægt var að gera vitlaust Gísli Magnús Garðarsson starfar sem leiðsögumaður á svæðinu. Hann birti myndband á Facebook-síðu sinni í dag af því þegar fjórum farþegum bíls, sem keyrt hafði verið út í Krossá, var bjargað. Um var að ræða vaðið yfir ána sem leiðir að Húsadal. „Þetta var hópur af fjórum ferðamönnum sem voru á leiðinni inn í Húsadal. Þau fóru ofan í ána á kolvitlausum stað á bíl sem átti ekki að fara ofan í ána,“ segir Gísli Magnús í samtali við Vísi. „Svo gerðu þau allt vitlaust sem þau gátu gert þarna ofan í ánni, þau beygðu upp á móti straumnum og straumurinn fer inn í vél og drepur á bílnum. Svo tekur straumurinn þau niður og bíllinn sekkur.“Flaut niður ána áður en honum var bjargað Gísli Magnús notar fjallajeppa við vinnu sína og stýrir jeppaferðum um svæðið. Hann var sjálfur að fara með hóp af fólki í eina slíka ferð þegar hann kom að fólkinu sem lent hafði í ógöngum í ánni. Hann segir fólkið hafa verið fjölskyldu, að öllum líkindum frá Póllandi. „Þá er trukkur á leiðinni en við bíðum þarna með þeim. Einn úr bílnum kemst í land, hann flaut reyndar alveg vel niður áður en ég náði að bjarga honum upp úr.“ Fólkinu var að lokum öllu bjargað á land og varð ekki meint af þó því hafi vissulega verið kalt. „Þau hlógu nú eiginlega bara að þessu, en voru auðvitað aðeins skelkuð þarna fyrst,“ segir Gísli Magnús.Bílaleigur verði að axla ábyrgð Gísli Magnús segir atvikið í dag hluta af stærra vandamáli. Töluvert sé um það að ferðamenn ferðist um fjallvegi og fari yfir ár á illa búnum bílum. „Leiðin inn í Þórsmörk er full af bílaleigubílum sem æða út í allt. Það skipir ekki máli hvort það sé Yaris eða stór, breyttur bíll. Svo fara þau bara í gegn og svo sér maður þegar maður kemur til baka að það eru bílar hér og þar, annað hvort með sprungin dekk eða hreinlega ónýtir.“Bíllinn var að lokum togaður upp úr ánni og á land.SkjáskotGísli Magnús segir enn fremur að ábyrgðin liggi að stórum hluta hjá bílaleigunum. „Persónulega finnst mér að bílaleigurnar eigi að taka harðar á þessu,“ segir Gísli Magnús sem veit þó ekki hvort bíll fólksins í dag hafi verið bílaleigubíll. „Þegar fólkið æðir svona út í ána, sérstaklega á bíl eins og þessum sem er algjör drusla, þá endar þetta illa. Á endanum verður mjög stórt slys.“Hér að neðan má sjá myndband Gísla Magnúsar af björgunaraðgerðum við Krossá í dag.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira