Fullveldið í orðum, myndum og athöfnum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. september 2017 10:30 Darri Lorenzen myndlistarmaður og Sara Öldudóttir sýningarstjóri utan við Gerðarsafn í Kópavogi Visir/Vilhelm Hátíðin í ár samanstendur af fastri sýningu út mánuðinn og lifandi dagskrá í Gerðarsafni sem stendur í þrjár vikur. Í dag verður hér fjölskylduhátíð með skákmóti, dansi og pylsupartíi,“ segir Sara Öldudóttir sem er sýningarstjóri listahátíðarinnar Cycle í Kópavogi, ásamt Guðnýju Þóru Guðmundsdóttur. Yfirskrift hátíðarinnar er Fullvalda | Nýlenda í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands á næsta ári en miðast við Grænland, Færeyjar og Ísland og tengsl þeirra við Danmörku í nútíð og fortíð. „Við nálgumst efnið eftir mörgum leiðum í því augnamiði að örva samskiptin milli lista, fræða og samfélags og styrkja vestnorræn menningartengsl,“ tekur Sara fram. Fyrst minnist Sara á nokkur verkanna sem verða til sýnis í Gerðarsafni. Eitt þeirra nefnist Stjórnarskrá er ferli og er eftir listamennina Libiu Castro og Ólaf Ólafsson. Þar verða handrit að fimm íslenskum stjórnarskrám til sýnis opinberlega í fyrsta skipti. „Við erum með nýtt verk eftir Darra Lorenzen og eldra verk eftir Ragnar Kjartansson. Svartigaldur í hvíta húsinu er verk eftir dönsku listakonuna Jeannette Ehlers og einnig er áhrifamikið fánaverk eftir Andrew Ranville sem er byggt á áhugaverðri rannsókn.“ Sara segir líka verða efnt til samtals um fullveldið. „Markmið okkar er að fá alla áhugasama um það málefni til leiks, listafólk, fræðafólk og almenna borgara. Við höfum bæði haft samband við fólk sem hefur verið að fást við þetta málefni á lista- og fræðasviði auk þess sem við auglýstum eftir tillögum frá listafólki og fengum góð viðbrögð. Sumt af því fólki verður inni á gólfi hjá okkur í samræðunni.“ Hundrað ára afmæli fullveldis Íslands á næsta ári er stórt tækifæri til sjálfsskoðunar, rýni og sköpunar að mati Söru og annarra stjórnenda Cycle. „Áherslan verður á hugmyndir um þjóðerni og sjálfsmynd og hvernig þær mótast á sjálfstæðisbaráttutímanum. Líka hvernig þær hugmyndir hafa þróast hér á Íslandi, hverjar hefur verið haldið í og hversu vel þær falla að nútímasamfélaginu,“ segir Sara og heldur áfram: „Þar að auki er okkur mikilvægt að tengja umræðuna við Grænland og Færeyjar út frá sameiginlegri sögu, þó að hin löndin séu á allt öðrum tímapunkti í sínu sjálfstæðisferli. Það býður upp á spennandi samræðufleti.“ Sara segir bæði tónlistarmenn og rannsakendur frá Færeyjum, Grænlandi og Danmörku verða virka þátttakendur í hátíðinni í Gerðarsafni. „Við lítum á þetta sem upphafspunkt og viljum rækta frá þessum vettvangi samstarf sem við ætlum að leiða áfram,“ segir hún. Nú langar mig að vita eitthvað um Söru sjálfa. „Minn bakgrunnur er í félagsvísindum. Ég hef stundað nám og rannsóknir við Háskóla Íslands og í Bretlandi á sviði mannfræði, stjórnmála alþjóðahagkerfisins og félagsfræði en þetta er fyrsta listverkefnið mitt. Guðný Þóra stofnaði Cycle ásamt Tinnu Þorsteinsdóttur og Fjólu Dögg Sverrisdóttur en ég gekk til liðs við verkefnið í upphafi þessa árs,“ tekur hún fram og vísar til þess að þetta er þriðja Cycle hátíðin á jafn mörgum árum. „Stundum finnst mér fólk vera einangrað á sínum vettvangi en ég hef mikinn áhuga á þverfaglegri nálgun og samræðu milli mismunandi þekkingarheima. Ég hef líka sterka trú á því að listræn aðferð geti haft mikið að segja í samfélaginu,“ segir Sara og bendir á að dagskrá hátíðarinnar sé á ww.cycle.isGreinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. september. Menning Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Hátíðin í ár samanstendur af fastri sýningu út mánuðinn og lifandi dagskrá í Gerðarsafni sem stendur í þrjár vikur. Í dag verður hér fjölskylduhátíð með skákmóti, dansi og pylsupartíi,“ segir Sara Öldudóttir sem er sýningarstjóri listahátíðarinnar Cycle í Kópavogi, ásamt Guðnýju Þóru Guðmundsdóttur. Yfirskrift hátíðarinnar er Fullvalda | Nýlenda í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands á næsta ári en miðast við Grænland, Færeyjar og Ísland og tengsl þeirra við Danmörku í nútíð og fortíð. „Við nálgumst efnið eftir mörgum leiðum í því augnamiði að örva samskiptin milli lista, fræða og samfélags og styrkja vestnorræn menningartengsl,“ tekur Sara fram. Fyrst minnist Sara á nokkur verkanna sem verða til sýnis í Gerðarsafni. Eitt þeirra nefnist Stjórnarskrá er ferli og er eftir listamennina Libiu Castro og Ólaf Ólafsson. Þar verða handrit að fimm íslenskum stjórnarskrám til sýnis opinberlega í fyrsta skipti. „Við erum með nýtt verk eftir Darra Lorenzen og eldra verk eftir Ragnar Kjartansson. Svartigaldur í hvíta húsinu er verk eftir dönsku listakonuna Jeannette Ehlers og einnig er áhrifamikið fánaverk eftir Andrew Ranville sem er byggt á áhugaverðri rannsókn.“ Sara segir líka verða efnt til samtals um fullveldið. „Markmið okkar er að fá alla áhugasama um það málefni til leiks, listafólk, fræðafólk og almenna borgara. Við höfum bæði haft samband við fólk sem hefur verið að fást við þetta málefni á lista- og fræðasviði auk þess sem við auglýstum eftir tillögum frá listafólki og fengum góð viðbrögð. Sumt af því fólki verður inni á gólfi hjá okkur í samræðunni.“ Hundrað ára afmæli fullveldis Íslands á næsta ári er stórt tækifæri til sjálfsskoðunar, rýni og sköpunar að mati Söru og annarra stjórnenda Cycle. „Áherslan verður á hugmyndir um þjóðerni og sjálfsmynd og hvernig þær mótast á sjálfstæðisbaráttutímanum. Líka hvernig þær hugmyndir hafa þróast hér á Íslandi, hverjar hefur verið haldið í og hversu vel þær falla að nútímasamfélaginu,“ segir Sara og heldur áfram: „Þar að auki er okkur mikilvægt að tengja umræðuna við Grænland og Færeyjar út frá sameiginlegri sögu, þó að hin löndin séu á allt öðrum tímapunkti í sínu sjálfstæðisferli. Það býður upp á spennandi samræðufleti.“ Sara segir bæði tónlistarmenn og rannsakendur frá Færeyjum, Grænlandi og Danmörku verða virka þátttakendur í hátíðinni í Gerðarsafni. „Við lítum á þetta sem upphafspunkt og viljum rækta frá þessum vettvangi samstarf sem við ætlum að leiða áfram,“ segir hún. Nú langar mig að vita eitthvað um Söru sjálfa. „Minn bakgrunnur er í félagsvísindum. Ég hef stundað nám og rannsóknir við Háskóla Íslands og í Bretlandi á sviði mannfræði, stjórnmála alþjóðahagkerfisins og félagsfræði en þetta er fyrsta listverkefnið mitt. Guðný Þóra stofnaði Cycle ásamt Tinnu Þorsteinsdóttur og Fjólu Dögg Sverrisdóttur en ég gekk til liðs við verkefnið í upphafi þessa árs,“ tekur hún fram og vísar til þess að þetta er þriðja Cycle hátíðin á jafn mörgum árum. „Stundum finnst mér fólk vera einangrað á sínum vettvangi en ég hef mikinn áhuga á þverfaglegri nálgun og samræðu milli mismunandi þekkingarheima. Ég hef líka sterka trú á því að listræn aðferð geti haft mikið að segja í samfélaginu,“ segir Sara og bendir á að dagskrá hátíðarinnar sé á ww.cycle.isGreinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. september.
Menning Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira