Raforkugeymslur geta hraðað þróun netkerfis hraðhleðslustöðva í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 5. september 2017 14:00 Aðferð Connected Energy er afar hagkvæm með hliðsjón af hratt vaxandi þörf fyrir fleiri hraðhleðslustöðvar. Breska fyrirtækið Connected Energy hefur í samstarfi við Renault látið setja upp tvær raforkugeymslustöðvar, E-STOR, fyrir rafbíla við evrópskar hraðbrautir. Stöðvarnar sem staðsettar eru við hraðbraut í Belgíu og Þýskalandi eru þær fyrstu sinnar tegundar. Tækni Connected Energy felst í því að mörgum öflugum rafhlöðum af nýjustu kynslóð frá Renault er komið fyrir í gámi, þar sem þær eru hlaðnar við lágan rafstraum. Hlöðurnar geyma raforkuna sem síðan er veitt inn á hraðhleðslustöð fyrir utan gáminn þegar rafmagnsbíll kemur til að fá raforku. Að sögn Matthew Lumsden, framkvæmdastjóra Connected Energy er þetta ódýrari aðferð heldur en ef hraðhleðslustöðvarnar væru tengdar við t.d. þriggja fasa tengingu frá almenna raforkukerfinu. Aðferð Connected Energy er því afar hagkvæm með hliðsjón af hratt vaxandi þörf fyrir fleiri hraðhleðslustöðvar samfara fjölgun slíkra bíla í umferðinni. Segir Lumsden að hann vonist til þess að aðferð fyrirtækisins verði til þess að unnt verði að þróa netkerfi hraðhleðslustöðva hraðar en nú er raunin. Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent
Breska fyrirtækið Connected Energy hefur í samstarfi við Renault látið setja upp tvær raforkugeymslustöðvar, E-STOR, fyrir rafbíla við evrópskar hraðbrautir. Stöðvarnar sem staðsettar eru við hraðbraut í Belgíu og Þýskalandi eru þær fyrstu sinnar tegundar. Tækni Connected Energy felst í því að mörgum öflugum rafhlöðum af nýjustu kynslóð frá Renault er komið fyrir í gámi, þar sem þær eru hlaðnar við lágan rafstraum. Hlöðurnar geyma raforkuna sem síðan er veitt inn á hraðhleðslustöð fyrir utan gáminn þegar rafmagnsbíll kemur til að fá raforku. Að sögn Matthew Lumsden, framkvæmdastjóra Connected Energy er þetta ódýrari aðferð heldur en ef hraðhleðslustöðvarnar væru tengdar við t.d. þriggja fasa tengingu frá almenna raforkukerfinu. Aðferð Connected Energy er því afar hagkvæm með hliðsjón af hratt vaxandi þörf fyrir fleiri hraðhleðslustöðvar samfara fjölgun slíkra bíla í umferðinni. Segir Lumsden að hann vonist til þess að aðferð fyrirtækisins verði til þess að unnt verði að þróa netkerfi hraðhleðslustöðva hraðar en nú er raunin.
Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent