Segir húsbílaferðamenn eyða meiru og dvelja lengur en aðrir ferðamenn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. september 2017 10:44 Umræðu um ferðavenjur þeirra sem ferðast um á svokölluðum "campers" bílum skýtur reglulega upp kollinum. Ferðamenn sem ferðast um Ísland á húsbílum eða svokölluðum „campers“ greiða hærri skatta og skilja eftir sig meira í tekjum við kaup á mat eða þjónustu en aðrir ferðamenn að mati Steinar Lárs, forsvarsmanns Kúkú Campers. Þetta kemur fram í grein sem Steinar skrifaði í Fréttablaðið í gær sem ber yfirskriftina „Húsbílar frá helvíti?“. Þar bendir hann á að viðskiptavinir húsbílaleiga séu um fjögur prósent af heildarfjölda ferðamanna sem áætlað er að komi hingað til lands á árinu. Segir hann að meðalleigutími þeirra sem leigi bílaleigubíl sé 3,7 dagar en þeir sem taki húsbíl á leigu dvelji hér að meðaltali í 7,7 daga að meðaltali. Þá bendir Steinar á að virðisaukaskattur á húsbílaleigur sé 24 prósent, en sami skattur á önnur gistiúrræði sé ellefu prósent. Umræða um húsbílaleigur og þá ferðamenn sem nýta sér húsbílana hefur skotið upp í fjölmiðlum reglulega undanfarin ár. Hafa margir gagnrýnt markaðssetningu þessara fyrirtækja og bent á þá upplifun sína að ferðamenn sem taki húsbíla á leigu eigi það til að koma sér hjá því að gista á viðurkenndum gististöðum. Athygli vakti til að mynda á síðasta ári þegar ferðaþjónustuaðilar á Egilsstöðum létu framleiða dreifimiða ætluðum húsbílaferðamönnum þar sem sérstök athygli var vakin á því að ekki væri í lagi að stoppa hvar sem er og gista.Margir ferðamenn velja að ferðast um landið á sendiferðabílum.V'isir/VilhelmTekjurnar nægar til að reka vegakerfið Í grein sinni segir Steinar Lár að miðað umfjöllun íslenskra fjölmiðla um húsbíla á undanförnum ára mætti ætla að þessir ferðamenn valdi miklum usla í íslensku samfélagi, sú sé hins vegar ekki raunin. „Þeir ferðamenn sem ferðast og dvelja í húsbílum dreifast um landið allt og skapa því minni hættu á að viðkvæm svæði verði undir átroðningi og skemmdum. Með góðri dreifingu ferðamanna dreifast einnig mikilvægar tekjur til fáfarinna viðkomustaða sem bjóða ekki upp á aðra gistimöguleika,“ skrifar Steinar Lár. Þá bendir hann á að húsbílaleiga sé dýr ferðamáti fyrir ferðamenn, dýrari en að taka hefðbundin bíl á leigu, auk þess sem að umsagnir erlendra ferðamanna á netinu gefi til kynna að þeir séu mjög ánægðir með upplifun sína á Íslandi. „Að ofangreindu gefnu má færa fyrir því haldbær rök að ferðamenn sem ferðast á húsbílum séu verðmætir ferðamenn. Þeir dvelji hér lengur og skilji meira eftir sig í tekjum við kaup á mat og þjónustu. Þeir greiða hærri skatta, dreifast betur og eru umfram allt mjög ánægðari með dvöl sína á Íslandi,“ skrifar Steinar Lár. Segir hann að áætlað sé að heildartekjur húsbílaleigna á ársgrundvelli á Íslandi séu um fimm milljarðar króna í hreinum gjaldeyri á líðandi ári. Bendir hann á í samanburði að heildarframlag ríkisins til Vegagerðarinnar séu 5,9 milljarðar.„Gætu því þessi 4% ferðamanna sem sækja Ísland heim og nýta sér þennan ferðamáta t.a.m. rekið vegakerfið okkar nánast í heild sinni. Því er óhætt að segja að þessi starfsemi og þær tekjur sem henni fylgja séu samfélaginu okkar mikilvægar.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Ferðamenn á vegum Kúkú vildu veiða sér í soðið í Langá. 11. maí 2016 11:40 Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferð Hótelstjóri á Mývatni og framkvæmdastjóri Kúkú Campers eru bæði sammála og ósammála. 30. mars 2016 13:00 Bílaleigubransinn vex landbúnaði yfir höfuð Velta í bílaleigubransanum stefnir í 54 milljarða. 13. júlí 2017 13:23 Húsbílar frá helvíti? Af umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum um húsbíla undanfarin ár mætti ætla að ferðamenn þessir séu að valda miklum usla í íslensku samfélagi. Í því samhengi er vert að skoða nokkrar staðreyndir um þessa tegund ferðamennsku. Af þeim 26.000 bílaleigubifreiðum sem skráðar eru hér á landi eru um 1.200 húsbílar eða um 4,6%. 31. ágúst 2017 07:00 Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48 Egilsstaðabúar langþreyttir á sofandi ferðamönnum: „This is our home“ Egilsstaðabúar geta nú nálgast sérstakan dreifimiða sem setja má á rúður bíla ferðamanna sem leggjast til næturhvílu í bílum sínum hér og þar. 2. júní 2016 13:30 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Ferðamenn sem ferðast um Ísland á húsbílum eða svokölluðum „campers“ greiða hærri skatta og skilja eftir sig meira í tekjum við kaup á mat eða þjónustu en aðrir ferðamenn að mati Steinar Lárs, forsvarsmanns Kúkú Campers. Þetta kemur fram í grein sem Steinar skrifaði í Fréttablaðið í gær sem ber yfirskriftina „Húsbílar frá helvíti?“. Þar bendir hann á að viðskiptavinir húsbílaleiga séu um fjögur prósent af heildarfjölda ferðamanna sem áætlað er að komi hingað til lands á árinu. Segir hann að meðalleigutími þeirra sem leigi bílaleigubíl sé 3,7 dagar en þeir sem taki húsbíl á leigu dvelji hér að meðaltali í 7,7 daga að meðaltali. Þá bendir Steinar á að virðisaukaskattur á húsbílaleigur sé 24 prósent, en sami skattur á önnur gistiúrræði sé ellefu prósent. Umræða um húsbílaleigur og þá ferðamenn sem nýta sér húsbílana hefur skotið upp í fjölmiðlum reglulega undanfarin ár. Hafa margir gagnrýnt markaðssetningu þessara fyrirtækja og bent á þá upplifun sína að ferðamenn sem taki húsbíla á leigu eigi það til að koma sér hjá því að gista á viðurkenndum gististöðum. Athygli vakti til að mynda á síðasta ári þegar ferðaþjónustuaðilar á Egilsstöðum létu framleiða dreifimiða ætluðum húsbílaferðamönnum þar sem sérstök athygli var vakin á því að ekki væri í lagi að stoppa hvar sem er og gista.Margir ferðamenn velja að ferðast um landið á sendiferðabílum.V'isir/VilhelmTekjurnar nægar til að reka vegakerfið Í grein sinni segir Steinar Lár að miðað umfjöllun íslenskra fjölmiðla um húsbíla á undanförnum ára mætti ætla að þessir ferðamenn valdi miklum usla í íslensku samfélagi, sú sé hins vegar ekki raunin. „Þeir ferðamenn sem ferðast og dvelja í húsbílum dreifast um landið allt og skapa því minni hættu á að viðkvæm svæði verði undir átroðningi og skemmdum. Með góðri dreifingu ferðamanna dreifast einnig mikilvægar tekjur til fáfarinna viðkomustaða sem bjóða ekki upp á aðra gistimöguleika,“ skrifar Steinar Lár. Þá bendir hann á að húsbílaleiga sé dýr ferðamáti fyrir ferðamenn, dýrari en að taka hefðbundin bíl á leigu, auk þess sem að umsagnir erlendra ferðamanna á netinu gefi til kynna að þeir séu mjög ánægðir með upplifun sína á Íslandi. „Að ofangreindu gefnu má færa fyrir því haldbær rök að ferðamenn sem ferðast á húsbílum séu verðmætir ferðamenn. Þeir dvelji hér lengur og skilji meira eftir sig í tekjum við kaup á mat og þjónustu. Þeir greiða hærri skatta, dreifast betur og eru umfram allt mjög ánægðari með dvöl sína á Íslandi,“ skrifar Steinar Lár. Segir hann að áætlað sé að heildartekjur húsbílaleigna á ársgrundvelli á Íslandi séu um fimm milljarðar króna í hreinum gjaldeyri á líðandi ári. Bendir hann á í samanburði að heildarframlag ríkisins til Vegagerðarinnar séu 5,9 milljarðar.„Gætu því þessi 4% ferðamanna sem sækja Ísland heim og nýta sér þennan ferðamáta t.a.m. rekið vegakerfið okkar nánast í heild sinni. Því er óhætt að segja að þessi starfsemi og þær tekjur sem henni fylgja séu samfélaginu okkar mikilvægar.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Ferðamenn á vegum Kúkú vildu veiða sér í soðið í Langá. 11. maí 2016 11:40 Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferð Hótelstjóri á Mývatni og framkvæmdastjóri Kúkú Campers eru bæði sammála og ósammála. 30. mars 2016 13:00 Bílaleigubransinn vex landbúnaði yfir höfuð Velta í bílaleigubransanum stefnir í 54 milljarða. 13. júlí 2017 13:23 Húsbílar frá helvíti? Af umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum um húsbíla undanfarin ár mætti ætla að ferðamenn þessir séu að valda miklum usla í íslensku samfélagi. Í því samhengi er vert að skoða nokkrar staðreyndir um þessa tegund ferðamennsku. Af þeim 26.000 bílaleigubifreiðum sem skráðar eru hér á landi eru um 1.200 húsbílar eða um 4,6%. 31. ágúst 2017 07:00 Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48 Egilsstaðabúar langþreyttir á sofandi ferðamönnum: „This is our home“ Egilsstaðabúar geta nú nálgast sérstakan dreifimiða sem setja má á rúður bíla ferðamanna sem leggjast til næturhvílu í bílum sínum hér og þar. 2. júní 2016 13:30 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Ferðamenn á vegum Kúkú vildu veiða sér í soðið í Langá. 11. maí 2016 11:40
Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferð Hótelstjóri á Mývatni og framkvæmdastjóri Kúkú Campers eru bæði sammála og ósammála. 30. mars 2016 13:00
Bílaleigubransinn vex landbúnaði yfir höfuð Velta í bílaleigubransanum stefnir í 54 milljarða. 13. júlí 2017 13:23
Húsbílar frá helvíti? Af umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum um húsbíla undanfarin ár mætti ætla að ferðamenn þessir séu að valda miklum usla í íslensku samfélagi. Í því samhengi er vert að skoða nokkrar staðreyndir um þessa tegund ferðamennsku. Af þeim 26.000 bílaleigubifreiðum sem skráðar eru hér á landi eru um 1.200 húsbílar eða um 4,6%. 31. ágúst 2017 07:00
Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48
Egilsstaðabúar langþreyttir á sofandi ferðamönnum: „This is our home“ Egilsstaðabúar geta nú nálgast sérstakan dreifimiða sem setja má á rúður bíla ferðamanna sem leggjast til næturhvílu í bílum sínum hér og þar. 2. júní 2016 13:30