Fjögur hafa verið ráðin í eignastýringarteymi Íslandssjóða en Íslandssjóðir hafa nú tekið að sér eignastýringu sérgreindra eignasafna fyrir Íslandsbanka.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka.
„Halldóra Skúladóttir veitir forstöðu nýrri einingu innan Íslandssjóða, Eignastýringu, og með henni starfa þrír reyndir sérfræðingar í eignastýringu, Katrín Huld Grétarsdóttir, Kristín Jóna Kristjánsdóttir og Vignir Þór Sverrisson. Meðalstarfsaldur þeirra á fjármálamarkaði er 17 ár.
Eignastýring Íslandssjóða stýrir eignum á öllum helstu verðbréfamörkuðum fyrir hönd viðskiptavina sem gert hafa eignastýringarsamning við Íslandsbanka og VÍB, hvort sem um ræðir einstaklinga, lífeyrissjóði eða aðra fagfjárfesta.
Íslandssjóðir hf. er elsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins, stofnað árið 1994 og er dótturfélag Íslandsbanka. Eignir í stýringu í sjóðum og sérgreindum eignasöfnum nema yfir 200 milljörðum króna og hjá félaginu starfa 19 sérfræðingar í eignastýringu,“ segir í tilkynningunni.
Halldóra, Katrín, Kristín og Vignir til Íslandssjóða
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið



Stytta skammarkrókinn til muna
Neytendur

Gjaldþrota meðhöndlari
Viðskipti innlent

Bobbingastaður í bobba
Viðskipti erlent

Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið
Viðskipti erlent

Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu
Viðskipti innlent

E. coli í frönskum osti
Neytendur

Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann
Viðskipti innlent

Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita
Viðskipti innlent