Guðfinna gerir ekki ráð fyrir nýrri forystu Framsóknarflokksins Jakob Bjarnar skrifar 19. september 2017 11:45 Guðfinna studdi Sigmund Davíð í hörðum kosningaslag þar sem Sigurður Ingi hafði betur. Guðfinna gerir ráð fyrir óbreyttri forystu í komandi alþingiskosningum. Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, hefur ákveðið að söðla um, hverfa úr sveitarstjórnarmálunum og bjóða sig fram í komandi alþingiskosningum. Þetta kom fram í morgun. Vísir ræddi stuttlega við Guðfinnu um stöðu mála, spurði hana hvað hefði orðið til þess að hún tók þessa ákvörðun? „Ég hef alltaf haft áhuga á landsmálum. Á næsta kjörtímabili verður að bæta hag þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu og ég vil leggja mitt af mörkum til þess. Ég tel einnig að reynsla mín og þekking í húsnæðismálum geta nýst á Alþing.“Vísar meintri útlendingaandúð á bug Guðfinna segir að frá því á föstudag hafi margir haft samband og skorað á sig að fara fram. Hún tók ákvörðun um það á sunnudagskvöldið, að láta slag standa. Mjög skammur aðdragandi. „Ég hef alltaf verið mjög pólitísk, var byrjuð að rífast um pólitík 12 ára,“ segir Guðfinna. Mjög skammur aðdragandi var einnig þegar Guðfinna fór fram fyrir Framsóknarflokkinn í borginni í síðustu borgarstjórarkosningum, eða rétt rúmur mánuður. Þá stóð flokkurinn afar höllum fæti í skoðanakönnunum en ný forysta var skipuð og hún, ásamt Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, leiddu flokkinn til kosningasigurs. Margir vilja meina að það hafi þær gert með óprúttnum aðferðum, daðri við útlendingaandúð og andstöðu við byggingu mosku í Reykjavík. Guðfinna hefur ætíð vísað því á bug og sagt að afstaða sín til moskubyggingu sé almenns eðlis, að hún sé mótfallin því að borgin gefi trúarhópum lóðir undir slíkar byggingar. Sama hverjir þeir hópar eru.Segir flokkinn mæta samstiga til kosninga Staða Framsóknarflokksins er forvitnileg. Ekki er gróið um heilt milli formanns og fyrrverandi formanns, þeirra Sigurðar Inga Jóhannssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem tókust á í harkalegum formannsslag. Og hafa vart ræðst við þó Sigmundur Davíð sé leiðtogi flokksins í Norðurlandi eystra. Mætir flokkurinn ekki daghaltur til kosninga? „Ég myndi ekki segja að flokkurinn sé klofinn. Flokkurinn mun mæta sterkur og samstiga til kosninga. Á fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur í gær var mjög góð stemmning.“Ekki verið rætt að Lilja taki við formennsku Talandi um þann fund, þá virðist hafa verið stemmning fyrir því að Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður, taki við formennsku. Guðfinna segir hins vegar að enginn hafi verið að tala um það. En, er það eitthvað sem kemur til álita í hennar huga? „Ég tel að það sé engin ástæða til þess að skipta um forystu fyrir kosningarnar.“ Guðfinna studdi Sigmund Davíð eindregið í formannsslag en telur þó ekki vert að skipta um forystu fyrir komandi kosningar. „Núna á flokkurinn að einbeita sér að kosningunum og þeim málum sem flokkurinn ætlar sér að berjast fyrir.“Ég skil þig svo að þú teljir að Sigmundur Davíð eigi að una niðurstöðu formannskosninganna? „Ég hef ekki orðið vör við neitt annað en það að flokksmenn séu sammála um að forystan verði óbreytt í kosningunum.“Áhersla lögð á kjör þeirra sem höllustum fæti standa Í nýrri könnun fréttastofu 365, sem birtist í morgun, kemur fram að Framsóknarflokkurinn nýtur rösklega 10 prósenta fylgis. Guðfinna segist hingað til ekki hafa misst svefn yfir skoðanakönnunum. En, hver verður sérstaða Framsóknarflokksins í kosningunum? „Við erum þessa dagana að undirbúa stefnumálin en áhersla verður lögð á að bæta kjör þeirra sem standa höllustum fæti í þjóðfélaginu.“ Guðfinna segir að það muni skýrast á allra næstu dögum hvort hún muni leiða lista á Reykjavík norður, en Framsóknarflokkurinn er ekki með neinn þingmann þar sem stendur. Guðfinna segir auðvitað að stefnt verði að því að breyta því.Óvissa í borginniEn, nú er flokkurinn í uppnámi í borginni, Sveinbjörg búin að segja sig úr flokknum og sveitarstjórnarkosningar á næsta leyti. Hvernig standa þau mál? Er ekki vont að hverfa af þeim vettvangi við slíkan glundroða? „Í borgarmálahópi Framsóknar er 30-40 manns sem er mjög samstæður og góður hópur. Það kemur alltaf maður í manns stað.“ Guðfinna segir að ekki liggi fyrir á þessari stundu hver mun leiða flokkinn í borginni. Kosningar 2017 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, hefur ákveðið að söðla um, hverfa úr sveitarstjórnarmálunum og bjóða sig fram í komandi alþingiskosningum. Þetta kom fram í morgun. Vísir ræddi stuttlega við Guðfinnu um stöðu mála, spurði hana hvað hefði orðið til þess að hún tók þessa ákvörðun? „Ég hef alltaf haft áhuga á landsmálum. Á næsta kjörtímabili verður að bæta hag þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu og ég vil leggja mitt af mörkum til þess. Ég tel einnig að reynsla mín og þekking í húsnæðismálum geta nýst á Alþing.“Vísar meintri útlendingaandúð á bug Guðfinna segir að frá því á föstudag hafi margir haft samband og skorað á sig að fara fram. Hún tók ákvörðun um það á sunnudagskvöldið, að láta slag standa. Mjög skammur aðdragandi. „Ég hef alltaf verið mjög pólitísk, var byrjuð að rífast um pólitík 12 ára,“ segir Guðfinna. Mjög skammur aðdragandi var einnig þegar Guðfinna fór fram fyrir Framsóknarflokkinn í borginni í síðustu borgarstjórarkosningum, eða rétt rúmur mánuður. Þá stóð flokkurinn afar höllum fæti í skoðanakönnunum en ný forysta var skipuð og hún, ásamt Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, leiddu flokkinn til kosningasigurs. Margir vilja meina að það hafi þær gert með óprúttnum aðferðum, daðri við útlendingaandúð og andstöðu við byggingu mosku í Reykjavík. Guðfinna hefur ætíð vísað því á bug og sagt að afstaða sín til moskubyggingu sé almenns eðlis, að hún sé mótfallin því að borgin gefi trúarhópum lóðir undir slíkar byggingar. Sama hverjir þeir hópar eru.Segir flokkinn mæta samstiga til kosninga Staða Framsóknarflokksins er forvitnileg. Ekki er gróið um heilt milli formanns og fyrrverandi formanns, þeirra Sigurðar Inga Jóhannssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem tókust á í harkalegum formannsslag. Og hafa vart ræðst við þó Sigmundur Davíð sé leiðtogi flokksins í Norðurlandi eystra. Mætir flokkurinn ekki daghaltur til kosninga? „Ég myndi ekki segja að flokkurinn sé klofinn. Flokkurinn mun mæta sterkur og samstiga til kosninga. Á fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur í gær var mjög góð stemmning.“Ekki verið rætt að Lilja taki við formennsku Talandi um þann fund, þá virðist hafa verið stemmning fyrir því að Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður, taki við formennsku. Guðfinna segir hins vegar að enginn hafi verið að tala um það. En, er það eitthvað sem kemur til álita í hennar huga? „Ég tel að það sé engin ástæða til þess að skipta um forystu fyrir kosningarnar.“ Guðfinna studdi Sigmund Davíð eindregið í formannsslag en telur þó ekki vert að skipta um forystu fyrir komandi kosningar. „Núna á flokkurinn að einbeita sér að kosningunum og þeim málum sem flokkurinn ætlar sér að berjast fyrir.“Ég skil þig svo að þú teljir að Sigmundur Davíð eigi að una niðurstöðu formannskosninganna? „Ég hef ekki orðið vör við neitt annað en það að flokksmenn séu sammála um að forystan verði óbreytt í kosningunum.“Áhersla lögð á kjör þeirra sem höllustum fæti standa Í nýrri könnun fréttastofu 365, sem birtist í morgun, kemur fram að Framsóknarflokkurinn nýtur rösklega 10 prósenta fylgis. Guðfinna segist hingað til ekki hafa misst svefn yfir skoðanakönnunum. En, hver verður sérstaða Framsóknarflokksins í kosningunum? „Við erum þessa dagana að undirbúa stefnumálin en áhersla verður lögð á að bæta kjör þeirra sem standa höllustum fæti í þjóðfélaginu.“ Guðfinna segir að það muni skýrast á allra næstu dögum hvort hún muni leiða lista á Reykjavík norður, en Framsóknarflokkurinn er ekki með neinn þingmann þar sem stendur. Guðfinna segir auðvitað að stefnt verði að því að breyta því.Óvissa í borginniEn, nú er flokkurinn í uppnámi í borginni, Sveinbjörg búin að segja sig úr flokknum og sveitarstjórnarkosningar á næsta leyti. Hvernig standa þau mál? Er ekki vont að hverfa af þeim vettvangi við slíkan glundroða? „Í borgarmálahópi Framsóknar er 30-40 manns sem er mjög samstæður og góður hópur. Það kemur alltaf maður í manns stað.“ Guðfinna segir að ekki liggi fyrir á þessari stundu hver mun leiða flokkinn í borginni.
Kosningar 2017 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“