Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. september 2017 10:49 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, á fundi nefndarinnar í morgun. vísir/anton brink Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. Frá þessu greindi Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar sem hófst klukkan 10 en umsóknin hafði legið á borði ráðherrans síðan í maí síðastliðnum. Sigríður neitaði að afgreiða umsóknina þar sem hún hafði ýmislegt að athuga við framkvæmd stjórnsýslunnar á því hvernig slíkar umsóknir höfðu verið afgreiddar í áratugi. Í kjölfarið hóf hún á endurskoðun á framkvæmdinni og síðan endurskoðun á lögum um uppreist æru en Sigríður sagði að þessi umsókn, sem nú hefur verið dregin til baka, hefði verið afgreidd í samræmi við þær breytingar sem stendur til að gera. „Í morgun barst erindi inn til ráðuneytisins þar sem þessi einstaklingur afturkallar þessa umsókn þannig að það verður ekki um það að ræða að taka þetta mál fyrir. Það lá þó alveg skýrt fyrir að ég myndi ekki afgreiða þessa umsókn,“ sagði Sigríður á fundi nefndarinnar í morgun. Þetta er í annað skiptið sem ráðherrann ræðir reglur um uppreist æru við stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd en í fyrsta skipti sem hún kemur fyrir opinn fund nefndarinnar. Í lok ágúst kom hún á opinn fund allsherjar- og menntamálanefndar og ræddi uppreist æru og lög og reglur sem um málið gilda. Það má segja að uppreist æra, sem hefur mikið verið í umræðunni undanfarna mánuði, hafi fellt ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, nú í starfsstjórn. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu á fimmtudaginn í liðinni viku og bar fyrir sig trúnaðarbresti sem þau telj Sigríði og Bjarna hafa gerst sek um þegar þau greindu ekki öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni frá því að Benedikt Sveinsso, faðir Bjarna, skrifaði undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru.Fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar er í beinni útsendingu hér á Vísi. Alþingi Uppreist æru Tengdar fréttir Ræða hvort hægt sé að taka uppreist æru Hjalta til baka vegna gruns um skjalafals Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. 19. september 2017 09:00 Bein útsending: Opinn fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um uppreist æru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er gestur fundarins. 19. september 2017 09:53 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. Frá þessu greindi Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar sem hófst klukkan 10 en umsóknin hafði legið á borði ráðherrans síðan í maí síðastliðnum. Sigríður neitaði að afgreiða umsóknina þar sem hún hafði ýmislegt að athuga við framkvæmd stjórnsýslunnar á því hvernig slíkar umsóknir höfðu verið afgreiddar í áratugi. Í kjölfarið hóf hún á endurskoðun á framkvæmdinni og síðan endurskoðun á lögum um uppreist æru en Sigríður sagði að þessi umsókn, sem nú hefur verið dregin til baka, hefði verið afgreidd í samræmi við þær breytingar sem stendur til að gera. „Í morgun barst erindi inn til ráðuneytisins þar sem þessi einstaklingur afturkallar þessa umsókn þannig að það verður ekki um það að ræða að taka þetta mál fyrir. Það lá þó alveg skýrt fyrir að ég myndi ekki afgreiða þessa umsókn,“ sagði Sigríður á fundi nefndarinnar í morgun. Þetta er í annað skiptið sem ráðherrann ræðir reglur um uppreist æru við stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd en í fyrsta skipti sem hún kemur fyrir opinn fund nefndarinnar. Í lok ágúst kom hún á opinn fund allsherjar- og menntamálanefndar og ræddi uppreist æru og lög og reglur sem um málið gilda. Það má segja að uppreist æra, sem hefur mikið verið í umræðunni undanfarna mánuði, hafi fellt ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, nú í starfsstjórn. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu á fimmtudaginn í liðinni viku og bar fyrir sig trúnaðarbresti sem þau telj Sigríði og Bjarna hafa gerst sek um þegar þau greindu ekki öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni frá því að Benedikt Sveinsso, faðir Bjarna, skrifaði undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru.Fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar er í beinni útsendingu hér á Vísi.
Alþingi Uppreist æru Tengdar fréttir Ræða hvort hægt sé að taka uppreist æru Hjalta til baka vegna gruns um skjalafals Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. 19. september 2017 09:00 Bein útsending: Opinn fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um uppreist æru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er gestur fundarins. 19. september 2017 09:53 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Ræða hvort hægt sé að taka uppreist æru Hjalta til baka vegna gruns um skjalafals Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. 19. september 2017 09:00
Bein útsending: Opinn fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um uppreist æru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er gestur fundarins. 19. september 2017 09:53