Ejub: Erfitt fyrir okkur að fá vítaspyrnur Þór Símon Hafþórsson skrifar 18. september 2017 19:52 Ejub Purisevic. vísir/Stefán „Fyrir leik vorum við ekki í góðri stöðu og núna erum við í enn verri,“ sagði Ejub Purisevic, þjálfari Víkings frá Ólafsvík, eftir tapleikinn gegn Reykjavíkur Víkingum. Ólafsvíkingar eru í erfiðri stöðu en liðið er í fallsæti og ekki með örlög sín í sínum höndum en nú þarf liðið að bíða og vona að Fjölnir missi stig í næstu leikjum. Ólafsvíkingar vildu fá vítaspyrnu tvívegis í leiknum og vildi Ejub ekki dæma um hvort rétt hefði verið að sleppa dómunum tveimur en sagði að það hafi reynst erfitt fyrir Ólafsvíkinga að fá vítaspyrnur í sumar. „Vill maður ekki alltaf fá vítaspyrnu? Það hefur reynst erfitt fyrir okkur að fá þær í sumar. Það verður allavega áhugavert að sjá þetta aftur í sjónvarpinu. Ég get hins vegar ekki dæmt um það núna.“ Athygli vakti að Farid Zato var í leikmannahóp Ólafsvíkinga en hann spilaði með liðinu síðasta sumar en hefur ekki spilað síðan þá. „Hann æfði með okkur. Ég tók sjens. Tuttugu mínútur eftir og hann er stór strákur og aldrei að vita nema hann gæti unnið nokkra skallabolta fyrir okkur.“ Aðspurður hvort ekki hefði komið til greina að nota unga heimamenn sem sátu nokkrir á bekknum í dag gaf hann lítið fyrir það. Hann benti á að hann hefði notað þá en þar sem ekki fleiri en þrjár skiptingar væru leyfðar gæti hann ekki gert mikið betur. Tveir heimamenn komu inn á þegar ein mínúta var kominn fram yfir venjulegan leiktíma en Farid Zato kom inn þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. En kemur Farid Zato til með að spila fleiri leiki í sumar en næsti leikur Víkings Ó. er gegn Íslandsmeisturum FH? „Vonandi verða fleiri heilir. Þetta er bara næsti leikur. Við erum ekki í góðri stöðu sem stendur en reynum að undirbúa okkur fyrir næsta leik og það kemur bara í ljós hvernig það fer.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur Ó. - Víkingur R. | Reykvíkingarnir unnu víkingaslaginn Víkingur R. sótti dýrmæt þrjú stig til Ólafsvíkur í dag með góðum 3-1 sigri. Með sigrinum er liðið svo gott sem búið að tryggja veru sína í Pepsi deildinni næsta sumar en á sama tíma er Víkingur Ó. í miklum vandræðum. 18. september 2017 20:00 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
„Fyrir leik vorum við ekki í góðri stöðu og núna erum við í enn verri,“ sagði Ejub Purisevic, þjálfari Víkings frá Ólafsvík, eftir tapleikinn gegn Reykjavíkur Víkingum. Ólafsvíkingar eru í erfiðri stöðu en liðið er í fallsæti og ekki með örlög sín í sínum höndum en nú þarf liðið að bíða og vona að Fjölnir missi stig í næstu leikjum. Ólafsvíkingar vildu fá vítaspyrnu tvívegis í leiknum og vildi Ejub ekki dæma um hvort rétt hefði verið að sleppa dómunum tveimur en sagði að það hafi reynst erfitt fyrir Ólafsvíkinga að fá vítaspyrnur í sumar. „Vill maður ekki alltaf fá vítaspyrnu? Það hefur reynst erfitt fyrir okkur að fá þær í sumar. Það verður allavega áhugavert að sjá þetta aftur í sjónvarpinu. Ég get hins vegar ekki dæmt um það núna.“ Athygli vakti að Farid Zato var í leikmannahóp Ólafsvíkinga en hann spilaði með liðinu síðasta sumar en hefur ekki spilað síðan þá. „Hann æfði með okkur. Ég tók sjens. Tuttugu mínútur eftir og hann er stór strákur og aldrei að vita nema hann gæti unnið nokkra skallabolta fyrir okkur.“ Aðspurður hvort ekki hefði komið til greina að nota unga heimamenn sem sátu nokkrir á bekknum í dag gaf hann lítið fyrir það. Hann benti á að hann hefði notað þá en þar sem ekki fleiri en þrjár skiptingar væru leyfðar gæti hann ekki gert mikið betur. Tveir heimamenn komu inn á þegar ein mínúta var kominn fram yfir venjulegan leiktíma en Farid Zato kom inn þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. En kemur Farid Zato til með að spila fleiri leiki í sumar en næsti leikur Víkings Ó. er gegn Íslandsmeisturum FH? „Vonandi verða fleiri heilir. Þetta er bara næsti leikur. Við erum ekki í góðri stöðu sem stendur en reynum að undirbúa okkur fyrir næsta leik og það kemur bara í ljós hvernig það fer.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur Ó. - Víkingur R. | Reykvíkingarnir unnu víkingaslaginn Víkingur R. sótti dýrmæt þrjú stig til Ólafsvíkur í dag með góðum 3-1 sigri. Með sigrinum er liðið svo gott sem búið að tryggja veru sína í Pepsi deildinni næsta sumar en á sama tíma er Víkingur Ó. í miklum vandræðum. 18. september 2017 20:00 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Leik lokið: Víkingur Ó. - Víkingur R. | Reykvíkingarnir unnu víkingaslaginn Víkingur R. sótti dýrmæt þrjú stig til Ólafsvíkur í dag með góðum 3-1 sigri. Með sigrinum er liðið svo gott sem búið að tryggja veru sína í Pepsi deildinni næsta sumar en á sama tíma er Víkingur Ó. í miklum vandræðum. 18. september 2017 20:00