Íslenski boltinn

Sjáðu öll mörkin úr 20. umferðinni | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valsmenn fagna Íslandsmeistaratitlinum.
Valsmenn fagna Íslandsmeistaratitlinum. Vísir/Eyþór
Alls voru 19 mörk skoruð í fimm leikjum í 20. umferð Pepsi-deildar karla í gær. Leik Víkings Ó. og Víkings R. var frestað en hann fer fram klukkan 16:45 í dag.

Valur tryggði sér 21. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með 4-1 sigri á Fjölni.

Steven Lennon var hetja FH sem vann ÍBV, 2-1, í Kaplakrika.

Andra Rúnar Bjarnason vantar aðeins eitt mark til að jafna markametið í efstu deild eftir að hafa skorað tvö mörk í 4-3 sigri Grindavíkur á Breiðabliki.

ÍA á enn veika von um að bjarga sér frá falli eftir 2-2 jafntefli við Stjörnuna á heimavelli.

Þá gerðu KR og KA markalaust jafntefli í Vesturbænum.

Öll mörkin og allt það helsta úr 20. umferð Pepsi-deildar karla má sjá hér að neðan.

120 sekúndur
Gullmarkið
Augnablikið
Bestur
Trabantinn

Tengdar fréttir

Pálmi Rafn: Ótrúleg ákvörðun að taka

Fyrirliði KR, Pálmi Rafn Pálmason, var að vonum gífurlega svekktur í lok leiks enda var mark dæmt af liði hans á lokamínútunum í markalausu jafntefli gegn KA.

Hátíðarveisla Valsmanna á Hlíðarenda

Valsmenn tryggðu sér sinn 21. Íslandsmeistaratitil í sögunni þegar þeir unnu Fjölni 4-1 í gærkvöldi. Hvorki FH né Stjarnan geta unnið upp forystu Vals á toppi Pepsi-deildarinnar á síðustu tveimur vikum mótsins.

Andri Rúnar: Hvaða met ertu að tala um?

„Ég er mjög ánægður með þetta. Við spiluðum mjög vel í dag og við áttum þetta skilið,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason leikmaður Grindvíkinga þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn gegn Blikum í dag.

Túfa kemur Trninic til varnar

Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, segir það algjört bull að miðjumaðurinn Aleksandar Trninic sé vísvitandi að reyna að meiða andstæðinga sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×