Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Sprellisending Jónasar Tórs Næs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eitt fyndnasta atvik fótboltasumarsins kom í leik FH og ÍBV í Kaplakrika í 20. umferð Pepsi-deildar karla í gær.

Undir lok fyrri hálfleiks reyndi Jónas Tór Næs, hægri bakvörður ÍBV, langa sendingu fram völlinn.

Það tókst ekki betur en svo að Jónas hitti ekki boltann og endaði kylliflatur á vellinum.

„Óheppinn. Ég hef samúð með honum,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson í Pepsi-mörkunum í gær. Honum fannst þetta ekki jafn fyndið og Herði Magnússyni og Hjörvari Hafliðasyni sem hlógu sig máttlausa.

Atvikið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Heimir: Manna fegnastur þegar Shahab fór út af

Heimir Guðjónsson átti erfitt með að leyna ánægju sinni í leikslok eftir sigur FH á ÍBV í Pepsi-deild karla í kvöld. Steven Lennon tryggði FH sigur með marki á lokasekúndum leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×