Í 100 á 0,55 sekúndum Finnur Thorlacius skrifar 18. september 2017 09:51 Gissy virkjar aflið í þessu óvenjulega mótorhjóli. Frakkinn Francois Gissy fer ekki hefðbundnar leiðir þegar kemur að hans helsta áhugmáli, þ.e. smíði og leik á mótorhjólum. Hjól hans eru knúin þrýstilofti og vatni og frá þeim kemur engin mengun. Það kemur ekki í veg fyrir það að afl þeirra sé mikið. Það er í raun fáránlega mikið og hefur Gissy komist á 100 km hraða á 0,55 sekúndum. Það er fáheyrt og nánast ómögulegt á hjóli með hefðbundna brunavél. Þegar svo hratt er farið, eða öllu heldur þegar hröðunin er svo mikil er eins gott að halda sér vel því á þessum hraða myndar þetta ökutæki 5,14 g þrýsting, sem ökumaður þess þarf að glíma við. Gissy hefur komist á 333 km hraða á hjólinu á ekki lengri tíma en 4,8 sekúndum. Hreint magnaðar hröðunartölur þar líka. Hætt er samt við því að drægni hjólsins hans Gissy sé ekki ýkja mikið. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent
Frakkinn Francois Gissy fer ekki hefðbundnar leiðir þegar kemur að hans helsta áhugmáli, þ.e. smíði og leik á mótorhjólum. Hjól hans eru knúin þrýstilofti og vatni og frá þeim kemur engin mengun. Það kemur ekki í veg fyrir það að afl þeirra sé mikið. Það er í raun fáránlega mikið og hefur Gissy komist á 100 km hraða á 0,55 sekúndum. Það er fáheyrt og nánast ómögulegt á hjóli með hefðbundna brunavél. Þegar svo hratt er farið, eða öllu heldur þegar hröðunin er svo mikil er eins gott að halda sér vel því á þessum hraða myndar þetta ökutæki 5,14 g þrýsting, sem ökumaður þess þarf að glíma við. Gissy hefur komist á 333 km hraða á hjólinu á ekki lengri tíma en 4,8 sekúndum. Hreint magnaðar hröðunartölur þar líka. Hætt er samt við því að drægni hjólsins hans Gissy sé ekki ýkja mikið.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent