Hátíðarveisla Valsmanna á Hlíðarenda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2017 06:00 Valsmenn fagna titlinum í gærkvöldi. Vísir/Eyþór Valsmenn tryggðu sér sinn 21. Íslandsmeistaratitil í sögunni þegar þeir unnu Fjölni 4-1 í gærkvöldi. Hvorki FH né Stjarnan geta unnið upp forystu Vals á toppi Pepsi-deildarinnar á síðustu tveimur vikum mótsins. Það er vel við hæfi að Valsmenn hafi tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn sinn á heimavígstöðvunum á Hlíðarenda í gærkvöldi, á vellinum þar sem liðið hefur unnið átta af tíu leikjum sínum í sumar og aldrei tapað. Valsmenn sýndu styrk sinn á móti Fjölnismönnum í gær, gáfu lítil sem engin færi á sér fram eftir leik og skoruðu fjögur góð mörk. Smá kæruleysi í lok leiksins kom ekki að sök en Fjölnismenn minnkuðu muninn þegar sigurhátíð heimamanna var í raun hafin. Valsliðið hefur nú níu stiga forystu á Stjörnuna og tíu stiga forskot á FH. FH á leik inni á bæði liðin en getur ekki lengur náð Valsliðinu að stigum. Það hefur lengi stefnt í það að Valsmenn væru að fara vinna þennan titil og hann er nú í höfn þegar enn eru eftir tvær vikur af Íslandsmótinu. Mörkin mikilvægu í gær skoruðu þeir Guðjón Pétur Lýðsson, Bjarni Ólafur Eiríksson, Sigurður Egill Lárusson og Einar Karl Ingvarsson en Ólafur Jóhannesson gat leyft sér að geyma markaskorarann Patrick Pedersen á bekknum. Guðjón Pétur skoraði fyrsta markið á fjórðu mínútu og það var því strax ljóst í upphafi leiksins að þetta ætlaði að vera sannkölluð hátíðarveisla á Hlíðarenda. Ólafur Jóhannesson hefur unnið titil á öllum þremur tímabilum sínum með Valsliðið en liðið var búið að vera bikarmeistari tvö síðustu ár. Nú tóku Valsmenn hins vegar þann stóra.Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsliðsins, sigurreifur í leikslok.Vísir/EyþórTalaðu við þá sem unnu mótið „Tilfinningin er geggjuð og þetta er bara magnað. Við spiluðum frábæran leik í kvöld og ég held bara að við höfum verið bestir,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsliðsins, sigurreifur í leikslok í viðtali í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Hann hafði hins vegar ekki mikinn áhuga á að vera í viðtali hjá Stefáni Árna Pálssyni. „Nú áttu að tala við strákana. Nú er ég búinn að segja nóg en hérna eru þeir sem unnu mótið. Talaðu við þá,“ sagði Ólafur og benti á leikmennina sína fagna titlinum. Ólafur er engum öðrum líkur og þessi sena var enn ein sönnun þess.Fjórði Íslandsmeistaratitill Ólafs Þetta var í fjórða sinn sem Ólafur Jóhannesson gerir lið að Íslandsmeisturum en FH vann titilinn þrjú ár í röð undir hans stjórn frá 2004 til 2006. Síðasti Íslandsmeistaratitillinn hans kom því fyrir ellefu árum síðan. Fbl_Megin: Það er óhætt að segja að nokkur ár hafi líka liðið síðan Valsmenn voru í sömu stöðu og í gærkvöldi. Tíu ár voru liðin síðan Valsmenn urðu síðast Íslandsmeistarar í fótbolta (2007), það voru þrjátíu ár liðin síðan Ólafur Jóhannesson varð síðast Íslandsmeistari með Val (sem leikmaður 1987) og 32 ár liðin síðan Valsmönnum tókst að tryggja sér síðast Íslandsmeistaratitilinn á félagssvæði sínu á Hlíðarenda (1985). Þegar Valsmenn unnu titilinn 1985 þá voru þeir fyrstir Reykjavíkurfélaga til að tryggja titilinn á sínu félagssvæði.Þessi er sætari Bjarni Ólafur Eiríksson var líka með Valsliðinu þegar félagið varð Íslandsmeistari fyrir tíu árum. „Persónulega þá er þessi sætari. Ég ætla ekki að útskýra af hverju, hann er það bara. Þetta er frábært,“ sagði Bjarni Ólafur kátur í viðtali í útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hann er mjög sáttur með Valsliðið í sumar. „Þetta er besta lið sem ég hef verið í. Við erum búnir að vera að byggja þetta upp síðustu ár og erum að uppskera í sumar. Það er ekki hægt að benda á einn eða tvo hluti því það eru svo ótrúlega margir hlutir sem gera það að verkum að við erum að vinna mótið. Þegar allir þessir hlutir fara saman þá gerast góðir hlutir,“ sagði Bjarni Ólafur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira
Valsmenn tryggðu sér sinn 21. Íslandsmeistaratitil í sögunni þegar þeir unnu Fjölni 4-1 í gærkvöldi. Hvorki FH né Stjarnan geta unnið upp forystu Vals á toppi Pepsi-deildarinnar á síðustu tveimur vikum mótsins. Það er vel við hæfi að Valsmenn hafi tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn sinn á heimavígstöðvunum á Hlíðarenda í gærkvöldi, á vellinum þar sem liðið hefur unnið átta af tíu leikjum sínum í sumar og aldrei tapað. Valsmenn sýndu styrk sinn á móti Fjölnismönnum í gær, gáfu lítil sem engin færi á sér fram eftir leik og skoruðu fjögur góð mörk. Smá kæruleysi í lok leiksins kom ekki að sök en Fjölnismenn minnkuðu muninn þegar sigurhátíð heimamanna var í raun hafin. Valsliðið hefur nú níu stiga forystu á Stjörnuna og tíu stiga forskot á FH. FH á leik inni á bæði liðin en getur ekki lengur náð Valsliðinu að stigum. Það hefur lengi stefnt í það að Valsmenn væru að fara vinna þennan titil og hann er nú í höfn þegar enn eru eftir tvær vikur af Íslandsmótinu. Mörkin mikilvægu í gær skoruðu þeir Guðjón Pétur Lýðsson, Bjarni Ólafur Eiríksson, Sigurður Egill Lárusson og Einar Karl Ingvarsson en Ólafur Jóhannesson gat leyft sér að geyma markaskorarann Patrick Pedersen á bekknum. Guðjón Pétur skoraði fyrsta markið á fjórðu mínútu og það var því strax ljóst í upphafi leiksins að þetta ætlaði að vera sannkölluð hátíðarveisla á Hlíðarenda. Ólafur Jóhannesson hefur unnið titil á öllum þremur tímabilum sínum með Valsliðið en liðið var búið að vera bikarmeistari tvö síðustu ár. Nú tóku Valsmenn hins vegar þann stóra.Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsliðsins, sigurreifur í leikslok.Vísir/EyþórTalaðu við þá sem unnu mótið „Tilfinningin er geggjuð og þetta er bara magnað. Við spiluðum frábæran leik í kvöld og ég held bara að við höfum verið bestir,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsliðsins, sigurreifur í leikslok í viðtali í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Hann hafði hins vegar ekki mikinn áhuga á að vera í viðtali hjá Stefáni Árna Pálssyni. „Nú áttu að tala við strákana. Nú er ég búinn að segja nóg en hérna eru þeir sem unnu mótið. Talaðu við þá,“ sagði Ólafur og benti á leikmennina sína fagna titlinum. Ólafur er engum öðrum líkur og þessi sena var enn ein sönnun þess.Fjórði Íslandsmeistaratitill Ólafs Þetta var í fjórða sinn sem Ólafur Jóhannesson gerir lið að Íslandsmeisturum en FH vann titilinn þrjú ár í röð undir hans stjórn frá 2004 til 2006. Síðasti Íslandsmeistaratitillinn hans kom því fyrir ellefu árum síðan. Fbl_Megin: Það er óhætt að segja að nokkur ár hafi líka liðið síðan Valsmenn voru í sömu stöðu og í gærkvöldi. Tíu ár voru liðin síðan Valsmenn urðu síðast Íslandsmeistarar í fótbolta (2007), það voru þrjátíu ár liðin síðan Ólafur Jóhannesson varð síðast Íslandsmeistari með Val (sem leikmaður 1987) og 32 ár liðin síðan Valsmönnum tókst að tryggja sér síðast Íslandsmeistaratitilinn á félagssvæði sínu á Hlíðarenda (1985). Þegar Valsmenn unnu titilinn 1985 þá voru þeir fyrstir Reykjavíkurfélaga til að tryggja titilinn á sínu félagssvæði.Þessi er sætari Bjarni Ólafur Eiríksson var líka með Valsliðinu þegar félagið varð Íslandsmeistari fyrir tíu árum. „Persónulega þá er þessi sætari. Ég ætla ekki að útskýra af hverju, hann er það bara. Þetta er frábært,“ sagði Bjarni Ólafur kátur í viðtali í útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hann er mjög sáttur með Valsliðið í sumar. „Þetta er besta lið sem ég hef verið í. Við erum búnir að vera að byggja þetta upp síðustu ár og erum að uppskera í sumar. Það er ekki hægt að benda á einn eða tvo hluti því það eru svo ótrúlega margir hlutir sem gera það að verkum að við erum að vinna mótið. Þegar allir þessir hlutir fara saman þá gerast góðir hlutir,“ sagði Bjarni Ólafur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira