Brot af því besta frá New York Ritstjórn skrifar 16. september 2017 08:30 Glamour/Getty Tískuvikan í New York er nú afstaðin þar sem hönnuðir sýndu okkur vor- og sumartískuna 2018. Hönnuðir lögðu mikið upp úr skemmtilegum sýningum þar sem fjölbreytnin var mikil, bæði í fyrirsætuvali og litríkum klæðum. Hér er brot af því besta að mati Glamour frá tískupöllunum í New York.Tom Ford Það er svo sannarlega hægt að bjóða Tom Ford velkominn aftur eftir þessa sýningu hans. Leður, stórar axlir, klæðaskerasniðin jakkaföt á dömur í bland við skæra liti, bláan og bleikan.Calvin KleinEin besta sýning tískuvikunnar í New York. Silkiklæddir kúrekar Raf Simons fyrir Calvin Klein stálu senunni á sýningunni og á sýningunni má finna fjölmörg trend sem án efa verða áberandi næsta vor. Silkiskyrtur, beinar skálmar, litadýrð og kögur.Victoria BeckhamDrottning svíkur engan. Einfalt og stílhreint að venju þar sem þægindin eru í fyrirrúmi. Svart og hvítur litur eru grunnlitirnir en svo læddist með rauður. Þannig að rauður verður áfram áberandi næsta sumar.Marc Jacobs Fatahönnuðurinn var rúsínan í pylsuendanum á tískuvikunni í New York og gerði það að sjálfsögðu með stæl. Höfuðklútar og litrík klæði. Pallíettur og stórar töskur. Í risastórum sal gengur fyrirsæturnar um í síðkjólum eins og alvöru dívur við dramatíska tóna.Anna SuiEr hippatíminn mættur aftur? Anna Sui er á þeirri skoðun eftir fallega sýningu þar sem heklaðar flíkur voru í aðalhlutverki. Víð og flæðandi snið og fallegt efni sem gerðu sýninguna mjög bóhem í alla staði.Ralph Lauren Ef frú Beckham er drottningin þá Ralph Lauren kóngurinn en hann bauð gestum sínum upp á sýningu í bílskúrnum sínum þar sem fyrirsæturnar þrömmuðu um á milli glæsikerra í einkaeigu fatahönnuðarins en innblástur flíkanna var fengin þaðan. Rautt lakk, tjull og klæðaskerasniðnar flíkur í köflóttu. Glæsilegt í alla staði. Mest lesið Cartier fæst aftur á Íslandi Glamour „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Kristen Stewart var töffari Cannes-hátíðarinnar Glamour Girnilegt haust frá Geysi Glamour Engar fyrirsætur í nýjustu herferð Alexander Wang Glamour Nýtt íslenskt skómerki. Glamour Húsgagnasýning Artek í Pennanum Glamour Rosie Huntington-Whiteley glæsileg í Galvan Glamour Bestu hrekkjavökubúningar Heidi Klum í gegnum árin Glamour Blómahellir Dior í París stal senunni Glamour
Tískuvikan í New York er nú afstaðin þar sem hönnuðir sýndu okkur vor- og sumartískuna 2018. Hönnuðir lögðu mikið upp úr skemmtilegum sýningum þar sem fjölbreytnin var mikil, bæði í fyrirsætuvali og litríkum klæðum. Hér er brot af því besta að mati Glamour frá tískupöllunum í New York.Tom Ford Það er svo sannarlega hægt að bjóða Tom Ford velkominn aftur eftir þessa sýningu hans. Leður, stórar axlir, klæðaskerasniðin jakkaföt á dömur í bland við skæra liti, bláan og bleikan.Calvin KleinEin besta sýning tískuvikunnar í New York. Silkiklæddir kúrekar Raf Simons fyrir Calvin Klein stálu senunni á sýningunni og á sýningunni má finna fjölmörg trend sem án efa verða áberandi næsta vor. Silkiskyrtur, beinar skálmar, litadýrð og kögur.Victoria BeckhamDrottning svíkur engan. Einfalt og stílhreint að venju þar sem þægindin eru í fyrirrúmi. Svart og hvítur litur eru grunnlitirnir en svo læddist með rauður. Þannig að rauður verður áfram áberandi næsta sumar.Marc Jacobs Fatahönnuðurinn var rúsínan í pylsuendanum á tískuvikunni í New York og gerði það að sjálfsögðu með stæl. Höfuðklútar og litrík klæði. Pallíettur og stórar töskur. Í risastórum sal gengur fyrirsæturnar um í síðkjólum eins og alvöru dívur við dramatíska tóna.Anna SuiEr hippatíminn mættur aftur? Anna Sui er á þeirri skoðun eftir fallega sýningu þar sem heklaðar flíkur voru í aðalhlutverki. Víð og flæðandi snið og fallegt efni sem gerðu sýninguna mjög bóhem í alla staði.Ralph Lauren Ef frú Beckham er drottningin þá Ralph Lauren kóngurinn en hann bauð gestum sínum upp á sýningu í bílskúrnum sínum þar sem fyrirsæturnar þrömmuðu um á milli glæsikerra í einkaeigu fatahönnuðarins en innblástur flíkanna var fengin þaðan. Rautt lakk, tjull og klæðaskerasniðnar flíkur í köflóttu. Glæsilegt í alla staði.
Mest lesið Cartier fæst aftur á Íslandi Glamour „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Kristen Stewart var töffari Cannes-hátíðarinnar Glamour Girnilegt haust frá Geysi Glamour Engar fyrirsætur í nýjustu herferð Alexander Wang Glamour Nýtt íslenskt skómerki. Glamour Húsgagnasýning Artek í Pennanum Glamour Rosie Huntington-Whiteley glæsileg í Galvan Glamour Bestu hrekkjavökubúningar Heidi Klum í gegnum árin Glamour Blómahellir Dior í París stal senunni Glamour