Hlutverk Kínverja og Rússa að svara tilrauninni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. september 2017 06:00 Bandaríkjamenn vilja að Kínverjar og Rússar ráði för. vísir/EPA Yfirvöld í Norður-Kóreu svöruðu nýjum viðskiptaþvingunum í fyrrinótt með sínu lengsta eldflaugaskoti til þessa. Eldflaugin flaug yfir norðurhluta Japans í um 770 kílómetra hæð. Flaug hún alls 3.700 kílómetra sem myndi duga til að hæfa eyjuna Gvam. Norður-Kórea hefur ítrekað hótað að ráðast á eyjuna. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að það væri fyrst og fremst hlutverk yfirvalda í Kína og Rússlandi að reyna að hafa hemil á Norður-Kóreumönnum. „Þau verða að sýna í verki að tilraunir sem þessar eru óásættanlegar,“ sagði Tillerson og bætti því við að enginn flytti meiri olíu til einræðisríkisins en Kína og að enginn græddi meira á nauðungarvinnu norðurkóreskra borgara en Rússar. Kínverjar og Rússar voru hins vegar ekki hrifnir af ummælum Tillersons. Hua Chunying, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði ríki sitt ekki miðpunkt þessara deilna. „Allir aðilar ættu að sýna ábyrgð. Það hjálpar engum að reyna að firra sig ábyrgð.“ Maria Zakharova, talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, tók í sama streng. „Því miður er herská orðræða það eina sem kemur frá Washington.“ Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu sem byggði kosningabaráttu sína á því að lofa bættum samskiptum við norðrið, hélt neyðarfund vegna eldflaugartilraunarinnar. Sagði hann á fundinum að í ljósi aðstæðna væri algjörlega ómögulegt að eiga í vitrænum samræðum við yfirvöld í Norður-Kóreu. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Yfirvöld í Norður-Kóreu svöruðu nýjum viðskiptaþvingunum í fyrrinótt með sínu lengsta eldflaugaskoti til þessa. Eldflaugin flaug yfir norðurhluta Japans í um 770 kílómetra hæð. Flaug hún alls 3.700 kílómetra sem myndi duga til að hæfa eyjuna Gvam. Norður-Kórea hefur ítrekað hótað að ráðast á eyjuna. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að það væri fyrst og fremst hlutverk yfirvalda í Kína og Rússlandi að reyna að hafa hemil á Norður-Kóreumönnum. „Þau verða að sýna í verki að tilraunir sem þessar eru óásættanlegar,“ sagði Tillerson og bætti því við að enginn flytti meiri olíu til einræðisríkisins en Kína og að enginn græddi meira á nauðungarvinnu norðurkóreskra borgara en Rússar. Kínverjar og Rússar voru hins vegar ekki hrifnir af ummælum Tillersons. Hua Chunying, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði ríki sitt ekki miðpunkt þessara deilna. „Allir aðilar ættu að sýna ábyrgð. Það hjálpar engum að reyna að firra sig ábyrgð.“ Maria Zakharova, talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, tók í sama streng. „Því miður er herská orðræða það eina sem kemur frá Washington.“ Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu sem byggði kosningabaráttu sína á því að lofa bættum samskiptum við norðrið, hélt neyðarfund vegna eldflaugartilraunarinnar. Sagði hann á fundinum að í ljósi aðstæðna væri algjörlega ómögulegt að eiga í vitrænum samræðum við yfirvöld í Norður-Kóreu.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira