Cassini-leiðangrinum lauk með miklum blossa Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2017 12:00 Cassini hefur sent ógrynni mikilfenglegra mynda af Satúrnusi aftur til jarðar á þrettán árum á braut um gasrisann. NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute Bandaríska geimfarið Cassini bráðnaði og rifnaði í sundur með miklum blossa í lofthjúpi reikistjörnunnar Satúrnusar í morgun. Stjórnendur farsins fengu staðfestingu á því fyrir stundu. Þar með lýkur einum best heppnaða geimkönnunarleiðangri sögunnar. Síðasta sending Cassini átti sér stað um kl. 10:30 að íslenskum tíma í morgun. Merkið tók 83 mínútur að berast til jarðar. Staðfest var að sambandið geimfarsins við stjórnstöð á jörðina hefði rofnað kl. 11:55:46. Cassini var skotið á loft árið 1997 og komst geimfarið á braut um Satúrnus árið 2004. Ferðalag geimfarsins stóð því yfir í rétt tæp tuttugu ár og leiðangurinn við Satúrnus í um þrettán. Á þessum tíma ferðaðist Cassini um 7,6 miljarða kílómetra, safnaði 635 GB af vísindagögnum, uppgötvaði sex ný tungl og tók hátt í hálfa milljón mynda af Satúrnusi, hringjum hans og tunglum.Nokkrar tölulegar staðreyndir um Cassini-leiðangurinn.Ákveðið var að ljúka leiðangrinum með því stýra Cassini niður í lofthjúp Satúrnusar þar sem geimfarið bráðnaði og rifnaði í sundur. Með því vildu menn forðast að örverur sem gætu hafa lifað af utan á geimfarinu gætu endað á viðkvæmum tunglum eins og Títani eða Enkeladusi ef Cassini yrði skilinn eftir stjórnlaus á braut um Satúrnus. Ekki er talið útilokað að aðstæður séu til lífs á þessum tunglum. Stjórnendur farsins voru klökkir og féllust í faðma stjórnstöðinni JPL í Kaliforníu þegar staðfest var að Cassini hefði farist og þessu langa verkefni væri lokið.Our spacecraft has entered Saturn's atmosphere, and we have received its final transmission.— CassiniSaturn (@CassiniSaturn) September 15, 2017 Every time we see Saturn in the night sky, we'll remember. We'll smile. And we'll want to go back. #GrandFinale #GoodbyeCassini #Cassini pic.twitter.com/6tzJ4N9Jif— CassiniSaturn (@CassiniSaturn) September 15, 2017 Cassini showed us the beauty of Saturn. It revealed the best in us. Now it's up to us to keep exploring. pic.twitter.com/E4p1jOvFKf— CassiniSaturn (@CassiniSaturn) September 15, 2017 Some of our favorite postcards from our journeys at Saturn, now available in a free, downloadable e-book: https://t.co/mS4KvhVytg pic.twitter.com/xNbCWx2VTS— CassiniSaturn (@CassiniSaturn) September 15, 2017 What instruments does @CassiniSaturn have on during its #GrandFinale dive into Saturn? These eight: https://t.co/SkKXom46CL #GoodbyeCassini pic.twitter.com/nnrzjWPKcE— NASA (@NASA) September 15, 2017 Vísindi Tengdar fréttir Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Bandaríska geimfarið Cassini bráðnaði og rifnaði í sundur með miklum blossa í lofthjúpi reikistjörnunnar Satúrnusar í morgun. Stjórnendur farsins fengu staðfestingu á því fyrir stundu. Þar með lýkur einum best heppnaða geimkönnunarleiðangri sögunnar. Síðasta sending Cassini átti sér stað um kl. 10:30 að íslenskum tíma í morgun. Merkið tók 83 mínútur að berast til jarðar. Staðfest var að sambandið geimfarsins við stjórnstöð á jörðina hefði rofnað kl. 11:55:46. Cassini var skotið á loft árið 1997 og komst geimfarið á braut um Satúrnus árið 2004. Ferðalag geimfarsins stóð því yfir í rétt tæp tuttugu ár og leiðangurinn við Satúrnus í um þrettán. Á þessum tíma ferðaðist Cassini um 7,6 miljarða kílómetra, safnaði 635 GB af vísindagögnum, uppgötvaði sex ný tungl og tók hátt í hálfa milljón mynda af Satúrnusi, hringjum hans og tunglum.Nokkrar tölulegar staðreyndir um Cassini-leiðangurinn.Ákveðið var að ljúka leiðangrinum með því stýra Cassini niður í lofthjúp Satúrnusar þar sem geimfarið bráðnaði og rifnaði í sundur. Með því vildu menn forðast að örverur sem gætu hafa lifað af utan á geimfarinu gætu endað á viðkvæmum tunglum eins og Títani eða Enkeladusi ef Cassini yrði skilinn eftir stjórnlaus á braut um Satúrnus. Ekki er talið útilokað að aðstæður séu til lífs á þessum tunglum. Stjórnendur farsins voru klökkir og féllust í faðma stjórnstöðinni JPL í Kaliforníu þegar staðfest var að Cassini hefði farist og þessu langa verkefni væri lokið.Our spacecraft has entered Saturn's atmosphere, and we have received its final transmission.— CassiniSaturn (@CassiniSaturn) September 15, 2017 Every time we see Saturn in the night sky, we'll remember. We'll smile. And we'll want to go back. #GrandFinale #GoodbyeCassini #Cassini pic.twitter.com/6tzJ4N9Jif— CassiniSaturn (@CassiniSaturn) September 15, 2017 Cassini showed us the beauty of Saturn. It revealed the best in us. Now it's up to us to keep exploring. pic.twitter.com/E4p1jOvFKf— CassiniSaturn (@CassiniSaturn) September 15, 2017 Some of our favorite postcards from our journeys at Saturn, now available in a free, downloadable e-book: https://t.co/mS4KvhVytg pic.twitter.com/xNbCWx2VTS— CassiniSaturn (@CassiniSaturn) September 15, 2017 What instruments does @CassiniSaturn have on during its #GrandFinale dive into Saturn? These eight: https://t.co/SkKXom46CL #GoodbyeCassini pic.twitter.com/nnrzjWPKcE— NASA (@NASA) September 15, 2017
Vísindi Tengdar fréttir Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent