Lengsta eldflaugaskotið hingað til Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2017 11:00 Horft á sjónvarpsfréttir í Suður-Kóreu. Vísir/AFP Norður-Kóreumenn skutu í gærkvöldi eldflaug á loft sem flaug yfir norðurhluta Japan. Um er að ræða lengsta eldflaugaskot einræðisríkisins hingað til og lenti eldflaugin í Kyrrahafinu. Tilraunaskotið endurspeglar þær yfirlýsingar sérfræðinga um að Norður-Kórea sé lengra komin en áður hafði verið talið í þróun eldflauga. Frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkjamenn væru tilbúnir til að mæta Norður-Kóreu með „eldi og heift“ hefur Norður-Kórea sprengt sína stærstu kjarnorkusprengju, hótað að skjóta eldflaugum að Gvam, skotið tveimur langdrægum eldflaugum yfir Japan svo eitthvað sé nefnt.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar flaug eldflauginn í um 3.700 kílómetra fjarlægð og í um 770 kílómetra hæð. Eyjan Gvam, þar sem Bandaríkin reka stórar herstöðvar, er í 3.400 kílómetra fjarlægð frá Norður-Kóreu. Norður-Kórea hefur nú færst nær því yfirlýsta markmiði sínu að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem geti borið þau með áreiðanlegum hætti til meginlands Bandaríkjanna.Yfirlit yfir báðar tilraunirnar með langdrægar eldflaugar.Vísir/GraphicNewsTilraunaskotið hefur verið fordæmt víða um heim og þar á meðal í Kína og í Rússlandi. Talskona utanríkisráðuneytis Kína sagði eldflaugaskotið brjóta gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og að Kínverjar fordæmdu það harðlega, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar frá Suður-Kóreu. Þá sagði hún að yfirvöld í Kína væru á móti tilraunum Norður-Kóreu en kallaði eftir því að þeir aðilar sem komi að málinu pössuðu sig að auka ekki spennuna á svæðinu. Ennfremur sagði hún að Kína væri ekki lykillinn í því að stöðva áætlanir Norður-Kóreu, eins og fram hefur verið haldið í Bandaríkjunum. Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, sem hefur lengi talað fyrir auknum viðræðum við Norður-Kóreu sagði að tilraunir nágranna sinna geri viðræður ómögulegar.Reyndu ekki að skjóta hana niður Viðvörunarsírenur fóru í gang í Japan eftir að eldflaugin fór á loft. Einungis nokkrar klukkustundir voru síðan Norður-Kórea hafði hótað þvíl að „sökkva“ Japan með kjarnorkuvopnum, en engar tilraunir voru gerðar til að reyna að skjóta eldflaugina niður. Í stórum hátölurum á Hokkaido-eyju heyrðust raddir skipa íbúum að leita sér skjóls og sambærileg skilaboð komu einnig fram í sjónvarpi, útvarpi og jafnvel í smáskilaboðum í síma. Þetta er í annað sinn á innan við mánuði sem slík skilaboð berast til íbúa eyjunnar. Norður-Kórea Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt ríki Grænlands Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Norður-Kóreumenn skutu í gærkvöldi eldflaug á loft sem flaug yfir norðurhluta Japan. Um er að ræða lengsta eldflaugaskot einræðisríkisins hingað til og lenti eldflaugin í Kyrrahafinu. Tilraunaskotið endurspeglar þær yfirlýsingar sérfræðinga um að Norður-Kórea sé lengra komin en áður hafði verið talið í þróun eldflauga. Frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkjamenn væru tilbúnir til að mæta Norður-Kóreu með „eldi og heift“ hefur Norður-Kórea sprengt sína stærstu kjarnorkusprengju, hótað að skjóta eldflaugum að Gvam, skotið tveimur langdrægum eldflaugum yfir Japan svo eitthvað sé nefnt.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar flaug eldflauginn í um 3.700 kílómetra fjarlægð og í um 770 kílómetra hæð. Eyjan Gvam, þar sem Bandaríkin reka stórar herstöðvar, er í 3.400 kílómetra fjarlægð frá Norður-Kóreu. Norður-Kórea hefur nú færst nær því yfirlýsta markmiði sínu að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem geti borið þau með áreiðanlegum hætti til meginlands Bandaríkjanna.Yfirlit yfir báðar tilraunirnar með langdrægar eldflaugar.Vísir/GraphicNewsTilraunaskotið hefur verið fordæmt víða um heim og þar á meðal í Kína og í Rússlandi. Talskona utanríkisráðuneytis Kína sagði eldflaugaskotið brjóta gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og að Kínverjar fordæmdu það harðlega, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar frá Suður-Kóreu. Þá sagði hún að yfirvöld í Kína væru á móti tilraunum Norður-Kóreu en kallaði eftir því að þeir aðilar sem komi að málinu pössuðu sig að auka ekki spennuna á svæðinu. Ennfremur sagði hún að Kína væri ekki lykillinn í því að stöðva áætlanir Norður-Kóreu, eins og fram hefur verið haldið í Bandaríkjunum. Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, sem hefur lengi talað fyrir auknum viðræðum við Norður-Kóreu sagði að tilraunir nágranna sinna geri viðræður ómögulegar.Reyndu ekki að skjóta hana niður Viðvörunarsírenur fóru í gang í Japan eftir að eldflaugin fór á loft. Einungis nokkrar klukkustundir voru síðan Norður-Kórea hafði hótað þvíl að „sökkva“ Japan með kjarnorkuvopnum, en engar tilraunir voru gerðar til að reyna að skjóta eldflaugina niður. Í stórum hátölurum á Hokkaido-eyju heyrðust raddir skipa íbúum að leita sér skjóls og sambærileg skilaboð komu einnig fram í sjónvarpi, útvarpi og jafnvel í smáskilaboðum í síma. Þetta er í annað sinn á innan við mánuði sem slík skilaboð berast til íbúa eyjunnar.
Norður-Kórea Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt ríki Grænlands Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira