Lengsta eldflaugaskotið hingað til Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2017 11:00 Horft á sjónvarpsfréttir í Suður-Kóreu. Vísir/AFP Norður-Kóreumenn skutu í gærkvöldi eldflaug á loft sem flaug yfir norðurhluta Japan. Um er að ræða lengsta eldflaugaskot einræðisríkisins hingað til og lenti eldflaugin í Kyrrahafinu. Tilraunaskotið endurspeglar þær yfirlýsingar sérfræðinga um að Norður-Kórea sé lengra komin en áður hafði verið talið í þróun eldflauga. Frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkjamenn væru tilbúnir til að mæta Norður-Kóreu með „eldi og heift“ hefur Norður-Kórea sprengt sína stærstu kjarnorkusprengju, hótað að skjóta eldflaugum að Gvam, skotið tveimur langdrægum eldflaugum yfir Japan svo eitthvað sé nefnt.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar flaug eldflauginn í um 3.700 kílómetra fjarlægð og í um 770 kílómetra hæð. Eyjan Gvam, þar sem Bandaríkin reka stórar herstöðvar, er í 3.400 kílómetra fjarlægð frá Norður-Kóreu. Norður-Kórea hefur nú færst nær því yfirlýsta markmiði sínu að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem geti borið þau með áreiðanlegum hætti til meginlands Bandaríkjanna.Yfirlit yfir báðar tilraunirnar með langdrægar eldflaugar.Vísir/GraphicNewsTilraunaskotið hefur verið fordæmt víða um heim og þar á meðal í Kína og í Rússlandi. Talskona utanríkisráðuneytis Kína sagði eldflaugaskotið brjóta gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og að Kínverjar fordæmdu það harðlega, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar frá Suður-Kóreu. Þá sagði hún að yfirvöld í Kína væru á móti tilraunum Norður-Kóreu en kallaði eftir því að þeir aðilar sem komi að málinu pössuðu sig að auka ekki spennuna á svæðinu. Ennfremur sagði hún að Kína væri ekki lykillinn í því að stöðva áætlanir Norður-Kóreu, eins og fram hefur verið haldið í Bandaríkjunum. Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, sem hefur lengi talað fyrir auknum viðræðum við Norður-Kóreu sagði að tilraunir nágranna sinna geri viðræður ómögulegar.Reyndu ekki að skjóta hana niður Viðvörunarsírenur fóru í gang í Japan eftir að eldflaugin fór á loft. Einungis nokkrar klukkustundir voru síðan Norður-Kórea hafði hótað þvíl að „sökkva“ Japan með kjarnorkuvopnum, en engar tilraunir voru gerðar til að reyna að skjóta eldflaugina niður. Í stórum hátölurum á Hokkaido-eyju heyrðust raddir skipa íbúum að leita sér skjóls og sambærileg skilaboð komu einnig fram í sjónvarpi, útvarpi og jafnvel í smáskilaboðum í síma. Þetta er í annað sinn á innan við mánuði sem slík skilaboð berast til íbúa eyjunnar. Norður-Kórea Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Sjá meira
Norður-Kóreumenn skutu í gærkvöldi eldflaug á loft sem flaug yfir norðurhluta Japan. Um er að ræða lengsta eldflaugaskot einræðisríkisins hingað til og lenti eldflaugin í Kyrrahafinu. Tilraunaskotið endurspeglar þær yfirlýsingar sérfræðinga um að Norður-Kórea sé lengra komin en áður hafði verið talið í þróun eldflauga. Frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkjamenn væru tilbúnir til að mæta Norður-Kóreu með „eldi og heift“ hefur Norður-Kórea sprengt sína stærstu kjarnorkusprengju, hótað að skjóta eldflaugum að Gvam, skotið tveimur langdrægum eldflaugum yfir Japan svo eitthvað sé nefnt.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar flaug eldflauginn í um 3.700 kílómetra fjarlægð og í um 770 kílómetra hæð. Eyjan Gvam, þar sem Bandaríkin reka stórar herstöðvar, er í 3.400 kílómetra fjarlægð frá Norður-Kóreu. Norður-Kórea hefur nú færst nær því yfirlýsta markmiði sínu að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem geti borið þau með áreiðanlegum hætti til meginlands Bandaríkjanna.Yfirlit yfir báðar tilraunirnar með langdrægar eldflaugar.Vísir/GraphicNewsTilraunaskotið hefur verið fordæmt víða um heim og þar á meðal í Kína og í Rússlandi. Talskona utanríkisráðuneytis Kína sagði eldflaugaskotið brjóta gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og að Kínverjar fordæmdu það harðlega, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar frá Suður-Kóreu. Þá sagði hún að yfirvöld í Kína væru á móti tilraunum Norður-Kóreu en kallaði eftir því að þeir aðilar sem komi að málinu pössuðu sig að auka ekki spennuna á svæðinu. Ennfremur sagði hún að Kína væri ekki lykillinn í því að stöðva áætlanir Norður-Kóreu, eins og fram hefur verið haldið í Bandaríkjunum. Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, sem hefur lengi talað fyrir auknum viðræðum við Norður-Kóreu sagði að tilraunir nágranna sinna geri viðræður ómögulegar.Reyndu ekki að skjóta hana niður Viðvörunarsírenur fóru í gang í Japan eftir að eldflaugin fór á loft. Einungis nokkrar klukkustundir voru síðan Norður-Kórea hafði hótað þvíl að „sökkva“ Japan með kjarnorkuvopnum, en engar tilraunir voru gerðar til að reyna að skjóta eldflaugina niður. Í stórum hátölurum á Hokkaido-eyju heyrðust raddir skipa íbúum að leita sér skjóls og sambærileg skilaboð komu einnig fram í sjónvarpi, útvarpi og jafnvel í smáskilaboðum í síma. Þetta er í annað sinn á innan við mánuði sem slík skilaboð berast til íbúa eyjunnar.
Norður-Kórea Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Sjá meira