Nýtt stjórnarráð á teikniborðinu og hugmyndir kynntar á 100 ára afmæli lýðveldisins Heimir Már Pétursson skrifar 14. september 2017 20:00 Nú sér fyrir endann á miklum byggingarframkvæmdum á Hafnartorgi og í holunni við Hörpu. En það er ekki þar með sagt að byggingarframkvæmdum sé að ljúka í miðborginni því nú stendur til að byggja skrifstofubyggingu fyrir forsætisráðuneytið á bakvið stjórnarráðshúsið. Halldóra Vífilsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, segir að forsætisráðuneytið sé að missa á næstu árum skrifstofuhúsnæði í húsunum á bak við stjórnarráðið.Þetta er sögufrægt hús og alfriðað, það verður auðvitað tekið tillit til þess? „Já og það verður auðvitað skilyrði. Við ætlum að fara í framkvæmdasamkeppni, hönnunarsamkeppni í byrjun næsta árs um þetta verkefni. Það verða auðvitað sett skilyrði og vissar áherslur, að tekið verði tillit til hússins og sögu þess. Að þessi viðbygging skyggi ekki á, heldur ýti frekar undir húsið eins og það er í dag,“ segir Halldóra. Stefnt er að því að niðurstöður í hönnunarsamkeppni verði kynntar hinn 1. desember á næsta ári þegar haldið verður upp á aldarafmæli íslenska lýðveldisins.Ef við snúum okkur aðeins hérna, það eru svo margir sem halda kannski að forsætisráðuneytið sé eingöngu í gamla tukthúsinu. En það er auðvitað víðar því ráðuneytið er með skrifstofuhúsnæði hér á bakvið en það er ekki tryggt? „Nei. Forsætisráðuneytið er á fimm stöðum á þessum reit, á tveimur stöðum við Hverfisgötu 4 og 6 og svo á 4a og 6a. Þetta eru leigusamningar sem renna út á árunum 2019 til 2021. Þannig að húsnæðið er ekki tryggt til framtíðar,“ segir Halldóra. En það stendur ekki bara til að fara í hönnunarsamkeppni um þetta hús heldur líka framtíðarbyggingar fyrir öll önnur ráðuneyti á risastórri lóð í eigu ríkisins við Skúlagötu. „Hér sjáum við fyrir okkur framtíðarhúsnæði fyrir öll ráðuneytin,“ segir Halldóra þar sem við stöndum eins og krækiber í helvíti á þessari stóru lóð.Hvað sjáið þið fyrir ykkur að hægt sé að byggja mikið á þessari stóru lóð? „Samkvæmt deiliskipulagi ætti að vera hægt að byggja hér 23 til 25 þúsund fermetra. Húsnæðisþörf ráðuneytanna allra er um 15 þúsund fermetrar. Ráðuneytin eru í dag í 23 þúsund fermetrum. Þannig að það er líka mikið hagræði í því að byggja og nýta þá alla fermetrana.“Hvenær gætum við farið að sjá eitthvað af þessum byggingum spretta upp? „Nú er þetta allt á hugmyndastigi og við erum að hugsa til lengri tíma. Nú erum við að hugsa til tíu, tuttugu eða þrjátíu ára. En ef það er vilji til að ráðast í þetta gætum við fengið að sá fyrstu byggingarnar eftir kannski sjö ár,“ segir Halldóra Vífilsdóttir. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði málþófi vegna grásleppu Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Sjá meira
Nú sér fyrir endann á miklum byggingarframkvæmdum á Hafnartorgi og í holunni við Hörpu. En það er ekki þar með sagt að byggingarframkvæmdum sé að ljúka í miðborginni því nú stendur til að byggja skrifstofubyggingu fyrir forsætisráðuneytið á bakvið stjórnarráðshúsið. Halldóra Vífilsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, segir að forsætisráðuneytið sé að missa á næstu árum skrifstofuhúsnæði í húsunum á bak við stjórnarráðið.Þetta er sögufrægt hús og alfriðað, það verður auðvitað tekið tillit til þess? „Já og það verður auðvitað skilyrði. Við ætlum að fara í framkvæmdasamkeppni, hönnunarsamkeppni í byrjun næsta árs um þetta verkefni. Það verða auðvitað sett skilyrði og vissar áherslur, að tekið verði tillit til hússins og sögu þess. Að þessi viðbygging skyggi ekki á, heldur ýti frekar undir húsið eins og það er í dag,“ segir Halldóra. Stefnt er að því að niðurstöður í hönnunarsamkeppni verði kynntar hinn 1. desember á næsta ári þegar haldið verður upp á aldarafmæli íslenska lýðveldisins.Ef við snúum okkur aðeins hérna, það eru svo margir sem halda kannski að forsætisráðuneytið sé eingöngu í gamla tukthúsinu. En það er auðvitað víðar því ráðuneytið er með skrifstofuhúsnæði hér á bakvið en það er ekki tryggt? „Nei. Forsætisráðuneytið er á fimm stöðum á þessum reit, á tveimur stöðum við Hverfisgötu 4 og 6 og svo á 4a og 6a. Þetta eru leigusamningar sem renna út á árunum 2019 til 2021. Þannig að húsnæðið er ekki tryggt til framtíðar,“ segir Halldóra. En það stendur ekki bara til að fara í hönnunarsamkeppni um þetta hús heldur líka framtíðarbyggingar fyrir öll önnur ráðuneyti á risastórri lóð í eigu ríkisins við Skúlagötu. „Hér sjáum við fyrir okkur framtíðarhúsnæði fyrir öll ráðuneytin,“ segir Halldóra þar sem við stöndum eins og krækiber í helvíti á þessari stóru lóð.Hvað sjáið þið fyrir ykkur að hægt sé að byggja mikið á þessari stóru lóð? „Samkvæmt deiliskipulagi ætti að vera hægt að byggja hér 23 til 25 þúsund fermetra. Húsnæðisþörf ráðuneytanna allra er um 15 þúsund fermetrar. Ráðuneytin eru í dag í 23 þúsund fermetrum. Þannig að það er líka mikið hagræði í því að byggja og nýta þá alla fermetrana.“Hvenær gætum við farið að sjá eitthvað af þessum byggingum spretta upp? „Nú er þetta allt á hugmyndastigi og við erum að hugsa til lengri tíma. Nú erum við að hugsa til tíu, tuttugu eða þrjátíu ára. En ef það er vilji til að ráðast í þetta gætum við fengið að sá fyrstu byggingarnar eftir kannski sjö ár,“ segir Halldóra Vífilsdóttir.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði málþófi vegna grásleppu Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Sjá meira