BMW Z5 tryllir lýðinn í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 14. september 2017 12:58 Nýr BMW Z5 er alls ekki slæmur fyrir augað. BMW er fyrirferðarmikið á bílasýningunni í Frankfurt og einn margra bíla sem BMW sýnir nú er hinn tilvonandi Z5 bíll, þó ekki sé víst að bíllinn fái það endanlega nafn. BMW ætlar að hefja sölu á þessum nýja sportbíl á næsta ári, en hann var þróaður í samstarfi við Toyota. Útfærsla Toyota á honum gæti fullt eins fengið nafnið Supra, en það verður bara að koma í ljós eins og í tilfelli BMW. Bíllinn sem sést hér á myndinni er með blæju úr mjúku efni en ekki stáli eins og forverinn og léttir það bílinn umtalsvert. Í yfirbyggingu bílsins er notað talsvert af koltrefjum og svo virðist sem BMW sé mjög umhugað að hafa bílinn sem léttastan. BMW hefur ekki látið uppi hvaða vélar verða í boði, en víst er að það eru aðeins bensínvélar, en heyrst hefur að bjóðast muni að auki tengiltvinnútgáfa og að hún verði fjórhjóladrifin.Bíllinn dró að sér áhugasama gesti í Frankfurt.Alveg viðunandi baksvipur. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent
BMW er fyrirferðarmikið á bílasýningunni í Frankfurt og einn margra bíla sem BMW sýnir nú er hinn tilvonandi Z5 bíll, þó ekki sé víst að bíllinn fái það endanlega nafn. BMW ætlar að hefja sölu á þessum nýja sportbíl á næsta ári, en hann var þróaður í samstarfi við Toyota. Útfærsla Toyota á honum gæti fullt eins fengið nafnið Supra, en það verður bara að koma í ljós eins og í tilfelli BMW. Bíllinn sem sést hér á myndinni er með blæju úr mjúku efni en ekki stáli eins og forverinn og léttir það bílinn umtalsvert. Í yfirbyggingu bílsins er notað talsvert af koltrefjum og svo virðist sem BMW sé mjög umhugað að hafa bílinn sem léttastan. BMW hefur ekki látið uppi hvaða vélar verða í boði, en víst er að það eru aðeins bensínvélar, en heyrst hefur að bjóðast muni að auki tengiltvinnútgáfa og að hún verði fjórhjóladrifin.Bíllinn dró að sér áhugasama gesti í Frankfurt.Alveg viðunandi baksvipur.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent