Kia Stonic frumsýndur í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 14. september 2017 10:55 Kia Stonic í Frankfurt. Kia Stonic var frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt í gær. Stonic er fyrsti smájepplingurinn frá Kia og þykir hönnun bílsins vera djörf og nútímaleg. Bílinn verður hægt að fá í tveimur litatónum þar sem þakið er í öðrum lit en bíllinn sjálfur. Bíllinn er vel búinn þægindabúnaði og nýstárlegum tæknibúnaði. Innanrýmið er nútímalegt þar sem 7 tommu snertiskjár sem stendur upp úr mælaborðinu sér um að framkalla upplýsingar varðandi aksturinn, tónlistarval, símtöl og leiðsögukerfið. Hægt er að tengja símann við bílinn með Apple CarPlay og Android Auto. Stýrið í bílnum er D-laga sem gefur sportlegra yfirbragð. Stonic er í boði með 1,0 lítra T-GDI vélar sem skilar 120 hestöflum. Auk þess er í boði 1.6 lítra dísilvél sem skilar 110 hestöflum. Meðal þæginda sem fáanlegt er í Stonic má nefna snjalllykil sem ökumaður getur ræst bílinn með á einfaldan hátt með ræsirofanum. Bíllinn er búinn miklum öryggisbúnaði m.a. bakkmyndavél með viðmiðunarlínum, athyglisvara fyrir ökumann og blindblettsvara. Stonic er með 7 ára ábyrgð eins og allir aðrir Kia bílar en það er lengsta ábyrgð sem bílaframleiðandi býður upp á. Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent
Kia Stonic var frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt í gær. Stonic er fyrsti smájepplingurinn frá Kia og þykir hönnun bílsins vera djörf og nútímaleg. Bílinn verður hægt að fá í tveimur litatónum þar sem þakið er í öðrum lit en bíllinn sjálfur. Bíllinn er vel búinn þægindabúnaði og nýstárlegum tæknibúnaði. Innanrýmið er nútímalegt þar sem 7 tommu snertiskjár sem stendur upp úr mælaborðinu sér um að framkalla upplýsingar varðandi aksturinn, tónlistarval, símtöl og leiðsögukerfið. Hægt er að tengja símann við bílinn með Apple CarPlay og Android Auto. Stýrið í bílnum er D-laga sem gefur sportlegra yfirbragð. Stonic er í boði með 1,0 lítra T-GDI vélar sem skilar 120 hestöflum. Auk þess er í boði 1.6 lítra dísilvél sem skilar 110 hestöflum. Meðal þæginda sem fáanlegt er í Stonic má nefna snjalllykil sem ökumaður getur ræst bílinn með á einfaldan hátt með ræsirofanum. Bíllinn er búinn miklum öryggisbúnaði m.a. bakkmyndavél með viðmiðunarlínum, athyglisvara fyrir ökumann og blindblettsvara. Stonic er með 7 ára ábyrgð eins og allir aðrir Kia bílar en það er lengsta ábyrgð sem bílaframleiðandi býður upp á.
Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent