Continental kynnir snjalldekk Finnur Thorlacius skrifar 14. september 2017 09:46 Continental Contisense dekkið háþróaða. Á meðan flestra augu beinast að nýjum bílum á bílasýningunni í Frankfurt eru þó margir íhlutaframleiðendur að kynna áhugaverða hluti á sýningunni fjölsóttu. Meðal þeirra er dekkjaframleiðandinn Continental sem kynnir þar dekk með innbyggða skynjara sem lesa slit þess, hitastig og mögulegar skemmdir og getur bæði breytt loftþrýstingi í dekkinu og stillt breydd snertiflatar dekksins við undirlagið. Skynjarinn í dekkinu gefur ökumanni síðan val um fjórar stillingar á eiginleikum dekksins, þ.e. wet, uneven, slippery og normal. Einn af stóru kostum þess að geta stillt eiginleika dekksins er við bestu aðstæður á góðu undirlagi, en þá má auka þrýstinginn í dekkinu, minnka snertiflötinn og eyða talsvert minna eldsneyti fyrir vikið. Þá veitir það einnig mikið öryggi ef aðstæður eru erfiðar að minnka þrýstinginn og auka með því gripið og stækka snertiflötinn á dekkinu. Enn annar kostur er fólginn í því að skynjarinn í dekkinu lætur vita ef slit dekksins eða skemmdir gefa ástæðu til dekkjaskipta. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent
Á meðan flestra augu beinast að nýjum bílum á bílasýningunni í Frankfurt eru þó margir íhlutaframleiðendur að kynna áhugaverða hluti á sýningunni fjölsóttu. Meðal þeirra er dekkjaframleiðandinn Continental sem kynnir þar dekk með innbyggða skynjara sem lesa slit þess, hitastig og mögulegar skemmdir og getur bæði breytt loftþrýstingi í dekkinu og stillt breydd snertiflatar dekksins við undirlagið. Skynjarinn í dekkinu gefur ökumanni síðan val um fjórar stillingar á eiginleikum dekksins, þ.e. wet, uneven, slippery og normal. Einn af stóru kostum þess að geta stillt eiginleika dekksins er við bestu aðstæður á góðu undirlagi, en þá má auka þrýstinginn í dekkinu, minnka snertiflötinn og eyða talsvert minna eldsneyti fyrir vikið. Þá veitir það einnig mikið öryggi ef aðstæður eru erfiðar að minnka þrýstinginn og auka með því gripið og stækka snertiflötinn á dekkinu. Enn annar kostur er fólginn í því að skynjarinn í dekkinu lætur vita ef slit dekksins eða skemmdir gefa ástæðu til dekkjaskipta.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent