Valur getur orðið meistari í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. september 2017 06:00 Andri Rúnar Bjarnason í leik gegn Val sem getur orðið meistari í dag. vísir/stefán Valur á í dag möguleika á að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í áratug en þá fara allir leikir nítjándu umferðar fram. Þrátt fyrir að lítil spenna sé um sjálfan titilinn hafa öll lið deildarinnar að einhverju að keppa í dag. „Ég held að það sé pottþétt að titillinn sé svo gott sem tryggður hjá Val,“ sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur íþróttadeildar um Pepsi-deildina. Valur kemst með sigri á KA norðan heiða í dag í 43 stig en aðeins Stjarnan og FH geta náð 43 stigum úr þessu en þurfa þá að vinna alla leiki sína sem eftir eru. Það þýðir að titillinn er Valsmanna með sigri á Akureyri, ef Stjarnan og FH misstíga sig bæði. Valur er næstsigursælasta félag í sögu Íslandsmótsins með 20 titla. Sá næsti verður hins vegar aðeins annar titill félagsins í 30 ár en síðast urðu Valsmenn meistarar fyrir áratug.Baráttan um Evrópusæti ÍBV er þegar með öruggt sæti í forkeppni Evrópudeildar UEFA eftir sigur liðsins í Borgunarbikarnum. Tvö önnur lið komast í keppnina, þau sem hafna í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Stjarnan (31 stig) og FH (28 stig og leikur til góða) standa þar best að vígi en KR kemur næst á eftir með 26 stig. „Því miður fyrir KR-inga þá er KR ekki að fara í Evrópukeppnina miðað við spilamennsku liðsins,“ segir Hjörvar en Vesturbæingar hafa aðeins unnið einn af síðustu fimm deildarleikjum sínum og steinlágu fyrir ÍBV á heimavelli í síðasta leik, 3-0. „FH-ingar eru einfaldlega betri en KR-ingar í dag. En ef KR ætlar sér að vera með í baráttunni um Evrópusæti þá verða þeir að vinna í Kópavogi í dag og ég held að það gæti verið afar erfitt,“ segir hann.Jón Þór Hauksson stýrði ÍA til sigurs í síðustu umferð. Þrátt fyrir sigurinn eru Skagamenn í vondum málum.vísir/vilhelmÁtta lið í fallbaráttu? Mesta spennan í deildinni er líklega um hvaða tvö lið falla. ÍA stendur reyndar langverst að vígi í þeirri baráttu með þrettán stig – sjö stigum frá öruggu sæti. En Skagamenn halda enn í vonina á meðan hún er enn til staðar. Eitt stig skilur að liðin í næstu þremur sætum fyrir ofan. Fjölnir og Víkingur Ólafsvík eru með 20 stig en ÍBV, sem mætir Grindavík í dag, er með nítján. „Hingað til hefur það nægt í 12 liða deild að vera með 21 stig til að halda sér uppi. Það er fremur lítið og við munum að Þróttur féll með 22 stig í tíu liða deild árið 2003. Það gæti alveg gerst að lið gæti fallið með 25 stig í ár,“ bendir Hjörvar á. Það þýðir að Víkingur Reykjavík (23 stig), KA og Breiðablik (24 stig hvort) sem og spútniklið Grindavíkur (25 stig) eru öll enn í fallhættu. „Grindvíkingar eru ekki alveg sloppnir. Ef Eyjamenn vinna þá í kvöld, þá er Grindavík, sem var eitt heitasta liðið í byrjun tímabils, komið í vesen,“ sagði Hjörvar. Grindavík hefur vissulega snöggkólnað en liðið hefur tapað sex af síðustu átta leikjum sínum.Markametið í hættu Ef Grindavík ætlar sér að eiga góðan endasprett þarf liðið að fá stórt framlag frá Andra Rúnari Bjarnasyni, markahæsta leikmanni deildarinnar, sem enn er að gæla við að bæta markamet efstu deildar á Íslandi. Það stendur í nítján mörkum og er orðið 39 ára gamalt. Andri Rúnar hefur skorað fimmtán mörk í sumar en enginn hefur skorað fleiri á sama tímabilinu síðan Björgólfur Takefusa skoraði sextán mörk árið 2009, ári eftir að liðum var fjölgað í tólf í efstu deild. Allir leikir dagsins hefjast klukkan 17.00 nema viðureign Stjörnunnar og Víkings Ólafsvíkur sem hefst klukkan 19.15. Fylgst verður grannt með gangi mála í öllum leikjum á íþróttavef Vísis og umferðin gerð upp á ítarlegan máta í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 21.15. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Valur á í dag möguleika á að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í áratug en þá fara allir leikir nítjándu umferðar fram. Þrátt fyrir að lítil spenna sé um sjálfan titilinn hafa öll lið deildarinnar að einhverju að keppa í dag. „Ég held að það sé pottþétt að titillinn sé svo gott sem tryggður hjá Val,“ sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur íþróttadeildar um Pepsi-deildina. Valur kemst með sigri á KA norðan heiða í dag í 43 stig en aðeins Stjarnan og FH geta náð 43 stigum úr þessu en þurfa þá að vinna alla leiki sína sem eftir eru. Það þýðir að titillinn er Valsmanna með sigri á Akureyri, ef Stjarnan og FH misstíga sig bæði. Valur er næstsigursælasta félag í sögu Íslandsmótsins með 20 titla. Sá næsti verður hins vegar aðeins annar titill félagsins í 30 ár en síðast urðu Valsmenn meistarar fyrir áratug.Baráttan um Evrópusæti ÍBV er þegar með öruggt sæti í forkeppni Evrópudeildar UEFA eftir sigur liðsins í Borgunarbikarnum. Tvö önnur lið komast í keppnina, þau sem hafna í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Stjarnan (31 stig) og FH (28 stig og leikur til góða) standa þar best að vígi en KR kemur næst á eftir með 26 stig. „Því miður fyrir KR-inga þá er KR ekki að fara í Evrópukeppnina miðað við spilamennsku liðsins,“ segir Hjörvar en Vesturbæingar hafa aðeins unnið einn af síðustu fimm deildarleikjum sínum og steinlágu fyrir ÍBV á heimavelli í síðasta leik, 3-0. „FH-ingar eru einfaldlega betri en KR-ingar í dag. En ef KR ætlar sér að vera með í baráttunni um Evrópusæti þá verða þeir að vinna í Kópavogi í dag og ég held að það gæti verið afar erfitt,“ segir hann.Jón Þór Hauksson stýrði ÍA til sigurs í síðustu umferð. Þrátt fyrir sigurinn eru Skagamenn í vondum málum.vísir/vilhelmÁtta lið í fallbaráttu? Mesta spennan í deildinni er líklega um hvaða tvö lið falla. ÍA stendur reyndar langverst að vígi í þeirri baráttu með þrettán stig – sjö stigum frá öruggu sæti. En Skagamenn halda enn í vonina á meðan hún er enn til staðar. Eitt stig skilur að liðin í næstu þremur sætum fyrir ofan. Fjölnir og Víkingur Ólafsvík eru með 20 stig en ÍBV, sem mætir Grindavík í dag, er með nítján. „Hingað til hefur það nægt í 12 liða deild að vera með 21 stig til að halda sér uppi. Það er fremur lítið og við munum að Þróttur féll með 22 stig í tíu liða deild árið 2003. Það gæti alveg gerst að lið gæti fallið með 25 stig í ár,“ bendir Hjörvar á. Það þýðir að Víkingur Reykjavík (23 stig), KA og Breiðablik (24 stig hvort) sem og spútniklið Grindavíkur (25 stig) eru öll enn í fallhættu. „Grindvíkingar eru ekki alveg sloppnir. Ef Eyjamenn vinna þá í kvöld, þá er Grindavík, sem var eitt heitasta liðið í byrjun tímabils, komið í vesen,“ sagði Hjörvar. Grindavík hefur vissulega snöggkólnað en liðið hefur tapað sex af síðustu átta leikjum sínum.Markametið í hættu Ef Grindavík ætlar sér að eiga góðan endasprett þarf liðið að fá stórt framlag frá Andra Rúnari Bjarnasyni, markahæsta leikmanni deildarinnar, sem enn er að gæla við að bæta markamet efstu deildar á Íslandi. Það stendur í nítján mörkum og er orðið 39 ára gamalt. Andri Rúnar hefur skorað fimmtán mörk í sumar en enginn hefur skorað fleiri á sama tímabilinu síðan Björgólfur Takefusa skoraði sextán mörk árið 2009, ári eftir að liðum var fjölgað í tólf í efstu deild. Allir leikir dagsins hefjast klukkan 17.00 nema viðureign Stjörnunnar og Víkings Ólafsvíkur sem hefst klukkan 19.15. Fylgst verður grannt með gangi mála í öllum leikjum á íþróttavef Vísis og umferðin gerð upp á ítarlegan máta í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 21.15.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira