Auka við hjálparstarf í Karíbahafi eftir að hafa sætt gagnrýni fyrir að gera ekki nóg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. september 2017 23:40 Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, ræðir við litla stúlku á eyjunni Sankti Martin í Karíbahafi. vísir/getty Leiðtogar Evrópuríkjanna sem ráða yfir fjölda eyja í Karíbahafi sem urðu illa úti í fellibylnum Irmu eru nú á leið til eyjanna eða eru þegar komnir. Þeir heita að auka við hjálparstarf á eyjunum en það loforð kemur í kjölfarið á gagnrýni sem þeir hafa sætt fyrir að bregðast seint og illa við náttúruhamförunum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kom á svæðið í dag og heimsækir frönsku eyjarnar í Karíbahafi en á eyjunum Sankti Barts og Sankti Martin týndu alls tíu manns lífi í fellibylnum. Macron sagði að verulega yrði bætt í hjálparstarf og björgunaraðgerðir. Fellibylurinn Irma væri fordæmalaus og þá hefði annar fellibylur, Jose, sem kom strax í kjölfarið, hamlað hjálparstarfi. Macron hét því að sveigja reglur og verkferla ef þess þyrfti til þess að byggja eyjarnar upp á ný. Bresk yfirvöld hafa jafnframt verið gagnrýnd vegna viðbragða sinna við Irmu en alls létust níu manns á breskum yfirráðasvæðum í Karíbahafinu. Von er á Boris Johnson, utanríkisráðherra, á svæðið síðar í vikunni. Þá hefur hollenski konungurinn, Willem Alexander, heimsótt hollensk yfirráðasvæði í dag. „Ég hef séð afleiðingar stríðsátaka og náttúruhamfara áður en ég hef aldrei séð neitt í líkingu við þetta. Það er sama hvert litið er, eyðileggingin blasir alls staðar við,“ sagði hollenski konungurinn við blaðamenn í dag. Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Milljónir flúðu áður en Irma skall á Fjórða stigs fellibylur skall á Flórída í Bandaríkjunum í gær eftir að hafa farið yfir Karíbahaf. Íbúi í Tampa segir við Fréttablaðið að fólk sitji fast því ekki sé hægt að fá bensín í ríkinu. 11. september 2017 06:00 Þessar eyjur hafa orðið á vegi fellibylsins Irmu Fellibylurinn hefur valið mikilli eyðileggingu og þegar kostað tíu mannslíf hið minnsta. 7. september 2017 12:49 Hvíta húsið tekur orsakir loftslagsbreytinga ekki alvarlega Ráðamenn vestanhafs þráskallast enn við að trúa vísindamönnum sem vara þá við að hnattræn hlýnun geti gefið fellibyljum aukinn kraft. 12. september 2017 17:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Leiðtogar Evrópuríkjanna sem ráða yfir fjölda eyja í Karíbahafi sem urðu illa úti í fellibylnum Irmu eru nú á leið til eyjanna eða eru þegar komnir. Þeir heita að auka við hjálparstarf á eyjunum en það loforð kemur í kjölfarið á gagnrýni sem þeir hafa sætt fyrir að bregðast seint og illa við náttúruhamförunum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kom á svæðið í dag og heimsækir frönsku eyjarnar í Karíbahafi en á eyjunum Sankti Barts og Sankti Martin týndu alls tíu manns lífi í fellibylnum. Macron sagði að verulega yrði bætt í hjálparstarf og björgunaraðgerðir. Fellibylurinn Irma væri fordæmalaus og þá hefði annar fellibylur, Jose, sem kom strax í kjölfarið, hamlað hjálparstarfi. Macron hét því að sveigja reglur og verkferla ef þess þyrfti til þess að byggja eyjarnar upp á ný. Bresk yfirvöld hafa jafnframt verið gagnrýnd vegna viðbragða sinna við Irmu en alls létust níu manns á breskum yfirráðasvæðum í Karíbahafinu. Von er á Boris Johnson, utanríkisráðherra, á svæðið síðar í vikunni. Þá hefur hollenski konungurinn, Willem Alexander, heimsótt hollensk yfirráðasvæði í dag. „Ég hef séð afleiðingar stríðsátaka og náttúruhamfara áður en ég hef aldrei séð neitt í líkingu við þetta. Það er sama hvert litið er, eyðileggingin blasir alls staðar við,“ sagði hollenski konungurinn við blaðamenn í dag.
Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Milljónir flúðu áður en Irma skall á Fjórða stigs fellibylur skall á Flórída í Bandaríkjunum í gær eftir að hafa farið yfir Karíbahaf. Íbúi í Tampa segir við Fréttablaðið að fólk sitji fast því ekki sé hægt að fá bensín í ríkinu. 11. september 2017 06:00 Þessar eyjur hafa orðið á vegi fellibylsins Irmu Fellibylurinn hefur valið mikilli eyðileggingu og þegar kostað tíu mannslíf hið minnsta. 7. september 2017 12:49 Hvíta húsið tekur orsakir loftslagsbreytinga ekki alvarlega Ráðamenn vestanhafs þráskallast enn við að trúa vísindamönnum sem vara þá við að hnattræn hlýnun geti gefið fellibyljum aukinn kraft. 12. september 2017 17:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Milljónir flúðu áður en Irma skall á Fjórða stigs fellibylur skall á Flórída í Bandaríkjunum í gær eftir að hafa farið yfir Karíbahaf. Íbúi í Tampa segir við Fréttablaðið að fólk sitji fast því ekki sé hægt að fá bensín í ríkinu. 11. september 2017 06:00
Þessar eyjur hafa orðið á vegi fellibylsins Irmu Fellibylurinn hefur valið mikilli eyðileggingu og þegar kostað tíu mannslíf hið minnsta. 7. september 2017 12:49
Hvíta húsið tekur orsakir loftslagsbreytinga ekki alvarlega Ráðamenn vestanhafs þráskallast enn við að trúa vísindamönnum sem vara þá við að hnattræn hlýnun geti gefið fellibyljum aukinn kraft. 12. september 2017 17:00