Afgangurinn verði 19 milljörðum meiri Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. september 2017 06:00 Áhersla er lögð á græna skatta í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Kolefnisgjald verður tvöfaldað og mun sú aðgerð skila ríkissjóði fjórum milljörðum króna. Þá verður olíugjald á dísilbíla hækkað um tæpar 12 krónur á lítrann og með því á að jafna bensín- og olíugjald. „Þegar ákveðið var að dísilolían skyldi vera ódýrari en bensín var það gert með umhverfissjónarmið í huga vegna þess að talið var að hún væri ekki eins óholl. En nú hafa rannsóknir leitt í ljós að það var misskilningur,“ sagði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið í gær.Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið í ráðuneytinu í gær.vísir/anton„Það er getið um græna skatta í stjórnarsáttmála,“ sagði Benedikt og þess vegna væru ívilnanir fyrir vistvænar bifreiðir en gjöld aukin á bíla sem menga. Undanþága á virðisaukaskatti fyrir vistvæna bíla verður framlengd um þrjú ár. Ráðherrann áætlar að 44 milljarða króna afgangur verði á fjárlögum næsta árs. Þegar fjárlagafrumvarp yfirstandandi árs var lagt fram var gert ráð fyrir 25 milljarða króna afgangi. Mismunurinn er því um nítján milljarðar. Samkvæmt frumvarpinu hækka heildarútgjöld úr 743 milljörðum króna frá árinu 2017 í tæplega 790 milljarða á næsta ári. Hækkunin nemur um 6 prósentum á milli ára. Í fjárlagafrumvarpinu eru boðuð fjögur hagstjórnarmarkmið sem ríkisstjórnin vinnur nú að. Í fyrsta lagi aðhald í ríkisrekstri á þenslutíma. Í öðru lagi að varðveita kaupmátt með sátt á vinnumarkaði. Í þriðja lagi að stuðla að stöðugleika í gengismálum og í fjórða lagi að tryggja og efla opinbera þjónustu og innviði. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að of mikils aðhalds sé gætt í frumvarpinu. „Þetta er sveltistefna á velferðarþjónustuna,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra. Hún segir það aumingjaskap að draga saman þjónustu við veikasta fólkið í góðærinu. „Þeir sem þurfa mest á þjónustu ríkisins að halda, svo sem eins og sjúklingar, eiga ekki að njóta góðærisins. Það er alveg greinilegt. Ég er ekki búin að lesa frumvarpið nákvæmlega, en ég var að gera mér vonir um að þeir myndu setja meira í velferðina, samgöngurnar og lögregluna en fjármálaáætlun gerði ráð fyrir. En því miður er það ekki svo,“ bætir Oddný við. Björn Levý Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir það góðra gjalda vert að hafa 44 milljarða afgang á fjárlögum og greiða niður skuldir „En það þýðir ekki að gera það meðan allt er í niðurníðslu á meðan. Að lokum verður þá bara kostnaðarsamara að fara í uppbyggingarstarf á eftir. Þetta er voðalega skrýtið,“ segir hann. Hann fagnar áformum um uppbyggingu nýs spítala en segir engin önnur kosningaloforð varðandi heilbrigðisþjónustu uppfyllt í fjárlagafrumvarpinu. Það er verið að lækka framlag til nýsköpunar, sem ég skil ekki. Þetta er allt í hlutlausum gír og ekkert meira,“ segir hann. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG, tekur í sama streng. „Það er í rauninni algerlega sorglegt að sjá á slíkum uppgangstíma að það sé ekki verið að koma til móts við stærstu verkefni samtímans.“ Alþingi Markaðir Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Áhersla er lögð á græna skatta í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Kolefnisgjald verður tvöfaldað og mun sú aðgerð skila ríkissjóði fjórum milljörðum króna. Þá verður olíugjald á dísilbíla hækkað um tæpar 12 krónur á lítrann og með því á að jafna bensín- og olíugjald. „Þegar ákveðið var að dísilolían skyldi vera ódýrari en bensín var það gert með umhverfissjónarmið í huga vegna þess að talið var að hún væri ekki eins óholl. En nú hafa rannsóknir leitt í ljós að það var misskilningur,“ sagði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið í gær.Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið í ráðuneytinu í gær.vísir/anton„Það er getið um græna skatta í stjórnarsáttmála,“ sagði Benedikt og þess vegna væru ívilnanir fyrir vistvænar bifreiðir en gjöld aukin á bíla sem menga. Undanþága á virðisaukaskatti fyrir vistvæna bíla verður framlengd um þrjú ár. Ráðherrann áætlar að 44 milljarða króna afgangur verði á fjárlögum næsta árs. Þegar fjárlagafrumvarp yfirstandandi árs var lagt fram var gert ráð fyrir 25 milljarða króna afgangi. Mismunurinn er því um nítján milljarðar. Samkvæmt frumvarpinu hækka heildarútgjöld úr 743 milljörðum króna frá árinu 2017 í tæplega 790 milljarða á næsta ári. Hækkunin nemur um 6 prósentum á milli ára. Í fjárlagafrumvarpinu eru boðuð fjögur hagstjórnarmarkmið sem ríkisstjórnin vinnur nú að. Í fyrsta lagi aðhald í ríkisrekstri á þenslutíma. Í öðru lagi að varðveita kaupmátt með sátt á vinnumarkaði. Í þriðja lagi að stuðla að stöðugleika í gengismálum og í fjórða lagi að tryggja og efla opinbera þjónustu og innviði. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að of mikils aðhalds sé gætt í frumvarpinu. „Þetta er sveltistefna á velferðarþjónustuna,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra. Hún segir það aumingjaskap að draga saman þjónustu við veikasta fólkið í góðærinu. „Þeir sem þurfa mest á þjónustu ríkisins að halda, svo sem eins og sjúklingar, eiga ekki að njóta góðærisins. Það er alveg greinilegt. Ég er ekki búin að lesa frumvarpið nákvæmlega, en ég var að gera mér vonir um að þeir myndu setja meira í velferðina, samgöngurnar og lögregluna en fjármálaáætlun gerði ráð fyrir. En því miður er það ekki svo,“ bætir Oddný við. Björn Levý Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir það góðra gjalda vert að hafa 44 milljarða afgang á fjárlögum og greiða niður skuldir „En það þýðir ekki að gera það meðan allt er í niðurníðslu á meðan. Að lokum verður þá bara kostnaðarsamara að fara í uppbyggingarstarf á eftir. Þetta er voðalega skrýtið,“ segir hann. Hann fagnar áformum um uppbyggingu nýs spítala en segir engin önnur kosningaloforð varðandi heilbrigðisþjónustu uppfyllt í fjárlagafrumvarpinu. Það er verið að lækka framlag til nýsköpunar, sem ég skil ekki. Þetta er allt í hlutlausum gír og ekkert meira,“ segir hann. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG, tekur í sama streng. „Það er í rauninni algerlega sorglegt að sjá á slíkum uppgangstíma að það sé ekki verið að koma til móts við stærstu verkefni samtímans.“
Alþingi Markaðir Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira