Skóbúnaður fyrirsætna á sýningu Fenty Puma eftir Rihönnu á tískuvikunni í New York vakti mikla athygli á dögunum. Hún bauð upp á svokallaða flip flop skó með hæl. sumir opnir í hælinn og aðrir með bandi utanum ökklan.
Einhverntíman er alltaf eitthvað fyrst en þessir skór hafa hingað til verið þekktir sem skór til að nota í heitu veðri og á ströndinni, enda auðvelt að klæða sig í og úr sem og flestir þola vatn ágætlega.
Við erum ekki seldar á þessi trendi, en við gætum skipt um skoðun fyrir næsta sumar. Ætli þeir séu þægilegir??




