Hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu frestað um hálft ár Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2017 09:46 Ferðamenn á Þingvöllum sem greiddu líklega flestir ellefu prósent virðisaukaskatt. vísir/pjetur Fyrirhugaðri hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustutengd starfsemi verður frestað um hálft ár og mun taka gildi 1. janúar 2019. Hækkkunin, sem átti að taka gildi, 1. júlí næstkomandi, hafði verið harðlega gagnrýnd. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fjárlögum fyrir árið 2018 sem kynnt voru í dag en í fjármálaáætlun var stefnt að því að færa gistiþjónustu og aðra ferðaþjónustutengda starfsemi úr neðra þrepi í almennt þrep virðisaukaskatts þann 1. júlí 2018. Við upphaf ársins 2019 mun hið almenna þrep virðisaukaskattsins lækka úr 24 prósent í 22,5 prósent. Sjá einnig: Gert ráð fyrir 44 milljarða króna afgangi Áformin höfðu verði gagnrýnd nokkuð harðlega af hagsmunaaðilum innan ferðaþjónustunnar. Vöruðu samtök ferðaþjónustunnar við því að afkoma fyrirtækja í greininni færi hratt versnandi. Þá var tímasetning breytinganna, um mitt sumar á miðjum háannatíma ferðaþjónustunnar gagnrýnd. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir að með því að fresta hækkuninni um hálft ár sé verið að koma til móts við þessa gagnrýni.„Með þessu uppleggi erum við að koma til móts við gagnrýni sem kom við umfjöllun um fjármálaáætlun, einkum hversu flókið það er að breyta um skattþrep tvisvar á hálfu ári,“ segir Benedikt. Ferðamennska á Íslandi Fjárlög Tengdar fréttir Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00 Segja boðaðar skattahækkanir reiðarslag fyrir ferðaþjónustu Mikil óánægja ríkir meðal ferðaþjónustufyrirtækja með boðaðar skattahækkanir á greinina og var boðað til aukafundar hjá samtökum ferðaþjónustunnar síðdegis í dag vegna málsins. 30. mars 2017 21:26 „Afkoma greinarinnar fer hratt versnandi“ Samtök ferðaþjónustunnar segja að fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á fyrirtæki í ferðaþjónustu fari gegn lögum um opinber fjármál og gangi í berhögg við sjónarmið um meðalhóf við hækkun skatta. Framkvæmdastjóri samtakanna segir afkomu fyrirtækja í greininni fara hratt versnandi. 28. apríl 2017 19:00 Segir heildarhagsmuni tekna fram yfir sérhagsmuni með hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Hann segir ekki sjá mikið athugavert við það að Ísland sé dýr áfangastaður og að ferðaþjónustan geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess þurfi þó skýra sýn og samstarf stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. 30. apríl 2017 12:32 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira
Fyrirhugaðri hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustutengd starfsemi verður frestað um hálft ár og mun taka gildi 1. janúar 2019. Hækkkunin, sem átti að taka gildi, 1. júlí næstkomandi, hafði verið harðlega gagnrýnd. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fjárlögum fyrir árið 2018 sem kynnt voru í dag en í fjármálaáætlun var stefnt að því að færa gistiþjónustu og aðra ferðaþjónustutengda starfsemi úr neðra þrepi í almennt þrep virðisaukaskatts þann 1. júlí 2018. Við upphaf ársins 2019 mun hið almenna þrep virðisaukaskattsins lækka úr 24 prósent í 22,5 prósent. Sjá einnig: Gert ráð fyrir 44 milljarða króna afgangi Áformin höfðu verði gagnrýnd nokkuð harðlega af hagsmunaaðilum innan ferðaþjónustunnar. Vöruðu samtök ferðaþjónustunnar við því að afkoma fyrirtækja í greininni færi hratt versnandi. Þá var tímasetning breytinganna, um mitt sumar á miðjum háannatíma ferðaþjónustunnar gagnrýnd. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir að með því að fresta hækkuninni um hálft ár sé verið að koma til móts við þessa gagnrýni.„Með þessu uppleggi erum við að koma til móts við gagnrýni sem kom við umfjöllun um fjármálaáætlun, einkum hversu flókið það er að breyta um skattþrep tvisvar á hálfu ári,“ segir Benedikt.
Ferðamennska á Íslandi Fjárlög Tengdar fréttir Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00 Segja boðaðar skattahækkanir reiðarslag fyrir ferðaþjónustu Mikil óánægja ríkir meðal ferðaþjónustufyrirtækja með boðaðar skattahækkanir á greinina og var boðað til aukafundar hjá samtökum ferðaþjónustunnar síðdegis í dag vegna málsins. 30. mars 2017 21:26 „Afkoma greinarinnar fer hratt versnandi“ Samtök ferðaþjónustunnar segja að fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á fyrirtæki í ferðaþjónustu fari gegn lögum um opinber fjármál og gangi í berhögg við sjónarmið um meðalhóf við hækkun skatta. Framkvæmdastjóri samtakanna segir afkomu fyrirtækja í greininni fara hratt versnandi. 28. apríl 2017 19:00 Segir heildarhagsmuni tekna fram yfir sérhagsmuni með hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Hann segir ekki sjá mikið athugavert við það að Ísland sé dýr áfangastaður og að ferðaþjónustan geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess þurfi þó skýra sýn og samstarf stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. 30. apríl 2017 12:32 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira
Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00
Segja boðaðar skattahækkanir reiðarslag fyrir ferðaþjónustu Mikil óánægja ríkir meðal ferðaþjónustufyrirtækja með boðaðar skattahækkanir á greinina og var boðað til aukafundar hjá samtökum ferðaþjónustunnar síðdegis í dag vegna málsins. 30. mars 2017 21:26
„Afkoma greinarinnar fer hratt versnandi“ Samtök ferðaþjónustunnar segja að fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á fyrirtæki í ferðaþjónustu fari gegn lögum um opinber fjármál og gangi í berhögg við sjónarmið um meðalhóf við hækkun skatta. Framkvæmdastjóri samtakanna segir afkomu fyrirtækja í greininni fara hratt versnandi. 28. apríl 2017 19:00
Segir heildarhagsmuni tekna fram yfir sérhagsmuni með hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Hann segir ekki sjá mikið athugavert við það að Ísland sé dýr áfangastaður og að ferðaþjónustan geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess þurfi þó skýra sýn og samstarf stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. 30. apríl 2017 12:32