Fyrsta húðflúrið í 76 ára afmælisgjöf Guðný Hrönn skrifar 12. september 2017 09:30 Húðflúrlistamaðurinn Ívar er búinn að setja tattú á bæði mömmu sína og ömmu. „Hún fékk tattú í 76 ára afmælisgjöf frá mér. Hún var ekki með tattú fyrir en var alveg himinlifandi með þessa gjöf. Hún ákvað svo fyrir nokkrum vikum síðan að skella sér í stutta ferð til Kaupmannahafnar og sækja gjöfina,“ segir Ívar Østerby Ævarsson sem á tattústofu í Kaupmannahöfn. Hann setti tattú á ömmu sína, Eygló Jónu Gunnarsdóttur, um helgina. „Ég er alveg rosalega ánægð. Hann er bara svo svakalega flinkur,“ segir Eygló spurð út í hvernig henni lítist á nýja húðflúrið sitt. „Hún stóð sig eins og hetja, henni fannst þetta bara hálfhlægilegt,“ segir Ívar og hlær þegar hann er spurður út í hvernig amma hafi staðið sig á meðan hann húðflúraði hana. Hann lýsir henni sem ævintýragjarnri.„Nei, þetta var bara smá svona kitl. Ég kveinkaði mér aldrei,“ segir Eygló þegar hún er spurð hvort þetta hafi ekki verið vont. Hana hefur aldrei langað í tattú í gegnum tíðina að eigin sögn, ekki fyrr en núna. „Nei, aldrei, bara eftir að Ívar fór í þennan bransa. Og hann gaf mér þetta náttúrulega í afmælisgjöf og maður verður að þiggja afmælisgjafirnar sínar,“ segir hún og hlær. Spurður nánar út í tattúið sem amma hans valdi að fá sér segir Ívar: „Þetta er Lúthersrós sem hún fékk sér í tilefni þess að það eru 500 ár síðan lútherstrú var stofnuð.“ Þess má geta að Eygló var djákni í Selfosskirkju. „Þegar ég var vígð sem djákni þá fékk ég Lúthersrós í glerboxi. Ég tók mynd af henni og Ívar útfærði hana í tattú. Og hann gerði hana miklu flottari,“ segir Eygló. Mamma fékk líka tattúAðspurður hvernig ömmu hans lítist á starfsframann sem hann valdi sér segir Ívar hana vera sátta. „Hún er ánægð með starfið sem ég valdi mér og hún hefur mikinn áhuga. Mamma líka. En fyrst var mamma ekkert rosalega spennt. Þegar ég var 17 eða 18 ára og sagði henni að þetta væri það sem ég vildi gera, þá held ég að hún hafi orðið veik í viku,“ útskýrir Ívar og skellir upp úr.„Mamma fékk sér sitt fyrsta tattú fyrir um tveimur árum, þannig að hún hefur aldeilis snúist við.“ Móðir Ívars, Lísa Björg Ingvarsdóttir, er stolt í dag. „Nei, fyrst leist mér ekki á þetta, en hann er svo listrænn og hefur alltaf verið svo flinkur að teikna. Það er náttúrulega alveg magnað að geta unnið við það sem maður elskar,“ segir Lísa. Húðflúr Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
„Hún fékk tattú í 76 ára afmælisgjöf frá mér. Hún var ekki með tattú fyrir en var alveg himinlifandi með þessa gjöf. Hún ákvað svo fyrir nokkrum vikum síðan að skella sér í stutta ferð til Kaupmannahafnar og sækja gjöfina,“ segir Ívar Østerby Ævarsson sem á tattústofu í Kaupmannahöfn. Hann setti tattú á ömmu sína, Eygló Jónu Gunnarsdóttur, um helgina. „Ég er alveg rosalega ánægð. Hann er bara svo svakalega flinkur,“ segir Eygló spurð út í hvernig henni lítist á nýja húðflúrið sitt. „Hún stóð sig eins og hetja, henni fannst þetta bara hálfhlægilegt,“ segir Ívar og hlær þegar hann er spurður út í hvernig amma hafi staðið sig á meðan hann húðflúraði hana. Hann lýsir henni sem ævintýragjarnri.„Nei, þetta var bara smá svona kitl. Ég kveinkaði mér aldrei,“ segir Eygló þegar hún er spurð hvort þetta hafi ekki verið vont. Hana hefur aldrei langað í tattú í gegnum tíðina að eigin sögn, ekki fyrr en núna. „Nei, aldrei, bara eftir að Ívar fór í þennan bransa. Og hann gaf mér þetta náttúrulega í afmælisgjöf og maður verður að þiggja afmælisgjafirnar sínar,“ segir hún og hlær. Spurður nánar út í tattúið sem amma hans valdi að fá sér segir Ívar: „Þetta er Lúthersrós sem hún fékk sér í tilefni þess að það eru 500 ár síðan lútherstrú var stofnuð.“ Þess má geta að Eygló var djákni í Selfosskirkju. „Þegar ég var vígð sem djákni þá fékk ég Lúthersrós í glerboxi. Ég tók mynd af henni og Ívar útfærði hana í tattú. Og hann gerði hana miklu flottari,“ segir Eygló. Mamma fékk líka tattúAðspurður hvernig ömmu hans lítist á starfsframann sem hann valdi sér segir Ívar hana vera sátta. „Hún er ánægð með starfið sem ég valdi mér og hún hefur mikinn áhuga. Mamma líka. En fyrst var mamma ekkert rosalega spennt. Þegar ég var 17 eða 18 ára og sagði henni að þetta væri það sem ég vildi gera, þá held ég að hún hafi orðið veik í viku,“ útskýrir Ívar og skellir upp úr.„Mamma fékk sér sitt fyrsta tattú fyrir um tveimur árum, þannig að hún hefur aldeilis snúist við.“ Móðir Ívars, Lísa Björg Ingvarsdóttir, er stolt í dag. „Nei, fyrst leist mér ekki á þetta, en hann er svo listrænn og hefur alltaf verið svo flinkur að teikna. Það er náttúrulega alveg magnað að geta unnið við það sem maður elskar,“ segir Lísa.
Húðflúr Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira