Sjáðu Bugatti Chiron ná 400 á 32,6 sekúndum Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2017 15:01 Montoya undir stýri á Bugatti Chiron bílnum. Einn alöflugasti fjöldaframleiddi bíll í heimi er Bugatti Chiron, enda 1.500 hestafla bíll með 16 strokka vél. Fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn Juan Pablo Montoya fékk einn slíkan lánaðan í 2 daga fyrir skömmu og lét reyna á getu bílsins. Hann setti bílinn meðal annars í 400 km hraða og það tók aðeins 32,6 sekúndur og það má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Á 41,96 sekúndum hafði bíllinn náð 400 km/klst og var orðinn kyrrstæður aftur og er það heimsmet hvað fjöldaframleiddan bíl varðar. Montoya þurfti ekki nema 3.112 metra til að ná þessum 400 km hraða og bremsa uns kyrrstæður. Það virðist hafa verið ósköp gaman hjá Montoya við að reyna Chiron bílinn því hann setti hann einum 17 sinnum yfir 400 km hraða, en til þess þarf að snúa svokölluðum „Top Speed Key“ sem leyfir bílnum að fara yfir 380 km hraða. Montoya náði mest 420 km hraða og braut með því eigið hraðamet sem hann hafði náð á IndyCar bíl. Montoya var ekki í tilhlíðilegum öryggisbúnaði við alla þessa gjörninga, svo sem eldvarnarbúningi og hjálmi með hálsstuðningi, en sagði eftirá að svo öruggur hafi honum bíllinn fundist að engin ástæða hafi verið til að vera í þessum búnaði. Enn á eftir að finna útúr hámarkshraða Bugatti Chiron bílsins og vonast Montoya til þess að honum verði fengið það verkefni. Forveri Chiron bílsins, Bugatti Veyron náði 431 km hraða og víst má telja að það muni reynast Bugatti Chiron auðvelt að ná. Þeir sem heimsækja bílasýninguna í Frankfurt sem hefst fyrir blaðamenn á morgun og almenning seinna í vikunni geta barið Bugatti Chiron bílinn augum. Af þeim 500 eintökum sem til stendur til að framleiða af Bugatti Chiron hafa 300 þeirra þegar verið seld. Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent
Einn alöflugasti fjöldaframleiddi bíll í heimi er Bugatti Chiron, enda 1.500 hestafla bíll með 16 strokka vél. Fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn Juan Pablo Montoya fékk einn slíkan lánaðan í 2 daga fyrir skömmu og lét reyna á getu bílsins. Hann setti bílinn meðal annars í 400 km hraða og það tók aðeins 32,6 sekúndur og það má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Á 41,96 sekúndum hafði bíllinn náð 400 km/klst og var orðinn kyrrstæður aftur og er það heimsmet hvað fjöldaframleiddan bíl varðar. Montoya þurfti ekki nema 3.112 metra til að ná þessum 400 km hraða og bremsa uns kyrrstæður. Það virðist hafa verið ósköp gaman hjá Montoya við að reyna Chiron bílinn því hann setti hann einum 17 sinnum yfir 400 km hraða, en til þess þarf að snúa svokölluðum „Top Speed Key“ sem leyfir bílnum að fara yfir 380 km hraða. Montoya náði mest 420 km hraða og braut með því eigið hraðamet sem hann hafði náð á IndyCar bíl. Montoya var ekki í tilhlíðilegum öryggisbúnaði við alla þessa gjörninga, svo sem eldvarnarbúningi og hjálmi með hálsstuðningi, en sagði eftirá að svo öruggur hafi honum bíllinn fundist að engin ástæða hafi verið til að vera í þessum búnaði. Enn á eftir að finna útúr hámarkshraða Bugatti Chiron bílsins og vonast Montoya til þess að honum verði fengið það verkefni. Forveri Chiron bílsins, Bugatti Veyron náði 431 km hraða og víst má telja að það muni reynast Bugatti Chiron auðvelt að ná. Þeir sem heimsækja bílasýninguna í Frankfurt sem hefst fyrir blaðamenn á morgun og almenning seinna í vikunni geta barið Bugatti Chiron bílinn augum. Af þeim 500 eintökum sem til stendur til að framleiða af Bugatti Chiron hafa 300 þeirra þegar verið seld.
Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent