Frans páfi: Sagan mun dæma þá sem afneita loftslagsbreytingum Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2017 14:33 Frans páfi er ómyrkur í máli um þá sem hunsa ráðleggingar vísindamanna um loftslagsbreytingar á jörðinni. Vísir/AFP Nýlegir fellibyljir ættu að gera fólki ljóst að mannkynið mun sökkva ef það tekur ekki á loftslagsbreytingum, að sögn Frans páfa. Hann varar við því að sagan muni dæma þá sem hafna vísindalegri þekkingu á orsökum þeirra. Þetta sagði páfi við blaðamenn í gær þegar hann ferðaðist frá Kólumbíu þar sem hann var í opinberri heimsókn. Hann var einarður stuðningsmaður Parísarsamkomulagsins um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum árið 2015. „Ef við skiptum ekki um stefnu, munum við sökkva,“ sagði Frans þegar hann var spurður út í fellibylina Harvey og Irmu sem hafa verið sögulegir stormar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Afleiðingar loftslagsbreytinga væru nú þegar greinilegar og vísindamenn hefðu lýst því til hvaða aðgerða þurfi að grípa „Ef einhver efast um að það sé satt þá ættu þeir að spyrja vísindamenn. Þeir eru mjög afdráttarlausir. Þetta eru ekki skoðanir sem þeir mótuðu á staðnum. Þeir eru mjög afdráttarlausir. Svo þarf hver maður að ákveða sig og sagan mun dæma þá ákvörðun,“ sagði Frans páfi. Þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í júní að hann hygðist draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu lýsti talsmaður Páfagarða ákvörðuninni sem „löðrungi“ í andlit páfa og Páfagarðs. Fellibylurinn Harvey Fellibylurinn Irma Loftslagsmál Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Nýlegir fellibyljir ættu að gera fólki ljóst að mannkynið mun sökkva ef það tekur ekki á loftslagsbreytingum, að sögn Frans páfa. Hann varar við því að sagan muni dæma þá sem hafna vísindalegri þekkingu á orsökum þeirra. Þetta sagði páfi við blaðamenn í gær þegar hann ferðaðist frá Kólumbíu þar sem hann var í opinberri heimsókn. Hann var einarður stuðningsmaður Parísarsamkomulagsins um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum árið 2015. „Ef við skiptum ekki um stefnu, munum við sökkva,“ sagði Frans þegar hann var spurður út í fellibylina Harvey og Irmu sem hafa verið sögulegir stormar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Afleiðingar loftslagsbreytinga væru nú þegar greinilegar og vísindamenn hefðu lýst því til hvaða aðgerða þurfi að grípa „Ef einhver efast um að það sé satt þá ættu þeir að spyrja vísindamenn. Þeir eru mjög afdráttarlausir. Þetta eru ekki skoðanir sem þeir mótuðu á staðnum. Þeir eru mjög afdráttarlausir. Svo þarf hver maður að ákveða sig og sagan mun dæma þá ákvörðun,“ sagði Frans páfi. Þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í júní að hann hygðist draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu lýsti talsmaður Páfagarða ákvörðuninni sem „löðrungi“ í andlit páfa og Páfagarðs.
Fellibylurinn Harvey Fellibylurinn Irma Loftslagsmál Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“