Gullfalleg Íslandsferð á óvenjulegum Hilux Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2017 12:59 Vígalegur Arctic Trucks breytti Hilux bíllinn með hús frá Geocar Hurter Offroad. Ævintýramaðurinn og bílaáhugamaðurinn Stefan Forster hafði hug á að verða sér úti um hæfan torfærubíl til fjölbreyttra og ævintýralegra leiðangra sinna. Hann gat þó ekki hugsað sér að kaupa einn tilbúinn slíkan fyrir meira en 100.000 dollara og brá þá á það ráð að láta Arctic Trucks breyta Toyota Hilux bíl sínum og setti hús frá Geocar Hurter Offroad ofaná pall bílsins. Var hann þá kominn með einkar hæfan bíl til ævintýra sinna.Glímt við íslensku vötnin.Hvar var síðan betra að prófa slíkan bíl nema á hálendi Íslands og þangað lá leiðin með dróna í farteskinu og var ferðin fest á filmu með aðstoð hans. Afrakstur þess má sjá í meðfylgjandi myndskeiði og ekki verður annað sagt en íslensk náttúra prýði myndskeiðið. Undir húddinu á Hilux bíl Forster er 225 hestafla og þriggja lítra dísilvél. Innan úr húsinu frá Geocar Hurter Offroad á Hilux bíl Stefan Forster.Á bílinn var sett snorkel til að gera hann hæfari til að fara yfir ár og heill hellingur af Hella ljósum eru á honum til að auðvelda aksturinn í myrkri. Hann er auk þess með hlífðarplötur undir bílnum frá Arctic Trucks til að verja hann á erfiðari leiðum og læst drif er bæði að framan og aftan. Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent
Ævintýramaðurinn og bílaáhugamaðurinn Stefan Forster hafði hug á að verða sér úti um hæfan torfærubíl til fjölbreyttra og ævintýralegra leiðangra sinna. Hann gat þó ekki hugsað sér að kaupa einn tilbúinn slíkan fyrir meira en 100.000 dollara og brá þá á það ráð að láta Arctic Trucks breyta Toyota Hilux bíl sínum og setti hús frá Geocar Hurter Offroad ofaná pall bílsins. Var hann þá kominn með einkar hæfan bíl til ævintýra sinna.Glímt við íslensku vötnin.Hvar var síðan betra að prófa slíkan bíl nema á hálendi Íslands og þangað lá leiðin með dróna í farteskinu og var ferðin fest á filmu með aðstoð hans. Afrakstur þess má sjá í meðfylgjandi myndskeiði og ekki verður annað sagt en íslensk náttúra prýði myndskeiðið. Undir húddinu á Hilux bíl Forster er 225 hestafla og þriggja lítra dísilvél. Innan úr húsinu frá Geocar Hurter Offroad á Hilux bíl Stefan Forster.Á bílinn var sett snorkel til að gera hann hæfari til að fara yfir ár og heill hellingur af Hella ljósum eru á honum til að auðvelda aksturinn í myrkri. Hann er auk þess með hlífðarplötur undir bílnum frá Arctic Trucks til að verja hann á erfiðari leiðum og læst drif er bæði að framan og aftan.
Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent