Green Bay og Dallas byrja vel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. september 2017 12:36 Elliott var magnaður í liði Dallas í gær. Vísir/Getty Tólf leikir fóru fram á annasömum degi í NFL-deildinni í gær þar sem stórlið Green Bay Packers og Dallas Cowboys byrjuðu á sigurbraut. Bæði lið lögðu sterka andstæðinga að velli í fyrstu umferðinni. Dallas sendi skýr skilaboð með sigri á New York Giants, sem var án útherjans skrautlega Odell Beckham sem meiddist á undirbúningstímabilinu. Án Beckham skoraði Giants aðeins eitt vallarmark í leiknum og ekki eitt einasta snertimark. Sjá einnig: Meistararnir flengdir í fjórða leikhluta Ezekiel Elliott spilaði hins vegar í leiknum en þessi magnaði hlaupari í liði Dallas hafði verið dæmdur í sex leikja bann af NFL-deildinni fyrir heimilsofbeldi. Hann kærði hins vegar deildina fyrir bannið og fékk sínu í gegn. Elliot var því heimilt að spila á meðan að mál hans þvælist í dómskerfinu í Banda´rikjunum. Elliot skilaði samtals 140 jördum í leiknum sem gerði það að verkum að Dallas stýrði ferðinni í leiknum. Leikstjórnandinn Dak Prescott gaf eina snertimarkssendingu í leiknum, á innherjann þaulreynda Jason Witten.Russell Wilson.Vísir/GettyWilson hikstaði Sókn Seattle-liðsins og leikstjórnandinn Russell Wilson hafa átt betri daga en gegn Green Bay Packers í gærkvöldi. Þrátt fyrir að hin magnaða vörn Seattle hafi staðið sína plikt - fellt Aaron Rodgers fjórum sinnum og með eitt inngrip - náði sóknin ekki að færa sér það í nyt. Rodgers nýtti sér það og gaf snertimarkssendingu á Jordy Nelson í síðari hálfleik sem fór langt með að gera út um leikinn fyrir Green Bay. Lokatölur voru 17-9 en Seattle náði aldrei að ógna forystunni undir lok leiksins. Wilson skilaði aðeins 158 sendingajördum í leiknum og eini maðurinn sem skoraði stig í leiknum var sparkarinn Blair Walsh. Meðal annarra úrslita má nefna stórsigur LA Rams á Indianapolis Colts, 46-9, í fyrsta leik Sean McVay sem aðalþjálfara Rams. McVay er aðeins 31 árs gamall. Andrew Luck er fjarri góðu gamni vegna meiðsla en Scott Tolzien fyllti í skarð hans í stöðu leikstjórnanda Colts. Tolzien var felldur fjórum sinnum og kostaði boltanum tvívegis í hendur andstæðinganna. Næstu leikir sem sýndir verða beint á Stöð 2 Sport verða viðureignir New Orleans Saints og New England Patriots (kl. 17.00) og leikur Denver Broncos og Dallas Cowboys (kl. 20.20) á sunnudag.Úrslit gærdagsins: Buffalo - NY Jets 21-12 Chicago - Atlanta 17-23 Cincinnati - Baltimore 0-20 Cleveland - Pittsburgh 18-21 Detroit - Arizona 35-23 Houston - Jacksonville 7-29 Tennesse - Oakland 16-26 Washington - Philadelphia 17-30 LA Rams - Indianapolis 46-9 Green Bay - Seattle 17-9 San Francisco - Carolina 3-23 Dallas - NY Giants 19-3 NFL Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Fleiri fréttir Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ „Ég spila fyrir mömmu mína“ Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Missir af leik helgarinnar eftir að hafa fengið heilahristing heima hjá sér Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Sjá meira
Tólf leikir fóru fram á annasömum degi í NFL-deildinni í gær þar sem stórlið Green Bay Packers og Dallas Cowboys byrjuðu á sigurbraut. Bæði lið lögðu sterka andstæðinga að velli í fyrstu umferðinni. Dallas sendi skýr skilaboð með sigri á New York Giants, sem var án útherjans skrautlega Odell Beckham sem meiddist á undirbúningstímabilinu. Án Beckham skoraði Giants aðeins eitt vallarmark í leiknum og ekki eitt einasta snertimark. Sjá einnig: Meistararnir flengdir í fjórða leikhluta Ezekiel Elliott spilaði hins vegar í leiknum en þessi magnaði hlaupari í liði Dallas hafði verið dæmdur í sex leikja bann af NFL-deildinni fyrir heimilsofbeldi. Hann kærði hins vegar deildina fyrir bannið og fékk sínu í gegn. Elliot var því heimilt að spila á meðan að mál hans þvælist í dómskerfinu í Banda´rikjunum. Elliot skilaði samtals 140 jördum í leiknum sem gerði það að verkum að Dallas stýrði ferðinni í leiknum. Leikstjórnandinn Dak Prescott gaf eina snertimarkssendingu í leiknum, á innherjann þaulreynda Jason Witten.Russell Wilson.Vísir/GettyWilson hikstaði Sókn Seattle-liðsins og leikstjórnandinn Russell Wilson hafa átt betri daga en gegn Green Bay Packers í gærkvöldi. Þrátt fyrir að hin magnaða vörn Seattle hafi staðið sína plikt - fellt Aaron Rodgers fjórum sinnum og með eitt inngrip - náði sóknin ekki að færa sér það í nyt. Rodgers nýtti sér það og gaf snertimarkssendingu á Jordy Nelson í síðari hálfleik sem fór langt með að gera út um leikinn fyrir Green Bay. Lokatölur voru 17-9 en Seattle náði aldrei að ógna forystunni undir lok leiksins. Wilson skilaði aðeins 158 sendingajördum í leiknum og eini maðurinn sem skoraði stig í leiknum var sparkarinn Blair Walsh. Meðal annarra úrslita má nefna stórsigur LA Rams á Indianapolis Colts, 46-9, í fyrsta leik Sean McVay sem aðalþjálfara Rams. McVay er aðeins 31 árs gamall. Andrew Luck er fjarri góðu gamni vegna meiðsla en Scott Tolzien fyllti í skarð hans í stöðu leikstjórnanda Colts. Tolzien var felldur fjórum sinnum og kostaði boltanum tvívegis í hendur andstæðinganna. Næstu leikir sem sýndir verða beint á Stöð 2 Sport verða viðureignir New Orleans Saints og New England Patriots (kl. 17.00) og leikur Denver Broncos og Dallas Cowboys (kl. 20.20) á sunnudag.Úrslit gærdagsins: Buffalo - NY Jets 21-12 Chicago - Atlanta 17-23 Cincinnati - Baltimore 0-20 Cleveland - Pittsburgh 18-21 Detroit - Arizona 35-23 Houston - Jacksonville 7-29 Tennesse - Oakland 16-26 Washington - Philadelphia 17-30 LA Rams - Indianapolis 46-9 Green Bay - Seattle 17-9 San Francisco - Carolina 3-23 Dallas - NY Giants 19-3
NFL Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Fleiri fréttir Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ „Ég spila fyrir mömmu mína“ Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Missir af leik helgarinnar eftir að hafa fengið heilahristing heima hjá sér Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Sjá meira