Skaðvaldurinn Lára G. Sigurðarsdóttir skrifar 11. september 2017 07:00 Klukkan er rétt skriðin yfir miðnætti. Ég stend við færiband á flugvelli í Evrópu og bíð eftir töskunni minni. Það líður ekki langur tími þar til við heyrum örvæntingarfull óp og köll. Íslenskur karlmaður er að ganga í skrokk á eiginkonu sinni og ferðafélagar snúa manninn niður þar til öryggisverðir flytja hann á brott. Í nokkurra metra radíus við ofbeldismanninn liggja ótal litlar áfengisflöskur á víð og dreif. Okkur sem urðum vitni að ofbeldinu leið bæði vel og illa. Vorum þakklát fyrir vinina sem vernduðu konuna en óttaslegin yfir því sem gæti gerst þegar enginn sæi til. Þessi tilfinning fylgdi okkur inn í fríið okkar, þrátt fyrir að þekkja þetta fólk ekki neitt. En af hverju fær áfengi mann til að ganga í skrokk á eiginkonu sinni? Sökudólgurinn er etanól, sem finnst í öllum áfengum drykkjum. Flestir sem neyta áfengis tengja áfengi við slökun því etanól hægir á boðefnaskiptum í heilanum. Á sama tíma minnkar etanól dómgreind og athyglisgáfu, sem getur aukið árásarhneigð við minnsta tilefni. Vísindamenn hafa borið saman skaða sem hin ýmsu fíkniefni valda. Af 20 fíkniefnum sem skoðuð voru trónir áfengi á toppnum, með um fimmfalt meiri skaða fyrir samfélagið en tóbak. Það er eðli okkar að vera annt um velferð annarra. Mikilvæg leið til að minnka vesöld í samfélaginu er að beita lögum, eins og áfengislögum, til að takmarka aðgengi. Ef við hins vegar aukum aðgengi erum við að senda þau skilaboð til samfélagsins að áfengi sé bara venjuleg neysluvara. Það að maður gangi í skrokk á konu sinni eftir áfengisneyslu er einungis brot af birtingarmynd þessa mesta skaðvalds sem sögur fara af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun
Klukkan er rétt skriðin yfir miðnætti. Ég stend við færiband á flugvelli í Evrópu og bíð eftir töskunni minni. Það líður ekki langur tími þar til við heyrum örvæntingarfull óp og köll. Íslenskur karlmaður er að ganga í skrokk á eiginkonu sinni og ferðafélagar snúa manninn niður þar til öryggisverðir flytja hann á brott. Í nokkurra metra radíus við ofbeldismanninn liggja ótal litlar áfengisflöskur á víð og dreif. Okkur sem urðum vitni að ofbeldinu leið bæði vel og illa. Vorum þakklát fyrir vinina sem vernduðu konuna en óttaslegin yfir því sem gæti gerst þegar enginn sæi til. Þessi tilfinning fylgdi okkur inn í fríið okkar, þrátt fyrir að þekkja þetta fólk ekki neitt. En af hverju fær áfengi mann til að ganga í skrokk á eiginkonu sinni? Sökudólgurinn er etanól, sem finnst í öllum áfengum drykkjum. Flestir sem neyta áfengis tengja áfengi við slökun því etanól hægir á boðefnaskiptum í heilanum. Á sama tíma minnkar etanól dómgreind og athyglisgáfu, sem getur aukið árásarhneigð við minnsta tilefni. Vísindamenn hafa borið saman skaða sem hin ýmsu fíkniefni valda. Af 20 fíkniefnum sem skoðuð voru trónir áfengi á toppnum, með um fimmfalt meiri skaða fyrir samfélagið en tóbak. Það er eðli okkar að vera annt um velferð annarra. Mikilvæg leið til að minnka vesöld í samfélaginu er að beita lögum, eins og áfengislögum, til að takmarka aðgengi. Ef við hins vegar aukum aðgengi erum við að senda þau skilaboð til samfélagsins að áfengi sé bara venjuleg neysluvara. Það að maður gangi í skrokk á konu sinni eftir áfengisneyslu er einungis brot af birtingarmynd þessa mesta skaðvalds sem sögur fara af.