Bein útsending: „Biðjið fyrir öllum í Flórída“ Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2017 23:30 Uppfært: 23:30 Milljónir heimila í Flórída eru án rafmagns eftir að fellibylurinn Irma skall á ríkinu í dag. Minnst 116 þúsund manns flúðu í neyðarskýli en rúmum sex milljónum manna var skipað að flýja undan fellibylnum, sem hefur nú misst töluverðand styrk og er flokkaður sem annars flokks hitabeltisóveður með um 50 m/s meðalvindi. Irma hefur valdið miklum skemmdum og hefur sjór náð langt inn á landi í Flórída. Þá þykir líklegt að flóðin sem fylgt hafa Irmu muni versna. Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, bað Bandaríkjamenn í dag að biðja fyrir íbúum Flórída. Hér að neðan má sjá beina útsendingu NBC2 í Flórída.Talið er að viðgerðir á rafmagnskerfi Flórída gætu tekið allt að nokkrar vikur. Þrátt fyrir að um 17 þúsund viðgerðarmenn séu í startholunum.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa minnst 25 verið handteknir í ríkinu fyrir að hlýða ekki útgöngubanni, en það var sett á til að sporna gegn ránum og öðrum glæpum.AP ræddi við einn íbúa Key Largo sem hélt til á heimili sínu á meðan fellibylurinn fer yfir. Hann sagði sjó flæða inna götur borgarinnar, þrátt fyrir að ekki hefði verið háflóð. Þá sagði hann að bátar, húsgögn og jafnvel ísskápar hefðu flotið fram hjá húsi hans. Einn er sagður hafa dáið í Flórída Keys eyjunum en annars hafa ekki borist fregnir af frekari mannfalli í Flórída. Nú þegar hafa minnst 27 dáið vegna Irmu, samkvæmt frétt BBC.Eignaði barn ein og veðurtept Kona eignaðist barn í Miami, en hún var föst á heimili sínu og komust sjúkraflutningamenn ekki til hennar. Læknar töluðu við hana í gegnum síma og leiðbeindu henni við fæðinguna, en hún eignaðist stúlku. Samkvæmt opinberum Twitterreikningi Miami voru mæðgurnar fluttar á sjúkrahús í dag..@CityofMiamiFire couldn't respond to woman in labor in Little Haiti. @JacksonHealth docs talked her through birth at home - it's a girl!— City of Miami (@CityofMiami) September 10, 2017 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, samþykkti í dag að veita Flórída fjárhagslega aðstoð við uppbyggingu eftir Irmu og hét því að ferðast þangað eins fljótt og hann gæti. Myndband frá miðborg Miami. The Scene In Downtown #Miami #HurrcaneIrma #Irma pic.twitter.com/EqgSAbQq1D— Killarney Knight (@KillarneyKnight) September 10, 2017 Key Largo Views of #HurricaneIrma from Key Largo pic.twitter.com/K9tWWBOpP9— AFP news agency (@AFP) September 10, 2017 Stærð Irmu A perspective for Europeans to understand just how big hurricane Irma is.[Source of the comparison: https://t.co/NofqibzyaF] pic.twitter.com/3EVmovxt1f— Max Roser (@MaxCRoser) September 10, 2017 Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Varað við gríðarstórum flóðbylgjum Fellibylurinn Irma hefur kostað þrjá lífið í Flórídaríki. Mikil flóð eru á vesturströnd Bandaríkjanna og varað er við flóðbylgjum. 10. september 2017 16:30 Irma stefnir upp vesturströndina: „Við héldum að við værum örugg“ Fellibylurinn Irma nálgast Flórída-skaga óðfluga og er nú farinn að lemja á eyjum undan suðurodda skagans. Irma stefnir á vesturstönd skagans og kom það embættismönnum þar í opna skjöldu. 10. september 2017 12:00 Eindregið varað við því að skjóta á Irmu Lögreglustjóri Pasco-sýslu í Flórída hefur gefið út viðvörun þess efnis að skotvopn muni ekki hefta för Irmu. Stórhættulegt sé að skjóta á fellibylinn. 10. september 2017 09:27 Irma hefur sogað sjóinn frá ströndum Bahama-eyja Kraftur Irmu hefur valdið því að sjórinn hefur sogast frá ströndum Bahama-eyja. Veðurfræðingur Washington Post segir þetta vera sjaldbæft veðurfyrirbæri. 10. september 2017 10:15 Formaður Íslendingafélagsins í Orlando ætlar ekki að flýja Irmu Pétur er búsettur í Orlandon og ætlar ekki að flýja heimili sitt vegna fellibylsins. Hann segir að ekki sé möguleiki á að fara neitt nema í neyðarskýli og ætla hann og kona hans að vera kjurr heima hjá sér. 10. september 2017 13:00 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Uppfært: 23:30 Milljónir heimila í Flórída eru án rafmagns eftir að fellibylurinn Irma skall á ríkinu í dag. Minnst 116 þúsund manns flúðu í neyðarskýli en rúmum sex milljónum manna var skipað að flýja undan fellibylnum, sem hefur nú misst töluverðand styrk og er flokkaður sem annars flokks hitabeltisóveður með um 50 m/s meðalvindi. Irma hefur valdið miklum skemmdum og hefur sjór náð langt inn á landi í Flórída. Þá þykir líklegt að flóðin sem fylgt hafa Irmu muni versna. Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, bað Bandaríkjamenn í dag að biðja fyrir íbúum Flórída. Hér að neðan má sjá beina útsendingu NBC2 í Flórída.Talið er að viðgerðir á rafmagnskerfi Flórída gætu tekið allt að nokkrar vikur. Þrátt fyrir að um 17 þúsund viðgerðarmenn séu í startholunum.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa minnst 25 verið handteknir í ríkinu fyrir að hlýða ekki útgöngubanni, en það var sett á til að sporna gegn ránum og öðrum glæpum.AP ræddi við einn íbúa Key Largo sem hélt til á heimili sínu á meðan fellibylurinn fer yfir. Hann sagði sjó flæða inna götur borgarinnar, þrátt fyrir að ekki hefði verið háflóð. Þá sagði hann að bátar, húsgögn og jafnvel ísskápar hefðu flotið fram hjá húsi hans. Einn er sagður hafa dáið í Flórída Keys eyjunum en annars hafa ekki borist fregnir af frekari mannfalli í Flórída. Nú þegar hafa minnst 27 dáið vegna Irmu, samkvæmt frétt BBC.Eignaði barn ein og veðurtept Kona eignaðist barn í Miami, en hún var föst á heimili sínu og komust sjúkraflutningamenn ekki til hennar. Læknar töluðu við hana í gegnum síma og leiðbeindu henni við fæðinguna, en hún eignaðist stúlku. Samkvæmt opinberum Twitterreikningi Miami voru mæðgurnar fluttar á sjúkrahús í dag..@CityofMiamiFire couldn't respond to woman in labor in Little Haiti. @JacksonHealth docs talked her through birth at home - it's a girl!— City of Miami (@CityofMiami) September 10, 2017 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, samþykkti í dag að veita Flórída fjárhagslega aðstoð við uppbyggingu eftir Irmu og hét því að ferðast þangað eins fljótt og hann gæti. Myndband frá miðborg Miami. The Scene In Downtown #Miami #HurrcaneIrma #Irma pic.twitter.com/EqgSAbQq1D— Killarney Knight (@KillarneyKnight) September 10, 2017 Key Largo Views of #HurricaneIrma from Key Largo pic.twitter.com/K9tWWBOpP9— AFP news agency (@AFP) September 10, 2017 Stærð Irmu A perspective for Europeans to understand just how big hurricane Irma is.[Source of the comparison: https://t.co/NofqibzyaF] pic.twitter.com/3EVmovxt1f— Max Roser (@MaxCRoser) September 10, 2017
Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Varað við gríðarstórum flóðbylgjum Fellibylurinn Irma hefur kostað þrjá lífið í Flórídaríki. Mikil flóð eru á vesturströnd Bandaríkjanna og varað er við flóðbylgjum. 10. september 2017 16:30 Irma stefnir upp vesturströndina: „Við héldum að við værum örugg“ Fellibylurinn Irma nálgast Flórída-skaga óðfluga og er nú farinn að lemja á eyjum undan suðurodda skagans. Irma stefnir á vesturstönd skagans og kom það embættismönnum þar í opna skjöldu. 10. september 2017 12:00 Eindregið varað við því að skjóta á Irmu Lögreglustjóri Pasco-sýslu í Flórída hefur gefið út viðvörun þess efnis að skotvopn muni ekki hefta för Irmu. Stórhættulegt sé að skjóta á fellibylinn. 10. september 2017 09:27 Irma hefur sogað sjóinn frá ströndum Bahama-eyja Kraftur Irmu hefur valdið því að sjórinn hefur sogast frá ströndum Bahama-eyja. Veðurfræðingur Washington Post segir þetta vera sjaldbæft veðurfyrirbæri. 10. september 2017 10:15 Formaður Íslendingafélagsins í Orlando ætlar ekki að flýja Irmu Pétur er búsettur í Orlandon og ætlar ekki að flýja heimili sitt vegna fellibylsins. Hann segir að ekki sé möguleiki á að fara neitt nema í neyðarskýli og ætla hann og kona hans að vera kjurr heima hjá sér. 10. september 2017 13:00 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Varað við gríðarstórum flóðbylgjum Fellibylurinn Irma hefur kostað þrjá lífið í Flórídaríki. Mikil flóð eru á vesturströnd Bandaríkjanna og varað er við flóðbylgjum. 10. september 2017 16:30
Irma stefnir upp vesturströndina: „Við héldum að við værum örugg“ Fellibylurinn Irma nálgast Flórída-skaga óðfluga og er nú farinn að lemja á eyjum undan suðurodda skagans. Irma stefnir á vesturstönd skagans og kom það embættismönnum þar í opna skjöldu. 10. september 2017 12:00
Eindregið varað við því að skjóta á Irmu Lögreglustjóri Pasco-sýslu í Flórída hefur gefið út viðvörun þess efnis að skotvopn muni ekki hefta för Irmu. Stórhættulegt sé að skjóta á fellibylinn. 10. september 2017 09:27
Irma hefur sogað sjóinn frá ströndum Bahama-eyja Kraftur Irmu hefur valdið því að sjórinn hefur sogast frá ströndum Bahama-eyja. Veðurfræðingur Washington Post segir þetta vera sjaldbæft veðurfyrirbæri. 10. september 2017 10:15
Formaður Íslendingafélagsins í Orlando ætlar ekki að flýja Irmu Pétur er búsettur í Orlandon og ætlar ekki að flýja heimili sitt vegna fellibylsins. Hann segir að ekki sé möguleiki á að fara neitt nema í neyðarskýli og ætla hann og kona hans að vera kjurr heima hjá sér. 10. september 2017 13:00
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“