Kornakur í fjallasal Hornafjarðar skilar 50 prósent meiri uppskeru Kristján Már Unnarsson skrifar 10. september 2017 09:33 Kornuppskera stefnir í að verða einhver sú besta á landinu um langt árabil. Dæmi eru um að akrar skili fimmtíu prósenta meira korni en í fyrra. Rætt var við Þórhall Einarsson, kornsláttumann á Hornafirði, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Í mögnuðum fjallasal á jörðinni Hoffelli í innanverðum Hornafirði hófst kornskurður fyrir helgi. Nokkrir bændur á Mýrum og í Hornafirði hafa með sér félag um rekstur tveggja þreskivéla. Þórhallur Einarsson kornsláttumaður lætur vel af uppskerunni en hann slær hér byggakur fyrir Eirík Egilsson, kúabónda á Seljavöllum í Nesjum. „Það lítur mjög vel út, allavega hérna það sem ég hef séð. Þetta er fyrsti akurinn sem ég hef séð af þessu og hann lítur mjög vel út,” segir Þórhallur. Kornskurður hófst í Hornafirði á fimmtudag. Bæirnir á Hoffelli sjást efst til vinstri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands, segir bændur um land allt hafa svipaða sögu að segja og það sé óvenjulegt að kornrækt hafi gengið svo vel í öllum landshlutum. Annars hafi orðið samdráttur í kornræktinni á síðustu árum vegna ýmissa áfalla. „Oft hefur farið illa, bæði út af gæs og veðrum,” segir Þórhallur. En nú er staðan mun betri. Þannig áætlar Þórhallur að þessi sextán hektara akur gefi 150 tonn í ár miðað við 100 tonn í fyrra, eða 50 prósentum meira. En hvað veldur svo miklu betri uppskeru í ár? „Ég held að það hafi bara verið svo gott sumar. Búið að vera sól og blíða, búið að vera mjög gott veður hér í sumar.”Kornakurinn á Hoffelli. Fjær sést Hoffellsjökull.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Sjálfur hefur Þórhallur kornsláttinn sem aukastarf. Það sé hluti af dagskránni að fara út í sveitir á haustin en annars starfi hann á Höfn. Og hann segist ekki gleyma sér við að horfa á skriðjöklana, - segist vera með þá fyrir augunum allan daginn. Hornafjörður Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Kornuppskera stefnir í að verða einhver sú besta á landinu um langt árabil. Dæmi eru um að akrar skili fimmtíu prósenta meira korni en í fyrra. Rætt var við Þórhall Einarsson, kornsláttumann á Hornafirði, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Í mögnuðum fjallasal á jörðinni Hoffelli í innanverðum Hornafirði hófst kornskurður fyrir helgi. Nokkrir bændur á Mýrum og í Hornafirði hafa með sér félag um rekstur tveggja þreskivéla. Þórhallur Einarsson kornsláttumaður lætur vel af uppskerunni en hann slær hér byggakur fyrir Eirík Egilsson, kúabónda á Seljavöllum í Nesjum. „Það lítur mjög vel út, allavega hérna það sem ég hef séð. Þetta er fyrsti akurinn sem ég hef séð af þessu og hann lítur mjög vel út,” segir Þórhallur. Kornskurður hófst í Hornafirði á fimmtudag. Bæirnir á Hoffelli sjást efst til vinstri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands, segir bændur um land allt hafa svipaða sögu að segja og það sé óvenjulegt að kornrækt hafi gengið svo vel í öllum landshlutum. Annars hafi orðið samdráttur í kornræktinni á síðustu árum vegna ýmissa áfalla. „Oft hefur farið illa, bæði út af gæs og veðrum,” segir Þórhallur. En nú er staðan mun betri. Þannig áætlar Þórhallur að þessi sextán hektara akur gefi 150 tonn í ár miðað við 100 tonn í fyrra, eða 50 prósentum meira. En hvað veldur svo miklu betri uppskeru í ár? „Ég held að það hafi bara verið svo gott sumar. Búið að vera sól og blíða, búið að vera mjög gott veður hér í sumar.”Kornakurinn á Hoffelli. Fjær sést Hoffellsjökull.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Sjálfur hefur Þórhallur kornsláttinn sem aukastarf. Það sé hluti af dagskránni að fara út í sveitir á haustin en annars starfi hann á Höfn. Og hann segist ekki gleyma sér við að horfa á skriðjöklana, - segist vera með þá fyrir augunum allan daginn.
Hornafjörður Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira