Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-1 │ Stjörnumenn halda öðru sætinu Magnús Ellert Bjarnason skrifar 30. september 2017 17:30 Stjarnan vann 2-0 sigur á KR fyrr í sumar vísir/eyþór Stjarnan vann þægilegan sigur, 1-0, á andlausum KR-ingum á Alvogen vellinum í Vesturbæ í lokaumferð Pepsi-deildar karla í ár. Stjörnumenn unnu því báða sína leiki gegn KR í sumar. Stjörnumenn voru yfir á öllum sviðum fótboltans í fyrri hálfleik og komust sanngjarnt yfir á 15. mínútu þegar að vinstri bakvörðurinn Jósef Kristinn skallaði boltann laglega yfir Beiti Ólafsson í marki KR-inga. KR-ingum tókst ekki að svara þessu og var sóknarleikur þeirra í fyrri hálfleik ekki uppá marga fiska. Leiddu stjörnumenn því 1-0 þegar að liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Það sama var uppá teningunum í seinni hálfleik. Stjarnan með öll völd á vellinum. KR voru þó sprækari í seinni hálfleik en þeim fyrri en sköpuðu sér þrátt fyrir það ekki teljandi færi. Ef eitthvað er voru Stjörnumenn líklegri til að bæta við forystuna heldur en KR að jafna og var sigur þeirra aldrei í hættu. Annað mark leit ekki dagsins ljós og sanngjarn 1-0 sigur Stjörnunnar því niðurstaðan. Stjarnan endar í 2. sæti og spilar í Evrópu næsta sumar líkt og ljóst var fyrir leikinn. KR endar hins vegar í 4. sæti, 19 stigum á eftir Val í efsta sæti. Er það versti árangur KR í 12 liða deild á íslandsmóti.Af hverju vann Stjarnan? Stjörnumenn voru einfaldlega yfir á öllum sviðum fótboltans í dag. KR-ingar virtust á sama tíma hafa lítinn áhuga á því að enda sumarið með sigri og voru aldrei líklegir til þess að skora, hvað þá að taka stigin þrjú. Líkt og Rúnar Páll, þjálfari Stjörnunnar, kom að í leikslok, gerðu sínir menn það sem þeir þurftu að gera. Skoruðu eitt mark og héldu markinu hreinu. Þetta var ekki glæsilegasti sigur þeirra í sumar en hann var tiltölulega þægilegur og aldrei í hættu.Hverjir stóðu uppúr? Eyjólfur Héðinsson stýrði leik sinna manna eins og herforingi á miðjunni og átti varla feilsendingu. Þá var Jósef Kristinn flottur í vinstri bakverðinum og kórónaði sinn leik með laglegu skallamarki. Auk þess voru þeir Baldur Sigurðsson og Jóhann Laxdal öflugir í dag.Hvað gekk illa? Í raun má segja að öllu KR-liðinu hafi gengið illa í dag. Sóknarleikur þeirra var ekki uppá marga fiska og þá fóru þeir illa með þau fáu færi sem þeir fengu. Vallarþulur KR-inga átti í stökustu vandræðum með að velja besta leikmann KR-inga í dag en fyrir valinu varð hinn ungi Ástbjörn Þórðarson, sem virtist vera einn af fáum í svarthvítu sem hafði einhvern áhuga á því að sigra hér í dag.Willum Þór Þórsson er á leið í framboð fyrir FramsóknarflokkinnVísir/EyþórWillum Þór: Fyrst og fremst þakklátur að hafa fengið þetta tækifæri Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, var spurður hvað vantaði uppá hjá sínum mönnum í dag. „Kannski að nýta betur yfirhöndina sem við höfðum í seinni hálfleik, binda lokahnútinn á þetta. Mér fannst þetta kaflaskiptur leikur. Þeir höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik, voru grimmari, sterkari og unnu alla seinni bolta. Þeir voru verðskuldað yfir í hálfleik og gátu þétt sig til baka í seinni hálfleik. Við náðum ekki að skapa nógu mörg færi eða nýta þau færi sem við fengum. Mér fannst við spila nógu vel til að vinna.“ Willum vildi ekki tala um að þetta hefði verið vonbrigðatímabil í Vesturbænum. „Ég ætla ekki að vera að tala um einhver endalaus vonbrigði. Þetta er sérstakt mót. Það er ekkert ef og hefði í þessu. Framtíðin í Vesturbænum er björt og við erum búnir að virkja mikið af ungum leikmönnum í sumar. Með sigri á Fjölni í síðasta leik og hér í dag hefðum við endað í 2. sæti og tekið silfrið. Þetta er svolítið galið.“ Í ljósi þess að þetta var seinasti leikur KR-inga undir stjórn Willums, allavega í bili, var Willum spurður hvort hann væri sáttur með sinn tíma í vesturbænum. „Já, ég er það. Ég er fyrst og fremst þakklátur að hafa fengið þetta tækifæri. Það er um leið söknuður. Þetta er frábær hópur og framtíðin er mjög björt. Það eru forsendur og aðstæður til að skapa lið fyrir framtíðina. Vonandi höldum við KR-ingar vel á spöðunum varðandi það.“ Rúnar Páll og félagar enduðu í 2. sæti Pepsi-deildarinnar.vísir/eyþórRúnar Páll: Við gerðum það sem við þurftum „Ég er mjög ánægður að klára þennan leik. Það er frábært fyrir okkur að tryggja þetta 2. sæti. Við vorum agaðir í dag og spiluðum ágætis leik. Við gerðum það sem við þurftum. Skoruðum eitt mark og héldum hreinu,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar í leikslok. Rúnar var spurður hvort hann væri sáttur með tímabilið og silfrið sem þeir fengu í leikslok. „Ég get ekki verið annað en sáttur með það. Valur var besta liðið í ár og kláruðu þetta mót mjög sannfærandi. Við vorum í 2. sæti, annað árið í röð, sem sýnir það að við erum orðnir helvíti stabílir í þessari deild og það sýnir styrk okkar. Auðvitað hefðum við viljað enda með fleiri stig, það segir sig sjálft, en á endanum er ég mjög ánægður og stoltur af peyjunum og liðinu.“ Rúnar var að lokum spurður hvort hann myndi halda áfram sem þjálfari Stjörnunnar. „Ég er með samning með 2019, þannig að þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af því. “Hvar verður Pálmi Rafn næsta sumar?Vísir/Andri MarinóPálmi Rafn: Búið að vera skrýtið sumar „Það var slatti sem vantaði uppá í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir voru yfir í meira og minna öllu. Við vorum full ragir að halda boltanum og gerðum þeim þetta auðvelt. Seinni hálfleikurinn var betri, við höldum boltanum betur og eigum álitlegri sóknir, en þetta var ekkert nóg til þess að vinna fótboltaleik,“ sagði svekktur Pálmi Rafn, miðjumaður KR í leikslok. Pálmi sagði að þetta tímabil væri að sjálfsögðu mikil vonbrigði fyrir KR-inga. „Já, auðvitað. Við stefndum ekki á 4. sætið. Þetta er búið að vera skrýtið sumar. Við erum ekkert búnir að vera mjög ósáttir við spilamennskuna í mörgum leikjum. En það er mikilvægt í fótbolta að skora og halda markinu hreinu, og við höfum vera hræðilega lélegir í því í sumar.“ Pálmi var að lokum spurður hvort hann yrði áfram í Vesturbænum næsta sumar. Svarið var stutt og laggott. „Ég bara hef ekki hugmynd um það.“Haraldur var ekkert sérstaklega sáttur í leikslok.vísir/ernirHaraldur: Ef þú ert ekki fyrstur ertu síðastur Haraldur Björnsson, markmaður Stjörnunnar, var ekkert alltof sáttur í leikslok þrátt fyrir sigur Stjörnunnar. „Það er fínt að halda hreinu í fyrsta skipti á útivelli í sumar. Þetta er líka fyrsti sigur okkar á útivelli síðan í maí, kominn tími til. En við erum náttúrulega alls ekki sáttir með tímabilið. Ef þú ert ekki fyrstur ertu síðastur. Við fáum evrópusætið en við hefðum viljað fá titilinn. Þegar að evrópusætið er komið skiptir engu máli hvort maður endar í 2. eða 3. sæti. Ég er aðallega sáttur við að vinna leikinn og taka það með í næsta tímabil.“ Haraldur sagði að stefnan væri sett á titilinn næsta sumar. „Það eru flestir með samning áfram í liðinu. Við tökum okkur smá frí núna og byrjum síðan lengsta undirbúningstímabili í heimi núna áður en við mætum hressir í maí á næsta ári.“ Pepsi Max-deild karla
Stjarnan vann þægilegan sigur, 1-0, á andlausum KR-ingum á Alvogen vellinum í Vesturbæ í lokaumferð Pepsi-deildar karla í ár. Stjörnumenn unnu því báða sína leiki gegn KR í sumar. Stjörnumenn voru yfir á öllum sviðum fótboltans í fyrri hálfleik og komust sanngjarnt yfir á 15. mínútu þegar að vinstri bakvörðurinn Jósef Kristinn skallaði boltann laglega yfir Beiti Ólafsson í marki KR-inga. KR-ingum tókst ekki að svara þessu og var sóknarleikur þeirra í fyrri hálfleik ekki uppá marga fiska. Leiddu stjörnumenn því 1-0 þegar að liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Það sama var uppá teningunum í seinni hálfleik. Stjarnan með öll völd á vellinum. KR voru þó sprækari í seinni hálfleik en þeim fyrri en sköpuðu sér þrátt fyrir það ekki teljandi færi. Ef eitthvað er voru Stjörnumenn líklegri til að bæta við forystuna heldur en KR að jafna og var sigur þeirra aldrei í hættu. Annað mark leit ekki dagsins ljós og sanngjarn 1-0 sigur Stjörnunnar því niðurstaðan. Stjarnan endar í 2. sæti og spilar í Evrópu næsta sumar líkt og ljóst var fyrir leikinn. KR endar hins vegar í 4. sæti, 19 stigum á eftir Val í efsta sæti. Er það versti árangur KR í 12 liða deild á íslandsmóti.Af hverju vann Stjarnan? Stjörnumenn voru einfaldlega yfir á öllum sviðum fótboltans í dag. KR-ingar virtust á sama tíma hafa lítinn áhuga á því að enda sumarið með sigri og voru aldrei líklegir til þess að skora, hvað þá að taka stigin þrjú. Líkt og Rúnar Páll, þjálfari Stjörnunnar, kom að í leikslok, gerðu sínir menn það sem þeir þurftu að gera. Skoruðu eitt mark og héldu markinu hreinu. Þetta var ekki glæsilegasti sigur þeirra í sumar en hann var tiltölulega þægilegur og aldrei í hættu.Hverjir stóðu uppúr? Eyjólfur Héðinsson stýrði leik sinna manna eins og herforingi á miðjunni og átti varla feilsendingu. Þá var Jósef Kristinn flottur í vinstri bakverðinum og kórónaði sinn leik með laglegu skallamarki. Auk þess voru þeir Baldur Sigurðsson og Jóhann Laxdal öflugir í dag.Hvað gekk illa? Í raun má segja að öllu KR-liðinu hafi gengið illa í dag. Sóknarleikur þeirra var ekki uppá marga fiska og þá fóru þeir illa með þau fáu færi sem þeir fengu. Vallarþulur KR-inga átti í stökustu vandræðum með að velja besta leikmann KR-inga í dag en fyrir valinu varð hinn ungi Ástbjörn Þórðarson, sem virtist vera einn af fáum í svarthvítu sem hafði einhvern áhuga á því að sigra hér í dag.Willum Þór Þórsson er á leið í framboð fyrir FramsóknarflokkinnVísir/EyþórWillum Þór: Fyrst og fremst þakklátur að hafa fengið þetta tækifæri Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, var spurður hvað vantaði uppá hjá sínum mönnum í dag. „Kannski að nýta betur yfirhöndina sem við höfðum í seinni hálfleik, binda lokahnútinn á þetta. Mér fannst þetta kaflaskiptur leikur. Þeir höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik, voru grimmari, sterkari og unnu alla seinni bolta. Þeir voru verðskuldað yfir í hálfleik og gátu þétt sig til baka í seinni hálfleik. Við náðum ekki að skapa nógu mörg færi eða nýta þau færi sem við fengum. Mér fannst við spila nógu vel til að vinna.“ Willum vildi ekki tala um að þetta hefði verið vonbrigðatímabil í Vesturbænum. „Ég ætla ekki að vera að tala um einhver endalaus vonbrigði. Þetta er sérstakt mót. Það er ekkert ef og hefði í þessu. Framtíðin í Vesturbænum er björt og við erum búnir að virkja mikið af ungum leikmönnum í sumar. Með sigri á Fjölni í síðasta leik og hér í dag hefðum við endað í 2. sæti og tekið silfrið. Þetta er svolítið galið.“ Í ljósi þess að þetta var seinasti leikur KR-inga undir stjórn Willums, allavega í bili, var Willum spurður hvort hann væri sáttur með sinn tíma í vesturbænum. „Já, ég er það. Ég er fyrst og fremst þakklátur að hafa fengið þetta tækifæri. Það er um leið söknuður. Þetta er frábær hópur og framtíðin er mjög björt. Það eru forsendur og aðstæður til að skapa lið fyrir framtíðina. Vonandi höldum við KR-ingar vel á spöðunum varðandi það.“ Rúnar Páll og félagar enduðu í 2. sæti Pepsi-deildarinnar.vísir/eyþórRúnar Páll: Við gerðum það sem við þurftum „Ég er mjög ánægður að klára þennan leik. Það er frábært fyrir okkur að tryggja þetta 2. sæti. Við vorum agaðir í dag og spiluðum ágætis leik. Við gerðum það sem við þurftum. Skoruðum eitt mark og héldum hreinu,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar í leikslok. Rúnar var spurður hvort hann væri sáttur með tímabilið og silfrið sem þeir fengu í leikslok. „Ég get ekki verið annað en sáttur með það. Valur var besta liðið í ár og kláruðu þetta mót mjög sannfærandi. Við vorum í 2. sæti, annað árið í röð, sem sýnir það að við erum orðnir helvíti stabílir í þessari deild og það sýnir styrk okkar. Auðvitað hefðum við viljað enda með fleiri stig, það segir sig sjálft, en á endanum er ég mjög ánægður og stoltur af peyjunum og liðinu.“ Rúnar var að lokum spurður hvort hann myndi halda áfram sem þjálfari Stjörnunnar. „Ég er með samning með 2019, þannig að þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af því. “Hvar verður Pálmi Rafn næsta sumar?Vísir/Andri MarinóPálmi Rafn: Búið að vera skrýtið sumar „Það var slatti sem vantaði uppá í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir voru yfir í meira og minna öllu. Við vorum full ragir að halda boltanum og gerðum þeim þetta auðvelt. Seinni hálfleikurinn var betri, við höldum boltanum betur og eigum álitlegri sóknir, en þetta var ekkert nóg til þess að vinna fótboltaleik,“ sagði svekktur Pálmi Rafn, miðjumaður KR í leikslok. Pálmi sagði að þetta tímabil væri að sjálfsögðu mikil vonbrigði fyrir KR-inga. „Já, auðvitað. Við stefndum ekki á 4. sætið. Þetta er búið að vera skrýtið sumar. Við erum ekkert búnir að vera mjög ósáttir við spilamennskuna í mörgum leikjum. En það er mikilvægt í fótbolta að skora og halda markinu hreinu, og við höfum vera hræðilega lélegir í því í sumar.“ Pálmi var að lokum spurður hvort hann yrði áfram í Vesturbænum næsta sumar. Svarið var stutt og laggott. „Ég bara hef ekki hugmynd um það.“Haraldur var ekkert sérstaklega sáttur í leikslok.vísir/ernirHaraldur: Ef þú ert ekki fyrstur ertu síðastur Haraldur Björnsson, markmaður Stjörnunnar, var ekkert alltof sáttur í leikslok þrátt fyrir sigur Stjörnunnar. „Það er fínt að halda hreinu í fyrsta skipti á útivelli í sumar. Þetta er líka fyrsti sigur okkar á útivelli síðan í maí, kominn tími til. En við erum náttúrulega alls ekki sáttir með tímabilið. Ef þú ert ekki fyrstur ertu síðastur. Við fáum evrópusætið en við hefðum viljað fá titilinn. Þegar að evrópusætið er komið skiptir engu máli hvort maður endar í 2. eða 3. sæti. Ég er aðallega sáttur við að vinna leikinn og taka það með í næsta tímabil.“ Haraldur sagði að stefnan væri sett á titilinn næsta sumar. „Það eru flestir með samning áfram í liðinu. Við tökum okkur smá frí núna og byrjum síðan lengsta undirbúningstímabili í heimi núna áður en við mætum hressir í maí á næsta ári.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti