Opnuðu sýninguna með stæl Stefán Árni Pálsson skrifar 29. september 2017 14:04 Magnea Einarsdóttir, Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir og Anita Hirlekar. Opnun sýningar myndlistakonunnar Áslaugar Írisar Katrínar Friðjónsdóttur, Bygging - skúlptúr - teikning, fór fram í A. M. Concept Space laugardaginn 23. september. Verk Áslaugar tvinnast þar saman við vörur fatahönnuðanna Anitu Hirlekar og Magneu Einarsdóttur í verslun og sýningarrými hönnuðanna við Garðastræti 2. Sýningin stendur til 23. nóvember. Á sýningunni Bygging – skúlptúr - teikning sýnir Áslaug röð tvívíðra verka, myndir dregnar upp í anda módernískrar fagurfræði. Í verkum sýningarinnar leikur Áslaug sér með pósitífur og negatífur, léttleika og þyngd, form og liti. Línuteikningar sem teikna upp hugmynd af þrívíðum strúktúrum með vísun í höggmyndalist og arkitektúr. Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir (f. 1981) útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2006 og lauk síðar mastersnámi frá School of Visual Arts í New York árið 2009. Áslaug hefur tekið þátt í samsýningum á Íslandi, Bandaríkjunum og Evrópu. Síðasta einkasýning hennar, Yfirborð, var í Hverfisgallerí árið 2014. A. M. Concept Space er konsept verslun og sýningarrými fata- og textílhönnuðanna Anítu Hirlekar og Magneu Einarsdóttur þar sem vörur beggja hönnuða eru til sölu. Konsept verslunarinnar er samtal hönnuðanna sem báðar leggja áherslu á textíl og áferðir í hönnun sinni en nálgun þeirra er gjörólík. Reglulega fá hönnuðirnir til liðs við sig þriðja listamanninn eða hönnuðinn til að útfæra rýmið og flíkurnar á nýjan hátt. Rýmið er hrátt, hugsað sem tómur strigi fyrir listamanninn hverju sinni. Menning Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Opnun sýningar myndlistakonunnar Áslaugar Írisar Katrínar Friðjónsdóttur, Bygging - skúlptúr - teikning, fór fram í A. M. Concept Space laugardaginn 23. september. Verk Áslaugar tvinnast þar saman við vörur fatahönnuðanna Anitu Hirlekar og Magneu Einarsdóttur í verslun og sýningarrými hönnuðanna við Garðastræti 2. Sýningin stendur til 23. nóvember. Á sýningunni Bygging – skúlptúr - teikning sýnir Áslaug röð tvívíðra verka, myndir dregnar upp í anda módernískrar fagurfræði. Í verkum sýningarinnar leikur Áslaug sér með pósitífur og negatífur, léttleika og þyngd, form og liti. Línuteikningar sem teikna upp hugmynd af þrívíðum strúktúrum með vísun í höggmyndalist og arkitektúr. Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir (f. 1981) útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2006 og lauk síðar mastersnámi frá School of Visual Arts í New York árið 2009. Áslaug hefur tekið þátt í samsýningum á Íslandi, Bandaríkjunum og Evrópu. Síðasta einkasýning hennar, Yfirborð, var í Hverfisgallerí árið 2014. A. M. Concept Space er konsept verslun og sýningarrými fata- og textílhönnuðanna Anítu Hirlekar og Magneu Einarsdóttur þar sem vörur beggja hönnuða eru til sölu. Konsept verslunarinnar er samtal hönnuðanna sem báðar leggja áherslu á textíl og áferðir í hönnun sinni en nálgun þeirra er gjörólík. Reglulega fá hönnuðirnir til liðs við sig þriðja listamanninn eða hönnuðinn til að útfæra rýmið og flíkurnar á nýjan hátt. Rýmið er hrátt, hugsað sem tómur strigi fyrir listamanninn hverju sinni.
Menning Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira