Kosningamál María Bjarnadóttir skrifar 29. september 2017 07:00 Miðað við ástæður þess að boðað hefur verið til kosninga hlýtur tími alvöru stjórnmálaumræðu um upprætingu kynferðisbrota í þessu samfélagi loksins að vera kominn. Stjórnvöld þurfa að aðstoða við að koma í veg fyrir að kynferðisbrot eigi sér yfirhöfuð stað. Það er gert með forvörnum og fræðslu yfir langan tíma, ekki einskiptisaðgerðum og átaksverkefnum. Þetta krefst fjármagns og vinnu. Þau þurfa að tryggja virk réttarúrræði og að réttarvörslukerfið sé í stakk búið til þess að takast á við svona brot. Það krefst líka fjármagns úr sameiginlegum sjóðum. Þau þurfa að taka sig á í stuðningi við þá sem verða fyrir kynferðisbrotum hvort sem sakfellt er í málum eða ekki. Það gerist með aðgangi að sálfræðingum og almennri viðurkenningu á því hversu alvarlegar og margþættar afleiðingar kynferðisbrota geta verið. Þetta kostar líka pening og breyttan hugsunarhátt. Svo, eins og komið hefur fram undanfarið, þurfa stjórnvöld að huga að því hvað taki við hjá brotamönnum eftir að þeir taka út refsingu. Hvað á að gera við dæmda kynferðisbrotamenn? Eiga þeir ekki að eiga tækifæri til að endurbyggja sitt líf? Hvers vegna hefur ekki verið brugðist við margítrekuðu kalli um aukið fjármagn til sálfræðimeðferðar fanga? Af hverju er ekki löngu búið að taka til meðferðar frumvarpið um öryggisráðstafanir gagnvart einstaklingum sem hafa verið metnir hættulegir barnaníðingar? Rökin fyrir því að stjórnvöld taki kynferðisofbeldi alvarlega eru ekki bara persónuleg. Þau eru líka samfélagsleg, fjárhagsleg og efnahagsleg. Stjórnmálin hljóta að hafa áttað sig á því núna. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Miðað við ástæður þess að boðað hefur verið til kosninga hlýtur tími alvöru stjórnmálaumræðu um upprætingu kynferðisbrota í þessu samfélagi loksins að vera kominn. Stjórnvöld þurfa að aðstoða við að koma í veg fyrir að kynferðisbrot eigi sér yfirhöfuð stað. Það er gert með forvörnum og fræðslu yfir langan tíma, ekki einskiptisaðgerðum og átaksverkefnum. Þetta krefst fjármagns og vinnu. Þau þurfa að tryggja virk réttarúrræði og að réttarvörslukerfið sé í stakk búið til þess að takast á við svona brot. Það krefst líka fjármagns úr sameiginlegum sjóðum. Þau þurfa að taka sig á í stuðningi við þá sem verða fyrir kynferðisbrotum hvort sem sakfellt er í málum eða ekki. Það gerist með aðgangi að sálfræðingum og almennri viðurkenningu á því hversu alvarlegar og margþættar afleiðingar kynferðisbrota geta verið. Þetta kostar líka pening og breyttan hugsunarhátt. Svo, eins og komið hefur fram undanfarið, þurfa stjórnvöld að huga að því hvað taki við hjá brotamönnum eftir að þeir taka út refsingu. Hvað á að gera við dæmda kynferðisbrotamenn? Eiga þeir ekki að eiga tækifæri til að endurbyggja sitt líf? Hvers vegna hefur ekki verið brugðist við margítrekuðu kalli um aukið fjármagn til sálfræðimeðferðar fanga? Af hverju er ekki löngu búið að taka til meðferðar frumvarpið um öryggisráðstafanir gagnvart einstaklingum sem hafa verið metnir hættulegir barnaníðingar? Rökin fyrir því að stjórnvöld taki kynferðisofbeldi alvarlega eru ekki bara persónuleg. Þau eru líka samfélagsleg, fjárhagsleg og efnahagsleg. Stjórnmálin hljóta að hafa áttað sig á því núna. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun