3.000 hestafla Nissan GT-R slær kvartmíluheimsmetið Finnur Thorlacius skrifar 27. september 2017 15:47 Nissan GT-R bíllinn tilbúinn til átaka í Oregon. Um síðustu helgi sló verulega breyttur Nissan GT-R bíll heimsmet bíla í kvartmílu sem ekki eru sérframleiddir fyrir kvartmílu. Hann náði tímanum 6,88 sekúndur og endahraði hans var 359 km/klst. Vélbúnaði bílsins hefur verið breytt af Extreme Turbo Systems og er ógnarlegur þrýstingur í forþjöppu hans. Á Dyno mæli hefur þessi bíll verið mældur með 2.700 hestöfl til hjólanna sem þýðir að vélin skilar um það líklega yfir 3.000 hestöflum. Sjá má bílinn fara þrjá spretti á Woodburn Kvartmílubrautinni í Oregon og sífellt bætir hann þar tíma sinn og tvíbætir heimsmetið. Eins og sést í myndskeiðinu hér að neðan má litlu muna að ökumaður bílsins missi stjórn á honum í annarri spyrnunni. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent
Um síðustu helgi sló verulega breyttur Nissan GT-R bíll heimsmet bíla í kvartmílu sem ekki eru sérframleiddir fyrir kvartmílu. Hann náði tímanum 6,88 sekúndur og endahraði hans var 359 km/klst. Vélbúnaði bílsins hefur verið breytt af Extreme Turbo Systems og er ógnarlegur þrýstingur í forþjöppu hans. Á Dyno mæli hefur þessi bíll verið mældur með 2.700 hestöfl til hjólanna sem þýðir að vélin skilar um það líklega yfir 3.000 hestöflum. Sjá má bílinn fara þrjá spretti á Woodburn Kvartmílubrautinni í Oregon og sífellt bætir hann þar tíma sinn og tvíbætir heimsmetið. Eins og sést í myndskeiðinu hér að neðan má litlu muna að ökumaður bílsins missi stjórn á honum í annarri spyrnunni.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent