Segja son sinn hafa spangólað og gefið frá sér ómanneskjuleg hljóð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2017 08:43 Otto Warmbier var í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu í sautján mánuði. vísir/epa Foreldrar Otto Warmbier, Bandaríkjamanns sem handtekinn var í Norður-Kóreu í fyrra og lést fyrr á þessu ári, segja að norður-kóresk yfirvöld hafi pyntað son sinn. Þau segja Norður-Kóreumenn vera hryðjuverkamenn en Warmbier var handtekinn í janúar 2016 fyrir að stela skilti á hóteli. Warmbier var látinn laus úr haldi í júní síðastliðnum. Nokkrum dögum eftir að hann kom heim til Bandaríkjanna frá Norður-Kóreu lést hann en hann hafði verið í dái síðan í mars á þessu ári. Norður-Kóreumenn hafa alltaf þvertekið fyrir að hafa pyntað Warmbier. Yfirvöld í landinu segja að hann hafi orðið fyrir bótúlíneitrun en læknar hans í Bandaríkjunum fundu engin ummerki um slíka eitrun.Sjá einnig:Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Foreldrar Warmbier komu í sitt fyrsta viðtal eftir að sonur þeirra lést á sjónvarpsstöðinni Fox í gær. Þau sögðu að tími væri kominn til að segja sannleikann um ástandið sem Warmbier var í þegar hann kom heim frá Norður-Kóreu. Þau sögðu ekki sanngjarnt að segja að hann hafi verið í dái. „Hann hreyfði sig og sveiflaðist kröftuglega til á meðan hann spangólaði og gaf frá sér ómanneskjuleg hljóð,“ sagði faðir Warmbier.Blindur og heyrnarlaus með afmyndaða fætur Það var búið að raka af syni þeirra allt hárið, hann var blindur og heyrnarlaus, fætur hans voru orðnir afmyndaðir auk þess sem hann var með stórt ör á öðrum fótleggnum. „Síðan var eins og einhver hefði tekið tvær tangir og endurraðað tönnunum í neðri góm hans. [...] Otto var skipulega pyntaður og særður af ásettu ráði af Kim og stjórn hans. Þetta var ekkert slys,“ sagði faðir hans. Móðir Warmbier sagði að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi sent hann heim því þau vildu ekki að hann myndi deyja þar. Þá kvaðst hún hafa synjað því að krufning færi fram á líki Warmbier því hún og faðir hans töldu að sonur þeirra hefði þurft að ganga í gegnum nóg. Þá vildi hún ekki sleppa honum úr augsýn. Í umfjöllun BBC um viðtalið kemur fram að dagblaðið The Cincinnati Enquirer hafi rætt við dánardómstjóri Warmbier í kjölfar viðtalsins við foreldra hans.Blaðið vitnar í skýrslu dómstjórans þar sem kemur fram að við skoðun á líkinu hafi fundist nokkur ör á líkamanum en ekkert sem benti til pyntinga. Þá segir dómstjórinn að tennur Warmbier hafi verið í góðu lagi og að hann hafi dáið af völdum súrefnisskorts til heilans. Norður-Kórea Tengdar fréttir Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn? 20. júní 2017 15:15 Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18 Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Fleiri fréttir Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Sjá meira
Foreldrar Otto Warmbier, Bandaríkjamanns sem handtekinn var í Norður-Kóreu í fyrra og lést fyrr á þessu ári, segja að norður-kóresk yfirvöld hafi pyntað son sinn. Þau segja Norður-Kóreumenn vera hryðjuverkamenn en Warmbier var handtekinn í janúar 2016 fyrir að stela skilti á hóteli. Warmbier var látinn laus úr haldi í júní síðastliðnum. Nokkrum dögum eftir að hann kom heim til Bandaríkjanna frá Norður-Kóreu lést hann en hann hafði verið í dái síðan í mars á þessu ári. Norður-Kóreumenn hafa alltaf þvertekið fyrir að hafa pyntað Warmbier. Yfirvöld í landinu segja að hann hafi orðið fyrir bótúlíneitrun en læknar hans í Bandaríkjunum fundu engin ummerki um slíka eitrun.Sjá einnig:Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Foreldrar Warmbier komu í sitt fyrsta viðtal eftir að sonur þeirra lést á sjónvarpsstöðinni Fox í gær. Þau sögðu að tími væri kominn til að segja sannleikann um ástandið sem Warmbier var í þegar hann kom heim frá Norður-Kóreu. Þau sögðu ekki sanngjarnt að segja að hann hafi verið í dái. „Hann hreyfði sig og sveiflaðist kröftuglega til á meðan hann spangólaði og gaf frá sér ómanneskjuleg hljóð,“ sagði faðir Warmbier.Blindur og heyrnarlaus með afmyndaða fætur Það var búið að raka af syni þeirra allt hárið, hann var blindur og heyrnarlaus, fætur hans voru orðnir afmyndaðir auk þess sem hann var með stórt ör á öðrum fótleggnum. „Síðan var eins og einhver hefði tekið tvær tangir og endurraðað tönnunum í neðri góm hans. [...] Otto var skipulega pyntaður og særður af ásettu ráði af Kim og stjórn hans. Þetta var ekkert slys,“ sagði faðir hans. Móðir Warmbier sagði að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi sent hann heim því þau vildu ekki að hann myndi deyja þar. Þá kvaðst hún hafa synjað því að krufning færi fram á líki Warmbier því hún og faðir hans töldu að sonur þeirra hefði þurft að ganga í gegnum nóg. Þá vildi hún ekki sleppa honum úr augsýn. Í umfjöllun BBC um viðtalið kemur fram að dagblaðið The Cincinnati Enquirer hafi rætt við dánardómstjóri Warmbier í kjölfar viðtalsins við foreldra hans.Blaðið vitnar í skýrslu dómstjórans þar sem kemur fram að við skoðun á líkinu hafi fundist nokkur ör á líkamanum en ekkert sem benti til pyntinga. Þá segir dómstjórinn að tennur Warmbier hafi verið í góðu lagi og að hann hafi dáið af völdum súrefnisskorts til heilans.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn? 20. júní 2017 15:15 Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18 Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Fleiri fréttir Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Sjá meira
Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn? 20. júní 2017 15:15
Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18
Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44