Ákvæði um uppreist æru afnumið í flýti Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. september 2017 06:00 Framsóknarmaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson virðist vera að hvísla skrítlu að flokkssystur sinni, Lilju Alfreðsdóttur, miðað við svip hennar. Sjálfstæðiskonurnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Bryndís Haraldsdóttir virðast vera að ræða alvarlegri málefni. Flokksbróðir þeirra, Óli Björn Kárason, virðist upptekinn við lestur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur hins vegar engan samflokksmann, sem vitað er um, til að hvíslast á við inni á þingi. vísir/vilhelm „Þetta frumvarp er ekki samið í samráði við refsiréttarnefnd og hefur ekki verið undir hana borið,“ segir Svala Ísfeld Ólafsdóttir, formaður refsiréttarnefndar, um frumvarp það sem varð að lögum í gærkvöldi um brottfall ákvæða um uppreist æru úr almennum hegingarlögum.Svava Ísfeld Ólafsdóttir, formaður refsiréttarnefndar og dósent við Háskólann í Reykjavík.vísir/valliHlutverk refsiréttarnefndar er að semja frumvörp á sviði refsiréttar að beiðni ráðherra, vera ráðherra til ráðgjafar um samningu frumvarpa og annarra reglna á sviði refsiréttar, veita umsagnir um frumvörp og aðrar tillögur er varða refsirétt og fylgjast með alþjóðlegri þróun á sviði refsiréttar. Afgreiða þurfti frumvarpið með afbrigðum frá þingskaparlögum, Lögin gera ráð fyrir að ekki megi hefja umræðu um frumvörp fyrr en að tveimur nóttum liðnum frá framlagningu þeirra. Frumvarpið var lagt fram skömmu fyrir upphaf þingfundar í gær. Það var samþykkt skömmu eftir miðnætti, eins og Vísir greindi frá.Sjá einnig: Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Með lagabreytingunni var eingöngu lögfestur hluti þeirrar endurskoðunar sem dómsmálaráðherra hefur boðað að undanförnu. Samkvæmt nýsamþykktum lögum geta stjórnvöld ekki lengur veitt uppreist æru. Í nýsamþykktum lögum er hins vegar ekki fjallað um með hvaða hætti sakaferill skuli leiða til missis borgaralegra réttinda og hvaða skilyrði rétt sé að setja fyrir því að einstaklingar öðlist umrædd borgararéttindi að nýju. Í greinargerð frumvarpsins segir að óhjákvæmilegt verði að „vinnu við heildarendurskoðun verði fram haldið og að Alþingi samþykki innan tíðar ný lög þar sem afstaða er tekin til þeirra álitaefna sem hér um ræðir“.Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.Mynd/Aðsend„Þarna er bara einfaldlega verið að taka allt út sem vísar til uppreistar æru og á meðan ekki hefur verið gengið lengra þá eru þeir sem hafa verið sviptir einhverjum réttindum bara án úrræða eins og staðan er,“ segir Arnar Þór Jónsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. Arnar segir almennt vissulega til bóta að réttarfarsnefnd og sérfræðingar í refsirétti komi að gerð slíkra frumvarpa og að ráðuneytinu hefði verið mikill styrkur í því. „Maður getur þó ekki með góðu móti litið fram hjá því að hér eru menn að vinna í kapp við tímann og telja sig vafalaust vera að gera eitthvert gagn með þessu,“ segir Arnar Þór. „Á hinn bóginn er augljóslega mikilvægt að mál séu skoðuð út frá öllum hliðum við undirbúning lagasetningar, en ekki aðeins hlið þeirra sem hafa hæst. Þótt sú skoðun njóti ef til vill ekki sérstakra vinsælda nú leyfi ég mér að minna á mikilvægi þess að við flýtum okkur hægt í þessum efnum og forðumst eftir megni að grafa undan réttarvernd þeirra sem verst standa. Ef grannt er skoðað nær sú skuldbinding réttarríkisins ekki aðeins til brotaþola, heldur einnig til þeirra sem hafa brotið af sér, tekið út sinn dóm og vilja verða gildir samfélagsþegnar að nýju,“ bætir hann við. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Uppreist æru Tengdar fréttir Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. 27. september 2017 00:45 Reiknað með að síðasti þingfundur fyrir kosningar verði langur Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag og dregst þingfundur væntanlega fram á kvöld. Þrjár umræður þurfa að eiga sér stað um þrjú frumvörp og Píratar og Samfylkingin munu reyna að fá stjórnarskrána setta á dagskrá fundarins. 26. september 2017 12:41 Þingfundi ítrekað frestað Þingfundi átti að vera framhaldið klukkan 21 en hefur nú verið frestað til 22. 26. september 2017 21:39 Oddný klökk í ræðustól þegar hún ræddi um uppreist æru "Í huga fólksins í landinu stóðu konurnar eftir varnarlausar. Unglingsstúlkur og fimm ára stúlkubarn sem urðu fyrir hræðilegum glæp sem aldrei fyrnist í þeirra huga.“ 26. september 2017 18:58 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
„Þetta frumvarp er ekki samið í samráði við refsiréttarnefnd og hefur ekki verið undir hana borið,“ segir Svala Ísfeld Ólafsdóttir, formaður refsiréttarnefndar, um frumvarp það sem varð að lögum í gærkvöldi um brottfall ákvæða um uppreist æru úr almennum hegingarlögum.Svava Ísfeld Ólafsdóttir, formaður refsiréttarnefndar og dósent við Háskólann í Reykjavík.vísir/valliHlutverk refsiréttarnefndar er að semja frumvörp á sviði refsiréttar að beiðni ráðherra, vera ráðherra til ráðgjafar um samningu frumvarpa og annarra reglna á sviði refsiréttar, veita umsagnir um frumvörp og aðrar tillögur er varða refsirétt og fylgjast með alþjóðlegri þróun á sviði refsiréttar. Afgreiða þurfti frumvarpið með afbrigðum frá þingskaparlögum, Lögin gera ráð fyrir að ekki megi hefja umræðu um frumvörp fyrr en að tveimur nóttum liðnum frá framlagningu þeirra. Frumvarpið var lagt fram skömmu fyrir upphaf þingfundar í gær. Það var samþykkt skömmu eftir miðnætti, eins og Vísir greindi frá.Sjá einnig: Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Með lagabreytingunni var eingöngu lögfestur hluti þeirrar endurskoðunar sem dómsmálaráðherra hefur boðað að undanförnu. Samkvæmt nýsamþykktum lögum geta stjórnvöld ekki lengur veitt uppreist æru. Í nýsamþykktum lögum er hins vegar ekki fjallað um með hvaða hætti sakaferill skuli leiða til missis borgaralegra réttinda og hvaða skilyrði rétt sé að setja fyrir því að einstaklingar öðlist umrædd borgararéttindi að nýju. Í greinargerð frumvarpsins segir að óhjákvæmilegt verði að „vinnu við heildarendurskoðun verði fram haldið og að Alþingi samþykki innan tíðar ný lög þar sem afstaða er tekin til þeirra álitaefna sem hér um ræðir“.Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.Mynd/Aðsend„Þarna er bara einfaldlega verið að taka allt út sem vísar til uppreistar æru og á meðan ekki hefur verið gengið lengra þá eru þeir sem hafa verið sviptir einhverjum réttindum bara án úrræða eins og staðan er,“ segir Arnar Þór Jónsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. Arnar segir almennt vissulega til bóta að réttarfarsnefnd og sérfræðingar í refsirétti komi að gerð slíkra frumvarpa og að ráðuneytinu hefði verið mikill styrkur í því. „Maður getur þó ekki með góðu móti litið fram hjá því að hér eru menn að vinna í kapp við tímann og telja sig vafalaust vera að gera eitthvert gagn með þessu,“ segir Arnar Þór. „Á hinn bóginn er augljóslega mikilvægt að mál séu skoðuð út frá öllum hliðum við undirbúning lagasetningar, en ekki aðeins hlið þeirra sem hafa hæst. Þótt sú skoðun njóti ef til vill ekki sérstakra vinsælda nú leyfi ég mér að minna á mikilvægi þess að við flýtum okkur hægt í þessum efnum og forðumst eftir megni að grafa undan réttarvernd þeirra sem verst standa. Ef grannt er skoðað nær sú skuldbinding réttarríkisins ekki aðeins til brotaþola, heldur einnig til þeirra sem hafa brotið af sér, tekið út sinn dóm og vilja verða gildir samfélagsþegnar að nýju,“ bætir hann við.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Uppreist æru Tengdar fréttir Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. 27. september 2017 00:45 Reiknað með að síðasti þingfundur fyrir kosningar verði langur Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag og dregst þingfundur væntanlega fram á kvöld. Þrjár umræður þurfa að eiga sér stað um þrjú frumvörp og Píratar og Samfylkingin munu reyna að fá stjórnarskrána setta á dagskrá fundarins. 26. september 2017 12:41 Þingfundi ítrekað frestað Þingfundi átti að vera framhaldið klukkan 21 en hefur nú verið frestað til 22. 26. september 2017 21:39 Oddný klökk í ræðustól þegar hún ræddi um uppreist æru "Í huga fólksins í landinu stóðu konurnar eftir varnarlausar. Unglingsstúlkur og fimm ára stúlkubarn sem urðu fyrir hræðilegum glæp sem aldrei fyrnist í þeirra huga.“ 26. september 2017 18:58 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. 27. september 2017 00:45
Reiknað með að síðasti þingfundur fyrir kosningar verði langur Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag og dregst þingfundur væntanlega fram á kvöld. Þrjár umræður þurfa að eiga sér stað um þrjú frumvörp og Píratar og Samfylkingin munu reyna að fá stjórnarskrána setta á dagskrá fundarins. 26. september 2017 12:41
Þingfundi ítrekað frestað Þingfundi átti að vera framhaldið klukkan 21 en hefur nú verið frestað til 22. 26. september 2017 21:39
Oddný klökk í ræðustól þegar hún ræddi um uppreist æru "Í huga fólksins í landinu stóðu konurnar eftir varnarlausar. Unglingsstúlkur og fimm ára stúlkubarn sem urðu fyrir hræðilegum glæp sem aldrei fyrnist í þeirra huga.“ 26. september 2017 18:58
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“