Forsætisráðherra Japans boðar til þingkosninga vegna Norður-Kóreu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. september 2017 06:00 Shinzo Abe forsætisráðherra vill endurnýja umboð sitt. vísir/epa Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, boðaði í gær til þingkosninga. Kjörtímabilinu átti að ljúka á næsta ári en nú er ljóst að Abe mun rjúfa þing á fimmtudaginn. Ekki er búið að greina frá því hvenær kjördagur verður en japanskir fjölmiðlar halda því fram að 22. október sé líklegasta dagsetningin. Abe sagði í gær að ákvörðunin væri tekin þar sem hann vildi endurnýja umboð sitt til að takast á við öryggiskreppuna sem hefur orðið í landinu vegna vaxandi ógnar sem stafar af Norður-Kóreu. Einræðisríkið hefur tvisvar skotið eldflaugum í gegnum japanska lofthelgi undanfarinn mánuð. Þá tilkynnti forsætisráðherrann einnig um innspýtingu í mennta- og velferðarkerfi Japans. Til stendur að verja nærri tveimur billjónum króna en Abe sagði innspýtinguna nauðsynlega til þess að undirbúa þjóðina fyrir framtíðina. Ástæðuna fyrir því að Abe hefur boðað til kosninga má rekja til þess að flokkur hans mælist nú vinsælli en undanfarna mánuði, að því er BBC greinir frá. Halda greinendur BBC því fram að með því að boða til kosninga ári á undan áætlun sé hægt að nýta sér þann meðbyr sem flokkurinn hefur fengið vegna ástandsins á Kóreuskaga. Stuðningur við Abe mældist til að mynda tæp þrjátíu prósent í júlí en nú í september styður um helmingur japönsku þjóðarinnar forsætisráðherrann. Veik staða stjórnarandstöðu bendir einnig til þess að Abe muni vinna góðan sigur í kosningunum. Frjálslyndir demókratar, flokkur Abe, mældist með 41 prósents fylgi í nýlegri könnun TV Tokyo. Til samanburðar mældist stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Demókratar, með um sjö prósenta fylgi. Frjálslyndir demókratar hafa verið í samsteypustjórn með Komeito-flokknum á kjörtímabilinu með rúmlega tvo þriðju hluta þingsæta. Meirihlutinn er svo stór þar sem Abe vill breyta stjórnarskrá ríkisins á þá vegu að staða hersins verði formlega viðurkennd. Miðað við skoðanakannanir er óvíst hvort sá ofurmeirihluti haldi. Fleiri ríki en Japan gripu til aðgerða í gær vegna ástandsins á Kóreuskaga. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ákvað í gær að útvíkka hið umdeilda ferðabann sitt svo það nái einnig til ríkisborgara Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. Hingað til hefur bannið einungis náð til fimm múslimaríkja, það er Líbýu, Írans, Sýrlands, Jemens og Sómalíu. Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa átt í hatrömmum deilum undanfarið. Hefur Trump kallað Kim geðveikan eldflaugamann og Kim kallað Trump elliæran geðsjúkling. Í tilkynningu í gær sagði Trump að bannið væri útvíkkað vegna þess að það væri forgangsmál að tryggja öryggi Bandaríkjamanna. Ekki væri boðlegt að veita fólki inngöngu í landið sem ekki væri hægt að ganga úr skugga um að myndi ekki valda skaða. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt ríki Grænlands Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, boðaði í gær til þingkosninga. Kjörtímabilinu átti að ljúka á næsta ári en nú er ljóst að Abe mun rjúfa þing á fimmtudaginn. Ekki er búið að greina frá því hvenær kjördagur verður en japanskir fjölmiðlar halda því fram að 22. október sé líklegasta dagsetningin. Abe sagði í gær að ákvörðunin væri tekin þar sem hann vildi endurnýja umboð sitt til að takast á við öryggiskreppuna sem hefur orðið í landinu vegna vaxandi ógnar sem stafar af Norður-Kóreu. Einræðisríkið hefur tvisvar skotið eldflaugum í gegnum japanska lofthelgi undanfarinn mánuð. Þá tilkynnti forsætisráðherrann einnig um innspýtingu í mennta- og velferðarkerfi Japans. Til stendur að verja nærri tveimur billjónum króna en Abe sagði innspýtinguna nauðsynlega til þess að undirbúa þjóðina fyrir framtíðina. Ástæðuna fyrir því að Abe hefur boðað til kosninga má rekja til þess að flokkur hans mælist nú vinsælli en undanfarna mánuði, að því er BBC greinir frá. Halda greinendur BBC því fram að með því að boða til kosninga ári á undan áætlun sé hægt að nýta sér þann meðbyr sem flokkurinn hefur fengið vegna ástandsins á Kóreuskaga. Stuðningur við Abe mældist til að mynda tæp þrjátíu prósent í júlí en nú í september styður um helmingur japönsku þjóðarinnar forsætisráðherrann. Veik staða stjórnarandstöðu bendir einnig til þess að Abe muni vinna góðan sigur í kosningunum. Frjálslyndir demókratar, flokkur Abe, mældist með 41 prósents fylgi í nýlegri könnun TV Tokyo. Til samanburðar mældist stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Demókratar, með um sjö prósenta fylgi. Frjálslyndir demókratar hafa verið í samsteypustjórn með Komeito-flokknum á kjörtímabilinu með rúmlega tvo þriðju hluta þingsæta. Meirihlutinn er svo stór þar sem Abe vill breyta stjórnarskrá ríkisins á þá vegu að staða hersins verði formlega viðurkennd. Miðað við skoðanakannanir er óvíst hvort sá ofurmeirihluti haldi. Fleiri ríki en Japan gripu til aðgerða í gær vegna ástandsins á Kóreuskaga. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ákvað í gær að útvíkka hið umdeilda ferðabann sitt svo það nái einnig til ríkisborgara Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. Hingað til hefur bannið einungis náð til fimm múslimaríkja, það er Líbýu, Írans, Sýrlands, Jemens og Sómalíu. Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa átt í hatrömmum deilum undanfarið. Hefur Trump kallað Kim geðveikan eldflaugamann og Kim kallað Trump elliæran geðsjúkling. Í tilkynningu í gær sagði Trump að bannið væri útvíkkað vegna þess að það væri forgangsmál að tryggja öryggi Bandaríkjamanna. Ekki væri boðlegt að veita fólki inngöngu í landið sem ekki væri hægt að ganga úr skugga um að myndi ekki valda skaða.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt ríki Grænlands Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira