Kúrdar ganga óhræddir til kosninga Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2017 15:00 Meðlimir Peshmerga-sveitanna fagna því að hafa kosið. Vísir/Getty Írakskir Kúrdar kjósa nú um hvort þeir eigi að leitast eftir því að stofan eigið ríki úr sjálfstjórnarsvæði þeirra í norðurhluta Írak. Atkvæðagreiðslan er ekki bindandi og mun í sjálfu sér ekki leiða til sjálfstæðis Kúrda, fari atkvæðagreiðslan svo, en hún yrði til marks um vilja þeirra til að eignast loks eigið ríki. Þá myndi jákvæð niðurstaða fyrir Masoud Barzani, leiðtoga ríkisstjórnar sjálfstjórnarsvæðisins, veita honum sterkt umboð fyrir viðræður við Baghdad. Atkvæðagreiðslan hefur verið fordæmd víða um heim og þá hvað helst í Tyrklandi, þar sem Kúrdar hafa í áratugi barist fyrir sjálfstæði.Yfirlit yfir upprunalegt sjálfstjórnarsvæði írakskra Kúrda og þau svæði sem þeir hertóku af vígamönnum ISIS.Vísir/GraphicNewsRecep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hótaði því í dag að senda tyrkneska herinn gegn írökskum Kúrdum vegna atkvæðagreiðslunnar. Hann sagði ekki koma til greina að þeir fengju sjálfstæði og sagði það vera mikla ógn gegn tyrkneska ríkinu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar að auki hefur hann hótað því að stöðva útflutning olíu frá svæðinu.Bandaríkin hafa einnig lýst yfir óánægju með atkvæðagreiðsluna. Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu segir að hún muni skapa óstöðugleika. Deilt um yfirráðasvæðiAtkvæðagreiðslan er einnig mjög umdeild í Írak og þá sérstaklega hvað varðar stór og olíurík svæði sem Kúrdar hafa hertekið af vígamönnum Íslamska ríkisins. Sumarið 2014, þegar írakski herinn flúði undan stórsókn ISIS-liða komu Peshmerga-sveitir írakskra Kúrda í veg fyrir að sjálfstjórnarsvæði þeirra félli. Eftir að hafa látið undan um nokkuð skeið tókst Kúrdum að snúa vörn í sókn og í raun stækka yfirráðasvæði sitt. Þar á meðal er borgin Kirkuk, en á nærliggjandi svæðum má finna ríkar olíulindir, sem Kúrdar segjast nú eiga. Kúrdar segja íbúa þeirra svæða sem þeir hafa hertekið taka þátt í atkvæðagreiðslunni í dag. Í samtali við Reuters segir einn Kúrdi að þeir hafi séð það verra. „Við höfum upplifað óréttlæti, morð og umsátur.“Án ríkis í hundrað ár Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrklandi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli. Mið-Austurlönd Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Írakskir Kúrdar kjósa nú um hvort þeir eigi að leitast eftir því að stofan eigið ríki úr sjálfstjórnarsvæði þeirra í norðurhluta Írak. Atkvæðagreiðslan er ekki bindandi og mun í sjálfu sér ekki leiða til sjálfstæðis Kúrda, fari atkvæðagreiðslan svo, en hún yrði til marks um vilja þeirra til að eignast loks eigið ríki. Þá myndi jákvæð niðurstaða fyrir Masoud Barzani, leiðtoga ríkisstjórnar sjálfstjórnarsvæðisins, veita honum sterkt umboð fyrir viðræður við Baghdad. Atkvæðagreiðslan hefur verið fordæmd víða um heim og þá hvað helst í Tyrklandi, þar sem Kúrdar hafa í áratugi barist fyrir sjálfstæði.Yfirlit yfir upprunalegt sjálfstjórnarsvæði írakskra Kúrda og þau svæði sem þeir hertóku af vígamönnum ISIS.Vísir/GraphicNewsRecep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hótaði því í dag að senda tyrkneska herinn gegn írökskum Kúrdum vegna atkvæðagreiðslunnar. Hann sagði ekki koma til greina að þeir fengju sjálfstæði og sagði það vera mikla ógn gegn tyrkneska ríkinu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar að auki hefur hann hótað því að stöðva útflutning olíu frá svæðinu.Bandaríkin hafa einnig lýst yfir óánægju með atkvæðagreiðsluna. Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu segir að hún muni skapa óstöðugleika. Deilt um yfirráðasvæðiAtkvæðagreiðslan er einnig mjög umdeild í Írak og þá sérstaklega hvað varðar stór og olíurík svæði sem Kúrdar hafa hertekið af vígamönnum Íslamska ríkisins. Sumarið 2014, þegar írakski herinn flúði undan stórsókn ISIS-liða komu Peshmerga-sveitir írakskra Kúrda í veg fyrir að sjálfstjórnarsvæði þeirra félli. Eftir að hafa látið undan um nokkuð skeið tókst Kúrdum að snúa vörn í sókn og í raun stækka yfirráðasvæði sitt. Þar á meðal er borgin Kirkuk, en á nærliggjandi svæðum má finna ríkar olíulindir, sem Kúrdar segjast nú eiga. Kúrdar segja íbúa þeirra svæða sem þeir hafa hertekið taka þátt í atkvæðagreiðslunni í dag. Í samtali við Reuters segir einn Kúrdi að þeir hafi séð það verra. „Við höfum upplifað óréttlæti, morð og umsátur.“Án ríkis í hundrað ár Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrklandi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli.
Mið-Austurlönd Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira