Kúrdar ganga óhræddir til kosninga Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2017 15:00 Meðlimir Peshmerga-sveitanna fagna því að hafa kosið. Vísir/Getty Írakskir Kúrdar kjósa nú um hvort þeir eigi að leitast eftir því að stofan eigið ríki úr sjálfstjórnarsvæði þeirra í norðurhluta Írak. Atkvæðagreiðslan er ekki bindandi og mun í sjálfu sér ekki leiða til sjálfstæðis Kúrda, fari atkvæðagreiðslan svo, en hún yrði til marks um vilja þeirra til að eignast loks eigið ríki. Þá myndi jákvæð niðurstaða fyrir Masoud Barzani, leiðtoga ríkisstjórnar sjálfstjórnarsvæðisins, veita honum sterkt umboð fyrir viðræður við Baghdad. Atkvæðagreiðslan hefur verið fordæmd víða um heim og þá hvað helst í Tyrklandi, þar sem Kúrdar hafa í áratugi barist fyrir sjálfstæði.Yfirlit yfir upprunalegt sjálfstjórnarsvæði írakskra Kúrda og þau svæði sem þeir hertóku af vígamönnum ISIS.Vísir/GraphicNewsRecep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hótaði því í dag að senda tyrkneska herinn gegn írökskum Kúrdum vegna atkvæðagreiðslunnar. Hann sagði ekki koma til greina að þeir fengju sjálfstæði og sagði það vera mikla ógn gegn tyrkneska ríkinu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar að auki hefur hann hótað því að stöðva útflutning olíu frá svæðinu.Bandaríkin hafa einnig lýst yfir óánægju með atkvæðagreiðsluna. Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu segir að hún muni skapa óstöðugleika. Deilt um yfirráðasvæðiAtkvæðagreiðslan er einnig mjög umdeild í Írak og þá sérstaklega hvað varðar stór og olíurík svæði sem Kúrdar hafa hertekið af vígamönnum Íslamska ríkisins. Sumarið 2014, þegar írakski herinn flúði undan stórsókn ISIS-liða komu Peshmerga-sveitir írakskra Kúrda í veg fyrir að sjálfstjórnarsvæði þeirra félli. Eftir að hafa látið undan um nokkuð skeið tókst Kúrdum að snúa vörn í sókn og í raun stækka yfirráðasvæði sitt. Þar á meðal er borgin Kirkuk, en á nærliggjandi svæðum má finna ríkar olíulindir, sem Kúrdar segjast nú eiga. Kúrdar segja íbúa þeirra svæða sem þeir hafa hertekið taka þátt í atkvæðagreiðslunni í dag. Í samtali við Reuters segir einn Kúrdi að þeir hafi séð það verra. „Við höfum upplifað óréttlæti, morð og umsátur.“Án ríkis í hundrað ár Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrklandi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli. Mið-Austurlönd Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Írakskir Kúrdar kjósa nú um hvort þeir eigi að leitast eftir því að stofan eigið ríki úr sjálfstjórnarsvæði þeirra í norðurhluta Írak. Atkvæðagreiðslan er ekki bindandi og mun í sjálfu sér ekki leiða til sjálfstæðis Kúrda, fari atkvæðagreiðslan svo, en hún yrði til marks um vilja þeirra til að eignast loks eigið ríki. Þá myndi jákvæð niðurstaða fyrir Masoud Barzani, leiðtoga ríkisstjórnar sjálfstjórnarsvæðisins, veita honum sterkt umboð fyrir viðræður við Baghdad. Atkvæðagreiðslan hefur verið fordæmd víða um heim og þá hvað helst í Tyrklandi, þar sem Kúrdar hafa í áratugi barist fyrir sjálfstæði.Yfirlit yfir upprunalegt sjálfstjórnarsvæði írakskra Kúrda og þau svæði sem þeir hertóku af vígamönnum ISIS.Vísir/GraphicNewsRecep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hótaði því í dag að senda tyrkneska herinn gegn írökskum Kúrdum vegna atkvæðagreiðslunnar. Hann sagði ekki koma til greina að þeir fengju sjálfstæði og sagði það vera mikla ógn gegn tyrkneska ríkinu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar að auki hefur hann hótað því að stöðva útflutning olíu frá svæðinu.Bandaríkin hafa einnig lýst yfir óánægju með atkvæðagreiðsluna. Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu segir að hún muni skapa óstöðugleika. Deilt um yfirráðasvæðiAtkvæðagreiðslan er einnig mjög umdeild í Írak og þá sérstaklega hvað varðar stór og olíurík svæði sem Kúrdar hafa hertekið af vígamönnum Íslamska ríkisins. Sumarið 2014, þegar írakski herinn flúði undan stórsókn ISIS-liða komu Peshmerga-sveitir írakskra Kúrda í veg fyrir að sjálfstjórnarsvæði þeirra félli. Eftir að hafa látið undan um nokkuð skeið tókst Kúrdum að snúa vörn í sókn og í raun stækka yfirráðasvæði sitt. Þar á meðal er borgin Kirkuk, en á nærliggjandi svæðum má finna ríkar olíulindir, sem Kúrdar segjast nú eiga. Kúrdar segja íbúa þeirra svæða sem þeir hafa hertekið taka þátt í atkvæðagreiðslunni í dag. Í samtali við Reuters segir einn Kúrdi að þeir hafi séð það verra. „Við höfum upplifað óréttlæti, morð og umsátur.“Án ríkis í hundrað ár Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrklandi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli.
Mið-Austurlönd Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira