Peugeot 208, 2008 og DS3 verða rafmagnsbílar Finnur Thorlacius skrifar 25. september 2017 10:37 Peugeot 2008. PSA Peugeot-Citroën ætlar ekki að vera neinn eftirbátur annarra bílaframleiðenda við framleiðslu á rafmagnsbílum og mun kynna þrjá nýja slíka bíla á allra næstu árum. Í stað þess að þróa glænýja bíla ætlar Peugeot að bjóða Peugeot 208 og lúxusbílgerðina DS3 sem hreinræktaða rafmagnsbíla árið 2019 og kemur DS3 á undan 208. Árið þar á eftir kemur svo að rafmagnsútgáfu 2008 bílsins. Enn fleiri útgáfur af tengiltvinnbílum eru í bígerð hjá PSA og fá bílgerðirnar DS7 Crossback, Peugeot 5008 og Citroën C5 Aircross fyrstir þá meðferð. PSA ætlar reyndar að kynna 7 bílgerðir sem tengiltvinnbíla uns árið 2023 rennur sitt skeið. PSA framleiðir nú þegar einar 5 bílgerðir sem fá má eingöngu með rafmagnsdrifrás, þ.e. Citroën C Zero, Peugeot iOn, Citroën e-Mehari og sendibílana Peugeot Partner og Citroën Berlingo. Meiningin er að meira en þriðjungur lúxusbílalínunnar DS verði rafmagnsbílar eða tengiltvinnbílar árið 2025. Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent
PSA Peugeot-Citroën ætlar ekki að vera neinn eftirbátur annarra bílaframleiðenda við framleiðslu á rafmagnsbílum og mun kynna þrjá nýja slíka bíla á allra næstu árum. Í stað þess að þróa glænýja bíla ætlar Peugeot að bjóða Peugeot 208 og lúxusbílgerðina DS3 sem hreinræktaða rafmagnsbíla árið 2019 og kemur DS3 á undan 208. Árið þar á eftir kemur svo að rafmagnsútgáfu 2008 bílsins. Enn fleiri útgáfur af tengiltvinnbílum eru í bígerð hjá PSA og fá bílgerðirnar DS7 Crossback, Peugeot 5008 og Citroën C5 Aircross fyrstir þá meðferð. PSA ætlar reyndar að kynna 7 bílgerðir sem tengiltvinnbíla uns árið 2023 rennur sitt skeið. PSA framleiðir nú þegar einar 5 bílgerðir sem fá má eingöngu með rafmagnsdrifrás, þ.e. Citroën C Zero, Peugeot iOn, Citroën e-Mehari og sendibílana Peugeot Partner og Citroën Berlingo. Meiningin er að meira en þriðjungur lúxusbílalínunnar DS verði rafmagnsbílar eða tengiltvinnbílar árið 2025.
Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent