Skugga Sveinn í fánalitunum hjá Geysi Ritstjórn skrifar 24. september 2017 08:00 Myndir/Saga Sig Íslenska merkið Geysir frumsýndi á föstudagskvöldið haust- og vetrarlínu sína Skugga-Sveinn í gamla Héðinshúsinu í Reykjavík. Um svokallaða "see now, buy now" sýningu var að ræða þar sem allur fatnaðurinn á sýningunni var komin í verslanir Geysis um allt land strax daginn eftir. Erna Einarsdóttir, yfirhönnuður Geysis, segir fatnaðinn vera innblásinn af íslensku konunni og hennar hversdagslífi í borginni, með sterkum vísunum í íslenskan lista- og menningarheim en þetta er fjórða fatalína Ernu fyrir Geysi. Þessi lína sækir nafn sitt í hið þekkta leikverk Skugga-Svein með skírskotun í leiktjöld sem máluð voru af Sigurði málara Guðmundssyni fyrir fyrstu uppsetningu verksins árið 1862. Við skulum skoða þetta einstaklega litríku línu sem hentar vel inn í vetrartískuna framundan. Djúpir rauðir tónar, dökkbláir og hvítir einkenna línuna en heiðblá köflótt ullarkápa stal senunni á pallinum. Ásamt eigin hönnun býður Geysir upp á vörumerki á borð við A.P.C., Ami, Stine Goya, Ganni, Henrik Vibskov, Gosha Rubchinskiy, Wood Wood, Hope, Soulland, Carven, Veja, Hanro, Carla Colour og Harmony í verslunum sínum. Mest lesið „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Cartier fæst aftur á Íslandi Glamour Fimmta Vogue-forsíða Cara Delevnigne Glamour Lagerfeld kynnir barnafatalínu Glamour Kristen Stewart var töffari Cannes-hátíðarinnar Glamour Girnilegt haust frá Geysi Glamour Engar fyrirsætur í nýjustu herferð Alexander Wang Glamour Nýtt íslenskt skómerki. Glamour Húsgagnasýning Artek í Pennanum Glamour Rosie Huntington-Whiteley glæsileg í Galvan Glamour
Íslenska merkið Geysir frumsýndi á föstudagskvöldið haust- og vetrarlínu sína Skugga-Sveinn í gamla Héðinshúsinu í Reykjavík. Um svokallaða "see now, buy now" sýningu var að ræða þar sem allur fatnaðurinn á sýningunni var komin í verslanir Geysis um allt land strax daginn eftir. Erna Einarsdóttir, yfirhönnuður Geysis, segir fatnaðinn vera innblásinn af íslensku konunni og hennar hversdagslífi í borginni, með sterkum vísunum í íslenskan lista- og menningarheim en þetta er fjórða fatalína Ernu fyrir Geysi. Þessi lína sækir nafn sitt í hið þekkta leikverk Skugga-Svein með skírskotun í leiktjöld sem máluð voru af Sigurði málara Guðmundssyni fyrir fyrstu uppsetningu verksins árið 1862. Við skulum skoða þetta einstaklega litríku línu sem hentar vel inn í vetrartískuna framundan. Djúpir rauðir tónar, dökkbláir og hvítir einkenna línuna en heiðblá köflótt ullarkápa stal senunni á pallinum. Ásamt eigin hönnun býður Geysir upp á vörumerki á borð við A.P.C., Ami, Stine Goya, Ganni, Henrik Vibskov, Gosha Rubchinskiy, Wood Wood, Hope, Soulland, Carven, Veja, Hanro, Carla Colour og Harmony í verslunum sínum.
Mest lesið „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Cartier fæst aftur á Íslandi Glamour Fimmta Vogue-forsíða Cara Delevnigne Glamour Lagerfeld kynnir barnafatalínu Glamour Kristen Stewart var töffari Cannes-hátíðarinnar Glamour Girnilegt haust frá Geysi Glamour Engar fyrirsætur í nýjustu herferð Alexander Wang Glamour Nýtt íslenskt skómerki. Glamour Húsgagnasýning Artek í Pennanum Glamour Rosie Huntington-Whiteley glæsileg í Galvan Glamour