Dregið í riðla í Þjóðardeildinni 25. janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2017 16:30 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Eyþór Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú endanlega ákveðið fyrirkomulag og tímasetningar í kringum nýju Þjóðardeild landsliða sem hefst í september á næsta ári. 55 knattspyrnusambönd munu taka þátt og þeim verður skipt niður í fjórar deildir, A, B, C og D. Tólf efstu þjóðirnar verða í A-deild, næstu tólf í B-deild, fimmtán þjóðir verða í C-deild og síðustu sextán þjóðirnar verða í D-deild. Íslenska liðið er í A-deild eins og staðan er í dag (11. sæti á undan Wales) en þjóðunum er raðað eftir stigaútreikningi UEFA þar sem síðustu tvær undankeppnir gilda 40% (EM 2016 og HM 2018) og undankeppni HM 2014 gildir 20 prósent. Liðunum í A-deild og B-deild verður skipt niður í fjóra þriggja liða riðla. Sigurvegarar hvers riðils komast í fjögurra þjóða úrslitakeppni sem fer fram í júní 2019. Liðin sem vinna riðlana í hinum liðunum komast öll upp í næstu deild fyrir ofan og liðin sem enda í neðsta sæti í sínum riðlum í deildum A, B og C falla niður um deild. Styrkleikaröðin þjóðanna mun ráðast eftir síðasta leikinn í riðlakeppni undankeppni HM 2018 en það verður síðan dregið í riðla í Þjóðardeildinni 25. janúar næstkomandi. Þá verður einnig kynntur bikar keppninnar.Hér má sjá myndband þar sem Þjóðardeild landsliða er útskýrð. Þjóðardeildin mun einnig bjóða upp á farseðil í úrslitakeppni EM 2020. Fjögur sæti verða í boði, eitt í hverri deild en í fjögurra þjóða úrslitakeppni um laust sæti í hverri deild komast sigurvegarar í riðlinum. Sjá útskýringu hér. Verði sigurvegarar riðlanna áður búnir að tryggja sér sæti á EM 2020 í gegnum hefðbundna undankeppni EM þá fær liðið sem er næst inn sætið. Hefðbundin undankeppni EM 2020 mun fara fram frá mars til nóvember 2019 þar sem þjóðunum verður skipt niður í tíu riðla þar sem tvær efstu þjóðirnar komast áfram. Úrslitakeppnin um síðustu fjögur sætin mun fara fram í mars 2020 en 24 þjóða úrslitakeppni EM 2020 verður síðan í júní og júlí. EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú endanlega ákveðið fyrirkomulag og tímasetningar í kringum nýju Þjóðardeild landsliða sem hefst í september á næsta ári. 55 knattspyrnusambönd munu taka þátt og þeim verður skipt niður í fjórar deildir, A, B, C og D. Tólf efstu þjóðirnar verða í A-deild, næstu tólf í B-deild, fimmtán þjóðir verða í C-deild og síðustu sextán þjóðirnar verða í D-deild. Íslenska liðið er í A-deild eins og staðan er í dag (11. sæti á undan Wales) en þjóðunum er raðað eftir stigaútreikningi UEFA þar sem síðustu tvær undankeppnir gilda 40% (EM 2016 og HM 2018) og undankeppni HM 2014 gildir 20 prósent. Liðunum í A-deild og B-deild verður skipt niður í fjóra þriggja liða riðla. Sigurvegarar hvers riðils komast í fjögurra þjóða úrslitakeppni sem fer fram í júní 2019. Liðin sem vinna riðlana í hinum liðunum komast öll upp í næstu deild fyrir ofan og liðin sem enda í neðsta sæti í sínum riðlum í deildum A, B og C falla niður um deild. Styrkleikaröðin þjóðanna mun ráðast eftir síðasta leikinn í riðlakeppni undankeppni HM 2018 en það verður síðan dregið í riðla í Þjóðardeildinni 25. janúar næstkomandi. Þá verður einnig kynntur bikar keppninnar.Hér má sjá myndband þar sem Þjóðardeild landsliða er útskýrð. Þjóðardeildin mun einnig bjóða upp á farseðil í úrslitakeppni EM 2020. Fjögur sæti verða í boði, eitt í hverri deild en í fjögurra þjóða úrslitakeppni um laust sæti í hverri deild komast sigurvegarar í riðlinum. Sjá útskýringu hér. Verði sigurvegarar riðlanna áður búnir að tryggja sér sæti á EM 2020 í gegnum hefðbundna undankeppni EM þá fær liðið sem er næst inn sætið. Hefðbundin undankeppni EM 2020 mun fara fram frá mars til nóvember 2019 þar sem þjóðunum verður skipt niður í tíu riðla þar sem tvær efstu þjóðirnar komast áfram. Úrslitakeppnin um síðustu fjögur sætin mun fara fram í mars 2020 en 24 þjóða úrslitakeppni EM 2020 verður síðan í júní og júlí.
EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti