Mesti töffarinn í tískuheiminum í dag Ritstjórn skrifar 21. september 2017 12:00 Glamour/Getty Hin rússneska Lotta Volkova er væntanlega einn mesti töffarinn í tískuheiminum í dag. Hún er fjölhæf, en hún er hönnuður, stílisti, ritstjóri Re-Edition tímaritsins og stundum fyrirsæta. Stíllinn hennar er frábrugðinn öðrum, en hún er þekkt fyrir að koma því sem þykir ,,ljótt", í tísku. Lotta lærði tísku í Central Saint Martins í London, og byrjaði að hanna og sauma föt á sjálfa sig þegar hún fór að fara út á lífið. Síðan fór boltinn að rúlla og ýmsar búðir fóru að kaupa vörurnar hennar. Hún hefur verið viðloðinn tískubransann síðan þá, en fékk fyrst mikla athygli eftir að hún kynntist þeim Gosha Rubinsky og Demna Gvasalia. Í dag vinnur hún mest með Demna Gvasalia og Gosha Rubinsky, og er fataskápurinn hennar fullur af öfundsverðum fatnaði frá Vetements og Balenciaga. Alltaf gaman að öðruvísi og skemmtilegum týpum eins og Lottu! Fyrirsæta hjá VetementsGlamour/Skjáskot Mest lesið Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Er Mondler í alvöru par? Glamour „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Snoðuð Kate Hudson Glamour Fyrirheitna landið Glamour Þrjátíu ár á milli auglýsinga og mæðgurnar eru alveg eins Glamour David og Victoria endurnýjuðu hjúskaparheitin Glamour Best klæddu stjörnurnar á AMA verðlaunahátíðinni Glamour 16 hlutir sem bara besta vinkona þín myndi segja þér um óléttu og fæðingar Glamour Ljómandi nýársförðun Glamour
Hin rússneska Lotta Volkova er væntanlega einn mesti töffarinn í tískuheiminum í dag. Hún er fjölhæf, en hún er hönnuður, stílisti, ritstjóri Re-Edition tímaritsins og stundum fyrirsæta. Stíllinn hennar er frábrugðinn öðrum, en hún er þekkt fyrir að koma því sem þykir ,,ljótt", í tísku. Lotta lærði tísku í Central Saint Martins í London, og byrjaði að hanna og sauma föt á sjálfa sig þegar hún fór að fara út á lífið. Síðan fór boltinn að rúlla og ýmsar búðir fóru að kaupa vörurnar hennar. Hún hefur verið viðloðinn tískubransann síðan þá, en fékk fyrst mikla athygli eftir að hún kynntist þeim Gosha Rubinsky og Demna Gvasalia. Í dag vinnur hún mest með Demna Gvasalia og Gosha Rubinsky, og er fataskápurinn hennar fullur af öfundsverðum fatnaði frá Vetements og Balenciaga. Alltaf gaman að öðruvísi og skemmtilegum týpum eins og Lottu! Fyrirsæta hjá VetementsGlamour/Skjáskot
Mest lesið Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Er Mondler í alvöru par? Glamour „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Snoðuð Kate Hudson Glamour Fyrirheitna landið Glamour Þrjátíu ár á milli auglýsinga og mæðgurnar eru alveg eins Glamour David og Victoria endurnýjuðu hjúskaparheitin Glamour Best klæddu stjörnurnar á AMA verðlaunahátíðinni Glamour 16 hlutir sem bara besta vinkona þín myndi segja þér um óléttu og fæðingar Glamour Ljómandi nýársförðun Glamour