Ólafur er sá langelsti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2017 06:30 Óli Jóh á hliðarlínunni. vísir/Anton Þegar flestir þjálfarar eru sestir í helgan stein þá er Ólafur Jóhannesson enn að sýna yngri þjálfurunum í Pepsi-deildinni hvernig þjálfarar fara að því að gera lið að meisturum. Hann hélt upp á sextugsafmælið í lok júní og aðeins tæpum tveimur mánuðum síðar tryggði Valsliðið sér titilinn þrátt fyrir að tvær umferðir væru enn eftir af Íslandsmótinu. Þetta er fjórði Íslandsmeistaratitill Ólafs sem þjálfara og í þremur af þessum fjórum skiptum hefur titillinn verið í höfn fyrir lokaumferðina. Það var aðeins sá fyrsti, haustið 2004, sem vannst ekki fyrr en í síðustu umferð. Með því að vinna titilinn í ár, ellefu árum eftir að sá síðasti kom í hús, þá setti Ólafur nýtt met í efstu deild á Íslandi. Elsti Íslandsmeistaraþjálfarinn fyrir þetta tímabil var Yuri Sedov sem gerði Víkinga að Íslandsmeisturum tvö ár í röð í byrjun níunda áratugarins.Kom 51 árs til Íslands Sovétmaðurinn Yuri Sedov fæddist í Moskvu í mars 1929 og var því orðinn 51 árs þegar hann kom til Íslands árið 1980. Víkingar unnu titilinn bæði 1981 og 1982 en seinna árið var Sedov því orðinn 53 ára gamall. Sedov sló fyrra árið met Óla B. Jónssonar. Ólafur er því að bæta þetta met um heil sjö ár. Ólafur var áður í þriðja til fimmta sæti á listanum frá því að hann gerði FH að Íslandsmeisturum 49 ára gamall sumarið 2006. Júrí Ilitchev (Valur 1976) og Óli B. Jónsson (Valur 1967) voru einnig 49 ára þegar þeir gerðu lið að Íslandsmeisturum á sínum tíma á sjöunda og áttunda áratugi síðustu aldar.Tveir með 9 af 14 titlum Lærlingur Ólafs, Heimir Guðjónsson, hefur unnið fimm Íslandsmeistaratitla frá því að hann tók við liði FH af Ólafi fyrir níu árum. Heimir var fyrst fyrirliðinn hjá Ólafi og svo aðstoðarþjálfari hans eftir að skórnir fóru upp á hillu. Þeir félagar hafa því saman unnið 9 af 14 Íslandsmeistaratitlum í boði frá 2004. Ólafur var nálægt því að bæta annað met en ellefu ár eru á milli Íslandsmeistaratitla hans. Ríkharður Jónsson gerði ÍA að Íslandsmeisturum með tólf ára millibili (1958 og 1970). Ríkharður þjálfaði reyndar Íslandsmeistaralið ÍA framan af sumri 1960 en Guðjón Finnbogason tók svo við um mitt sumar og gerði liðið að meisturum. Það liðu síðan tíu ár á milli titla hjá Herði Helgasyni (1984 og 1994) en þessir tveir ásamt Ólafi skera sig úr á þessum lista yfir lengstu bið á milli titla. Ólafur er bæði sérstakur og óútreiknanlegur í samskiptum sínum við fjölmiðla og það er ekki hægt að halda því fram að blaðamenn viti hvar þeir hafa hann. Hann heldur öllum á tánum í kringum sig og leikmönnum sínum örugglega líka. Það eru nefnilega ekki allir sem eru með aðalmarkaskorara liðsins á bekknum í leik þar sem liðið getur orðið meistari. Patrick Pedersen fékk hins vegar ekki mínútu í sigurleiknum á móti Fjölni á sunnudaginn. Það kom ekki að sök því Valsmenn skoruðu fjögur mörk í leiknum og tryggðu sér titilinn.Finnur efnivið í meistaralið Þjálfaraaðferðir Ólafs bera árangur og smiðurinn finnur sér alltaf efnivið í meistaralið þegar hann þjálfar í efstu deild. Hann bjó til meistaralið í FH þegar flestir voru búnir að afskrifa hann og enginn hafði unnið titil áður hjá félaginu og hann hefur nú endurtekið dæmið á Hlíðarenda. Margir bjuggust ekki við miklu þegar hann tók við Valsliðinu 57 ára gamall og álitu að hans tími væri liðinn. Valsliðið hefur hins vegar unnið titil á hverju ári og er nú Íslandsmeistari í fyrsta sinn í áratug. Ólafur hefur þar með unnið stóran titil á sjö tímabilum í röð sem þjálfari í efstu deild. FH vann titil á hverju ári frá 2004 til 2007 (3 Íslandsmeistaratitlar og bikarmeistaratitill) og Valsmenn hafa unnið titil undanfarin þrjú ár (2 bikarmeistaratitla og Íslandsmeistaratitil). Pepsi Max-deild karla Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira
Þegar flestir þjálfarar eru sestir í helgan stein þá er Ólafur Jóhannesson enn að sýna yngri þjálfurunum í Pepsi-deildinni hvernig þjálfarar fara að því að gera lið að meisturum. Hann hélt upp á sextugsafmælið í lok júní og aðeins tæpum tveimur mánuðum síðar tryggði Valsliðið sér titilinn þrátt fyrir að tvær umferðir væru enn eftir af Íslandsmótinu. Þetta er fjórði Íslandsmeistaratitill Ólafs sem þjálfara og í þremur af þessum fjórum skiptum hefur titillinn verið í höfn fyrir lokaumferðina. Það var aðeins sá fyrsti, haustið 2004, sem vannst ekki fyrr en í síðustu umferð. Með því að vinna titilinn í ár, ellefu árum eftir að sá síðasti kom í hús, þá setti Ólafur nýtt met í efstu deild á Íslandi. Elsti Íslandsmeistaraþjálfarinn fyrir þetta tímabil var Yuri Sedov sem gerði Víkinga að Íslandsmeisturum tvö ár í röð í byrjun níunda áratugarins.Kom 51 árs til Íslands Sovétmaðurinn Yuri Sedov fæddist í Moskvu í mars 1929 og var því orðinn 51 árs þegar hann kom til Íslands árið 1980. Víkingar unnu titilinn bæði 1981 og 1982 en seinna árið var Sedov því orðinn 53 ára gamall. Sedov sló fyrra árið met Óla B. Jónssonar. Ólafur er því að bæta þetta met um heil sjö ár. Ólafur var áður í þriðja til fimmta sæti á listanum frá því að hann gerði FH að Íslandsmeisturum 49 ára gamall sumarið 2006. Júrí Ilitchev (Valur 1976) og Óli B. Jónsson (Valur 1967) voru einnig 49 ára þegar þeir gerðu lið að Íslandsmeisturum á sínum tíma á sjöunda og áttunda áratugi síðustu aldar.Tveir með 9 af 14 titlum Lærlingur Ólafs, Heimir Guðjónsson, hefur unnið fimm Íslandsmeistaratitla frá því að hann tók við liði FH af Ólafi fyrir níu árum. Heimir var fyrst fyrirliðinn hjá Ólafi og svo aðstoðarþjálfari hans eftir að skórnir fóru upp á hillu. Þeir félagar hafa því saman unnið 9 af 14 Íslandsmeistaratitlum í boði frá 2004. Ólafur var nálægt því að bæta annað met en ellefu ár eru á milli Íslandsmeistaratitla hans. Ríkharður Jónsson gerði ÍA að Íslandsmeisturum með tólf ára millibili (1958 og 1970). Ríkharður þjálfaði reyndar Íslandsmeistaralið ÍA framan af sumri 1960 en Guðjón Finnbogason tók svo við um mitt sumar og gerði liðið að meisturum. Það liðu síðan tíu ár á milli titla hjá Herði Helgasyni (1984 og 1994) en þessir tveir ásamt Ólafi skera sig úr á þessum lista yfir lengstu bið á milli titla. Ólafur er bæði sérstakur og óútreiknanlegur í samskiptum sínum við fjölmiðla og það er ekki hægt að halda því fram að blaðamenn viti hvar þeir hafa hann. Hann heldur öllum á tánum í kringum sig og leikmönnum sínum örugglega líka. Það eru nefnilega ekki allir sem eru með aðalmarkaskorara liðsins á bekknum í leik þar sem liðið getur orðið meistari. Patrick Pedersen fékk hins vegar ekki mínútu í sigurleiknum á móti Fjölni á sunnudaginn. Það kom ekki að sök því Valsmenn skoruðu fjögur mörk í leiknum og tryggðu sér titilinn.Finnur efnivið í meistaralið Þjálfaraaðferðir Ólafs bera árangur og smiðurinn finnur sér alltaf efnivið í meistaralið þegar hann þjálfar í efstu deild. Hann bjó til meistaralið í FH þegar flestir voru búnir að afskrifa hann og enginn hafði unnið titil áður hjá félaginu og hann hefur nú endurtekið dæmið á Hlíðarenda. Margir bjuggust ekki við miklu þegar hann tók við Valsliðinu 57 ára gamall og álitu að hans tími væri liðinn. Valsliðið hefur hins vegar unnið titil á hverju ári og er nú Íslandsmeistari í fyrsta sinn í áratug. Ólafur hefur þar með unnið stóran titil á sjö tímabilum í röð sem þjálfari í efstu deild. FH vann titil á hverju ári frá 2004 til 2007 (3 Íslandsmeistaratitlar og bikarmeistaratitill) og Valsmenn hafa unnið titil undanfarin þrjú ár (2 bikarmeistaratitla og Íslandsmeistaratitil).
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira